Fara í efni

Ungmennaráð Norðurþings

11. fundur 10. mars 2022 kl. 20:30 - 21:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Bergdís Björk Jóhannsdóttir formaður
  • Árdís Rún Þráinsdóttir varaformaður
  • Lea Hrund Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Kristín Káradóttir varamaður sat einnig fundinn.

1.Félagsstarf ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 202110083Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók málið áður til umfjöllunar á síðasta fundi sínum og óskaði eftir að ungt fólk á aldrinum 16-25 ára fengi afnot af norðurenda húsnæðisins Túns fyrir félagsstarf.
Tillagan var samþykkt í fjölskylduráði og húsnæðið var skoðað nánar með ungmennaráði.
Einnig var húsnæðið skoðað af starfsmanni eignarsjóðs Norðurþings sem mat viðhaldsþörf norðurhluta hússins það mikla að ekki væri hægt að hefja starfsemi í húsinu. Ekki er áætlað að setja frekara fjármagn í viðhald á húsinu á árinu 2022.
Ungmennaráð er ósátt við niðurstöðuna.
Félagslíf ungs fólks þarfnast úrbóta.
Krakkar sem útskrifast úr framhaldsskóla og búa á Húsavík hafa ekkert að gera. Krakkar sem flytja í burt og fara í háskóla hafa litla löngun til að flytja til baka þar sem að það er lítið framboð af afþreyingu fyrir ungt fólk.

2.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur nú til skoðunar að byggja fjölnota húsnæði fyrir frístundar og félagsstarf.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti málið fyrir ungmennaráði.
Ungmennaráð fagnar því að það sé verið að byggja upp fjölnota húsnæði fyrir frístundar og félagsstarf.
Ungmennaráð óskar eftir því að fá aðkomu að hönnun og skipulagi hússins.
Að lokum vill ráðið benda á að það tekur tíma að byggja húsið og fram að því er stór hluti ungmenna ekki með aðstöðu fyrir félagslíf.

3.Landsþing ungmenna 2022

Málsnúmer 202203063Vakta málsnúmer

Samfés stendur fyrir landsþingi ungmenna 1-3 apríl næstkomandi.
Dagskrá og skipulag þingsins er kynnt fyrir hópnum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:30.