Fara í efni

Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi

Málsnúmer 202205062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Ómar Ívarsson, f.h. Rifóss hf, óskar eftir heimild til að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi. Breytingar myndu fela í sér stækkun byggingarreits C til suðurs og skilgreiningu byggingarreits fyrir gistiskála starfsmanna fyrir sunnan byggingarreit C. Ennfremur er horft til þess að rýmka heimilaðar stærðir og hæðir bygginga á byggingarreit F.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar gerð tillögu að breytingu deiliskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Byggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022

Á 129. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022

Á fundi ráðsins þann 5. júlí s.l. var fjallað um tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi. Sú tillaga hefur nú verið endurskoðuð í samráði við landeiganda á svæðinu. Endurskoðunin felur í sér að byggingarreitur undir starfsmannahús er settur í SV-horn lóðar fyrirtækisins en í fyrri tillögu var byggingarreiturinn í SA-horni lóðar. Þess er óskað að breytt tillaga verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Á 130. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 138. fundur - 08.11.2022

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Fiskistofu.

1. Náttúrufræðistofnun telur að í ljósi staðsetningar byggingarreita muni fyrirhugaðar framkvæmdir ekki valda raski á sérstökum hraunmyndunum. Stofnunin nefnir einnig að ferlaufungur, planta á válista Náttúrufræðistofnunar, hafi fundist í nágrenni skipulagssvæðis og að mögulegt sé að hana sé að finna innan framkvæmdasvæðis. Almennt beri að vanda allar framkvæmdir og forðast óþarfa rask.

2. Umhverfisstofnun bendir á að skipulagssvæðið sé á nútímahrauni sem nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Stofnunin bendir á að skylt sé að afla framkvæmdaleyfis og eftir atvikum byggingarleyfis vegna allra framkvæmda á landi sem nýtur sérstakrar verndar. Við mat á leyfisumsókn ber að vega saman mikilvægi náttúruminja sem í húfi eru og hagsmuni af fyrirhugaðri framkvæmd. Við matið skuli tekið mið af mikilvægi minjanna og sérstöðu í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Ákveði leyfisveitandi að veita leyfi skal hann með vísan í 5. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir voru við útfærslur framkvæmdarinnar. Afrit af útgefnu leyfi skal sent Umhverfisstofnun.

3. Skipulagsstofnun telur að þrennt þurfi að skýra nánar í skipulaginu: 1. Skýrt þarf að vera í tillögunni hvort gistiskálar séu varanlegir bústaðir eða tímabundnar starfsmannaíbúðir. 2. Áður en deiliskipulag tekur gildi þarf að liggja fyrir undanþága frá skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar byggingarreits frá stofn- /tengivegum. 3. Gera þarf grein fyrir hvað núverandi hús yfir ker innan byggingarreits er stórt og hvað sé heimilt að byggja mikið við það. Gera þarf grein fyrir heildarbyggingarmagni innan reitsins.

4. Minjastofnun telur að gera þurfi grein fyrir aldursfriðuðum minjum og lagalegri stöðu þeirra í greinargerð með skipulaginu. Ekki má raska fornleifum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Setja þarf litrík flögg umhverfis allar minjar á framkvæmdatíma til að tryggja að umferð vinnuvéla og ökutækja fari ekki yfir skráðar minjar eða að þeim verði raskað af vangá.

5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulaginu en minnir á umsögn HNE frá 17. janúar 2020.

6. Vegagerðin kemur með ábendingar í þremur liðum: 1. Sýna skal veghelgunarsvæði á skipulagsuppdrætti. 2. Æskilegt er að hafa tengingar við þjóðvegi sem fæstar og samnýta þær tengingar sem fyrir eru. 3. Skv. skipulagsreglugerð skal ekki byggja íbúðir eða frístundahús nær héraðsvegi en 50 m. Séu hús nær vegi en segir í skipulagsreglugerð mun Vegagerðin ekki koma að aðgerðum síðar vegna óþæginda frá vegi og umferð.

7. Fiskistofa telur að bygging starfsmannahúss sé ekki líkleg til að hafa áhrif á lax- eða silungsveiðihagsmuni. Fiskistofa bendir þó á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 frá bakka kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu sbr. 33. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar innsendar umsagnir.

1. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að fyrirhugaðar framkvæmdir á skipulagssvæðinu séu ekki líklegar til að raska sérstökum hraunmyndunum, sbr. greinargerð. Ráðið telur umsögnina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki sé að finna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði sérstakar hraunmyndanir sem vernda þarf með ákvæðum 61. gr. náttúruverndarlaga eins og staðháttalýsing greinargerðar ber með sér. Engu að síður telur ráðið rétt að árétta í greinargerð að lágmarka skuli rask á sýnilegu hrauni á svæðinu.

3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir Skipulagsstofnunar gefa tilefni til eftirfarandi viðbragða: 3.1. Skilgreina þarf í greinargerð að fyrirhuguð starfsmannahús séu varanlegar byggingar sem ætlaðar eru undir tímabundna búsetu starfsmanna fiskeldisins. 3.2. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita samþykkis ráðuneytis fyrir undanþágu vegna nálægðar byggingarreits starfsmannahúsa við héraðsveg. 3.3. Færa þarf inn í greinargerð stærð fyrirliggjandi húss yfir ker innan byggingarreits og hvað heimilt sé að byggja við það. Ennfremur skal í greinargerð gera grein fyrir heildarbyggingarmagni innan reitsins.

4. Gera skal grein fyrir aldursfriðuðum minjum og lagarlegri stöðu þeirra í greinargerð skipulagsins. Ennfremur skal setja í skipulagi kvaðir um að setja þurfi upp litrík flögg umhverfis allar minjar á framkvæmdatíma til að tryggja að umferð vinnuvéla og ökutækja raski ekki minjunum.

5. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gefur ekki tilefni til breytinga skipulagstillögunnar.

6. Að ábendingu Vegagerðar skal færa veghelgunarsvæði inn á skipulagsuppdrátt. Til að lágmarka rask á nútímahrauni telur skipulags- og framkvæmdaráð rétt að halda tveimur tengingum frá héraðveginum að lóðinni eins og skipulagstillaga sýnir. Sótt verður um undanþágu vegna nálægðar byggingarreita við héraðsveg.

7. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsögn Fiskistofu ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 140. fundur - 22.11.2022

Skipulagsráðgjafi hefur breytt deiliskipulagstillögu eldisstöðvar Rifóss í Kelduhverfi til samræmis við óskir skipulags- og framkvæmdaráðs frá 138. fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagstillögunnar til samræmis við óskir ráðsins frá 138. fundi og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt ef ráðuneyti samþykkir undanþágu vegna nálægðar byggingarreits við þjóðveg sbr. bókun ráðsins frá 138. fundi. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistökuna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Á 138. fundi skipulags- og framkvæmdarráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar innsendar umsagnir.

1. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að fyrirhugaðar framkvæmdir á skipulagssvæðinu séu ekki líklegar til að raska sérstökum hraunmyndunum, sbr. greinargerð. Ráðið telur umsögnina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki sé að finna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði sérstakar hraunmyndanir sem vernda þarf með ákvæðum 61. gr. náttúruverndarlaga eins og staðháttalýsing greinargerðar ber með sér. Engu að síður telur ráðið rétt að árétta í greinargerð að lágmarka skuli rask á sýnilegu hrauni á svæðinu.

3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir Skipulagsstofnunar gefa tilefni til eftirfarandi viðbragða: 3.1. Skilgreina þarf í greinargerð að fyrirhuguð starfsmannahús séu varanlegar byggingar sem ætlaðar eru undir tímabundna búsetu starfsmanna fiskeldisins. 3.2. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita samþykkis ráðuneytis fyrir undanþágu vegna nálægðar byggingarreits starfsmannahúsa við héraðsveg. 3.3. Færa þarf inn í greinargerð stærð fyrirliggjandi húss yfir ker innan byggingarreits og hvað heimilt sé að byggja við það. Ennfremur skal í greinargerð gera grein fyrir heildarbyggingarmagni innan reitsins.

4. Gera skal grein fyrir aldursfriðuðum minjum og lagarlegri stöðu þeirra í greinargerð skipulagsins. Ennfremur skal setja í skipulagi kvaðir um að setja þurfi upp litrík flögg umhverfis allar minjar á framkvæmdatíma til að tryggja að umferð vinnuvéla og ökutækja raski ekki minjunum.

5. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gefur ekki tilefni til breytinga skipulagstillögunnar.

6. Að ábendingu Vegagerðar skal færa veghelgunarsvæði inn á skipulagsuppdrátt. Til að lágmarka rask á nútímahrauni telur skipulags- og framkvæmdaráð rétt að halda tveimur tengingum frá héraðveginum að lóðinni eins og skipulagstillaga sýnir. Sótt verður um undanþágu vegna nálægðar byggingarreita við héraðsveg.

7. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsögn Fiskistofu ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.