Fara í efni

Erindi frá nemendum Borgarhólsskóla varðandi leiktæki á skólalóð

Málsnúmer 202110127

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 103. fundur - 01.11.2021

Erindi frá 6. bekk í Borgarhólsskóla, til kynningar í fjölskylduráði og umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Fjölskylduráð þakkar 6. bekk í Borgarhólsskóla fyrir erindið og frábærar hugmyndir. Í vetur verður farið í endurskipulagninu á leikvöllum á Húsavík og er skólalóðin hluti af því skipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Erindi frá 6. bekk í Borgarhólsskóla, til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið.

Fjölskylduráð - 129. fundur - 04.10.2022

Nemendur í 7. bekk Borgarhólsskóla vilja fylgja eftir bréfi sem þau sendu bænum varandi skólalóðina fyrir um ári síðan.
Fjölskylduráð þakkar nemendum 7. bekkjar Borgarhólsskóla fyrir erindið. Á þessu ári var unnið að endurnýjun sparkvalla við skólann og nú er að hefjast vinna við hönnun skólalóðarinnar. Þegar hönnun liggur fyrir er hægt að fara í frekari kaup á leiktækjum á skólalóðina.

Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að hugmyndir nemenda verði hafðar til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Á 129. fundi fjölskylduráðs 4. október 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar nemendum 7. bekkjar Borgarhólsskóla fyrir erindið. Á þessu ári var unnið að endurnýjun sparkvalla við skólann og nú er að hefjast vinna við hönnun skólalóðarinnar. Þegar hönnun liggur fyrir er hægt að fara í frekari kaup á leiktækjum á skólalóðina.

Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að hugmyndir nemenda verði hafðar til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar nemendum 7. bekkjar Borgarhólsskóla fyrir erindið og mun leitast við að hafa hugmyndir nemenda til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.