Skipulags- og framkvæmdaráð

130. fundur 09. ágúst 2022 kl. 13:00 - 14:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Soffía Gísladóttir formaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
  Aðalmaður: Kristinn Jóhann Lund
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
  Aðalmaður: Áki Hauksson
 • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
 • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Drafnargötu 1

202208002

Gluggagerðin, f.h. lóðarhafa, óskar byggingarleyfis fyrir parhúsi að Drafnargötu 1 á Kópaskeri. Húsið er hefðbundið timburhús, 194 m² að grunnfleti sem skiptist jafnt á tvær íbúðir. Húsið er teiknað af Halldóri Þór Arnarsyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.


2.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi

202205062

Á fundi ráðsins þann 5. júlí s.l. var fjallað um tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi. Sú tillaga hefur nú verið endurskoðuð í samráði við landeiganda á svæðinu. Endurskoðunin felur í sér að byggingarreitur undir starfsmannahús er settur í SV-horn lóðar fyrirtækisins en í fyrri tillögu var byggingarreiturinn í SA-horni lóðar. Þess er óskað að breytt tillaga verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

3.Víkurraf ehf.óskar eftir umsögn vegna lóðar á Höfða

202208001

Víkurraf ehf. óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um stofnun sjálfstæðrar lóðar Höfða 8a úr lóð Höfða 8 skv. deiliskipulagi Höfða á Húsavík. Víkurraf hefur áhuga á að reisa sér hentugt húsnæði undir sína starfsemi og telur hluta lóðar Höfða 8 henta undir fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem fæli í sér að lóðinni að Höfða 8 verði skipt upp í tvær lóðir, Höfða 8a og 8b.

4.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistngar fyrir Garðarsbraut 12

202208004

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Garðarsbraut 12, Bjarnabúð, á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn Norðurþings um erindið.

5.Umsókn um stækkun lóðar við Uppsalaveg 5

202208005

Hallur Þór Hallgrímsson og Unnur Ósk Gísladóttir óska eftir að almenningsbílastæði framan við eign þeirra að Uppsalavegi 5 verði sameinað lóð þeirra. Þau telja að ekki sé lengur þörf fyrir almenningsbílastæði á þessum stað þar sem nálægir lóðarhafar hafa útbúið bílastæði á sínum lóðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis.

6.Vegagerðin óskar eftir leyfi fyrir myndavélum og veðurstöð við Dettifossveg

202208007

Vegagerðin óskar samþykkis Norðurþings fyrir uppsetningu tveggja myndavéla og veðurstöðvar við Dettifossveg. Myndavélar yrðu settar á 6-12 m há möstur og í um 20-30 m fjarlægð frá vegi. Meðfylgjandi erindi eru loftmyndir þar sem merktar hafa verið staðsetningar mannvirkja.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst fyrir sitt leiti á uppsetningu myndavéla og veðurstöðvar til samræmis við erindi. Ráðið minnir engu að síður á að umsækjandi þarf að afla samþykkis þjóðgarðsyfirvalda áður en búnaður er settur upp.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings skorar á Vegagerðina að tryggja fulla vetrarþjónustu á Dettifossvegi 862.
Full vetrarþjónusta á Dettifossvegi myndi styðja við stefnu stjórnvalda um að jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu og einnig er aukin vetrarþjónusta afar mikilvæg fyrir þá miklu atvinnu uppbyggingu sem á sér stað í Kelduhverfi og Öxarfirði, tengir saman svæði og nýtir fjárfestingu sem ríkið hefur þegar byggt upp.

7.Beiðni um umsögn vegna jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1

202208013

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1. Fyrir liggur greinargerð Landsnets með fyrirspurn um matsskyldu framkvæmdarinnar dags. 2. ágúst 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd skv. greinargerð Landsnets. Ráðið telur að góð grein sé gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í greinargerðinni. Ráðið fagnar því að strengur verði lagður í jörðu meðfram gamla Þeistareykjavegi, enda mun það auka öryggi línunnar. Ráðið tekur undir sjónarmið sem fram koma í greinargerðinni um að vel hafi tekist til við að þekja röskunarsvæði fyrri framkvæmda á Þeistareykjum með staðargróðri og væntir þess að hliðstæður árangur náist í fyrirhugaðri framkvæmd. Því ættu umhverfisáhrif til lengri tíma að vera lítil. Vinna þarf breytingar á aðalskipulagi Norðurþings vegna framkvæmdarinnar og lýsir ráðið sig reiðubúið til samvinnu þar að lútandi.

8.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

202111014

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er innleiðing hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.

9.Sorpmál á Raufarhöfn

202208016

Beiðni um úrbætur á sorpmálum á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá sorphirðudagatal hjá rekstraraðila og birta á heimasíðu Norðurþings.

10.Leiga á rafhlaupahjólum

202206114

Á 400. fundi byggðarráðs 30.06.2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið Norðurþing geri þjónustusamning og samstarfsyfirlýsingu við Hopp ehf. kt: 620321-1410 um deilileigu fyrir rafskútur á Húsavík. Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga og birta samstarfsyfirlýsinu á vefsíðu Norðurþings, málinu er vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

11.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

202102059

Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjórum að fara yfir valdheimildir sínar eins og þær birtast í drögum að viðaukum við samþykkt Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun fjalla um drögin aftur á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 14:55.