Fjölskylduráð

103. fundur 01. nóvember 2021 kl. 13:00 - 15:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Hermannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2 og 6-14.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 4-5 og 13.
Jón Höskuldsson fræðslfulltrúi sat fundinn undir liðum 3 og 6-7.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

202110087

Páll Hlíðar sækir um styrk að upphæð 500.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna hlaðvarpsgerðar um Sólborgarmálið svokallaða.
Fjölskylduráð þakkar fyrir ítarlega og vel unna styrkumsókn og samþykkir að veita Páli Hlíðari styrk að upphæð 100.000 krónur.

2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

202110144

Björgvin Ingi Pétursson, f.h. Húsavíkurstofu, sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna jólamarkaðar á aðventunni á Húsavík
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu styrk að upphæð 100.000 krónur.

3.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022

202109110

Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur er lögð fram aftur vegna endurskoðunar á afsláttum.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur. Veittur verður systkinaafsláttur fyrir nemendur 20. ára og yngri. Ráðið vísar gjaldskránni til kynningar í byggðarráði og til staðfestingar í sveitarstjórn. Gjaldskráin verður birt á heimasíðu Tónlistarskóla Húsavíkur og Norðurþigns.

4.Samningur við félag eldri borgara Raufarhöfn

202110106

Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu til samnings við Félag eldri borgara á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Félag eldri borgara á Raufarhöfn og felur félagsmálastjóra að kynna samninginn fyrir félaginu.

5.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

202110012

Félagsmálastjóri kynnir fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Ósk um hjólabrettaramp á skólalóð Grunnskóla Raufarhafnar

202110143

Nemendur í Raufarhafnarskóla óska eftir hjólabrettarampi á skólalóð Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna verð á hjólabrettarampi og leggja fyrir ráðið aftur.

7.Erindi frá nemendum Borgarhólsskóla varðandi leiktæki á skólalóð

202110127

Erindi frá 6. bekk í Borgarhólsskóla, til kynningar í fjölskylduráði og umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Fjölskylduráð þakkar 6. bekk í Borgarhólsskóla fyrir erindið og frábærar hugmyndir. Í vetur verður farið í endurskipulagninu á leikvöllum á Húsavík og er skólalóðin hluti af því skipulagi.

8.Félagsstarf ungmenna í Norðurþingi

202110083

Ungmennaráð Norðurþings óskar eftir aðstöðu í Túni fyrir félagsstarf ungmenna á aldrinum 16-25ára.
Fjölskylduráð samþykkir að láta ungmennaráð Norðurþings fá aðstöðu í Túni. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

9.Ósk um afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri vegna konukvölds

202110139

Kvenfélagið Stjarnan óskar eftir afnotum af íþróttahúsinu á Kópaskeri án endurgjalds vegna konukvölds þann 13.nóvember.
Fjölskylduráð samþykkir að Kvenfélagið Stjarnan fái afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri vegna konukvölds.

10.Frístundastyrkur og -reglur 2022

202110132

Fjölskylduráð fjallar um reglur vegna frístundastyrks fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Erindi frá HSÞ - rekstrarstyrkur

202110137

Rekstrarstyrkur til Héraðssambands Þingeyinga, endurnýjun samnings um framlag sveitarfélagsins til reksturs HSÞ.
Fjölskylduráð samþykkir endurnýjun samningsins og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi við HSÞ.

12.Fötlunarráð 2018-2022

201811036

Fyrir fjölskylduráði liggur 16. fundargerð fötlunarráðs, til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

13.Ungmennaráð Norðurþings - 10

2110008F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:05.