Fara í efni

Félagsstarf ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 202110083

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Norðurþings - 10. fundur - 19.10.2021

Til umræðu er félagsstarf ungmenna í Norðurþingi
Ungmennaráð Norðurþings leggur fram eftirfarandi tillögu til Fjölskylduráðs Norðurþings:
Ungt fólk á aldrinum 16-25 ára fái afnot af norðurenda húsnæðisins Túns fyrir félagsstarf t.d. prjónakaffi,spilakvöld,listsköpun og fleira.
Húsið yrði í umsjón Ungmennaráðs Norðurþings sem myndi skipuleggja viðburðina.

Fjölskylduráð - 103. fundur - 01.11.2021

Ungmennaráð Norðurþings óskar eftir aðstöðu í Túni fyrir félagsstarf ungmenna á aldrinum 16-25ára.
Fjölskylduráð samþykkir að láta ungmennaráð Norðurþings fá aðstöðu í Túni. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

Ungmennaráð Norðurþings - 11. fundur - 10.03.2022

Ungmennaráð tók málið áður til umfjöllunar á síðasta fundi sínum og óskaði eftir að ungt fólk á aldrinum 16-25 ára fengi afnot af norðurenda húsnæðisins Túns fyrir félagsstarf.
Tillagan var samþykkt í fjölskylduráði og húsnæðið var skoðað nánar með ungmennaráði.
Einnig var húsnæðið skoðað af starfsmanni eignarsjóðs Norðurþings sem mat viðhaldsþörf norðurhluta hússins það mikla að ekki væri hægt að hefja starfsemi í húsinu. Ekki er áætlað að setja frekara fjármagn í viðhald á húsinu á árinu 2022.
Ungmennaráð er ósátt við niðurstöðuna.
Félagslíf ungs fólks þarfnast úrbóta.
Krakkar sem útskrifast úr framhaldsskóla og búa á Húsavík hafa ekkert að gera. Krakkar sem flytja í burt og fara í háskóla hafa litla löngun til að flytja til baka þar sem að það er lítið framboð af afþreyingu fyrir ungt fólk.