Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

128. fundur 01. desember 2022 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
 • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
 • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
 • Eiður Pétursson aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Soffía Gísladóttir aðalmaður
 • Áki Hauksson aðalmaður
 • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
 • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um undirkjörstjórnir í Norðurþingi fyrir kjörtímabilið 2022-2026.

Undirkjörstjórn 1. Húsavík:
Jón Höskuldsson
Jóna Matthíasdóttir
Erla Bjarnadóttir

Varamenn:
Agnieszka Anna Szczodrowska
Karin Gerhartl
Kristján Gunnar Óskarsson


Undirkjörstjórn 2. Húsavík:
Anna Sigrún Jónsdóttir
Freyr Ingólfsson
S. Rakel Matthíasdóttir

Varamenn:
Gunnhildur Gunnsteinsdóttir
Lilja Friðriksdóttir
Víðir Svansson


Undirkjörstjórn 3. Kelduhverfi:
Ingveldur Árnadóttir
Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir
Sigrún Björg Víkingur

Varamenn:
Salbjörg Matthíasdóttir
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir


Undirkjörstjórn 4. Öxarfirði:
Guðmundur S. Ólafsson
Hulda Hörn Karlsdóttir
Guðfinna Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
Rúnar Þórarinsson
Jón Ármann Gíslason
Alda Jónsdóttir

Undirkjörstjórn 5. Raufarhöfn:
Svava Árnadóttir
Sigrún Björnsdóttir
Margrét Höskuldsdóttir

Varamenn:
Guðný Hrund Karlsdóttir
Halldór Þórólfsson
Friðgeir GunnarssonEinnig liggur fyrir sveitarstjórn tillaga um að fulltrúar Norðurþings í stjórn Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands verði Soffía Gísladóttir sem aðalfulltrúi og Aldey Unnar Traustadóttir til vara.
Tillaga um undirkjörstjórnir í Norðurþingi fyrir kjörtímabilið 2022-2026 er samþykkt samhljóða.


Tillaga um að fulltrúar Norðurþings í stjórn Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands er samþykkt samhljóða.

2.Álagning gjalda 2023

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Á 413. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir og vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi liggur fyrir í framlögðu yfirliti um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.


Útsvar 14,52%


Fasteignaskattur:

A flokkur 0,460%

B flokkur 1,32%

C flokkur 1,55%Lóðaleiga 1 1,50%

Lóðaleiga 2 2,50%


Vatnsgjald:


A flokkur 0,050%

B flokkur 0,450%

C flokkur 0,450 %


Holræsagjald:


A flokkur 0,100%

B flokkur 0,275%

C flokkur 0,275%


Sorphirðugjald:

A flokkur - heimili 68.905 kr.

B flokkur - sumarhús 34.541 kr.
Til máls tóku: Katrín og Hafrún.


Tillaga um útsvar er samþykkt samhljóða.

Tillaga um fasteignaskatt er samþykkt samhljóða.

Tillaga um lóðaleigu er samþykkt samhljóða.

Tillaga um vatnsgjald er samþykkt samhljóða.

Tillaga um holræsagjald er samþykkt samhljóða.

Tillaga um sorphirðugjald er samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2023

Málsnúmer 202210076Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2023.

Gjaldskrár félagsþjónustu:
Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna - lagt til 5,5% hækkun sbr. spár um launavísitölu.
Gjaldskrá Þjónustan Heim - lagt er til 11,7% hækkun í samræmi við spágildi Hagstofu Íslands.
Gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10-17 ára (Miðjan og Borgin) - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrár Miðjan Hæfing - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Borgin sumarfrístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá ferðaþjónustu - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.

Gjaldskrár fræðslusviðs:
Gjaldskrá leikskóla - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá frístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Tónlistarskóli Húsavíkur - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.

Gjaldskrár tómstunda- og æskulýðssviðs - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbólguspá.

Gjaldskrá menningarsviðs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá

Gjaldskrár framkvæmdasviðs:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds - lagt er til 20% lækkun.
Gjaldskrá meðhöndlun og förgun úrgangs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.

Gjaldskrá Hafnasjóðs - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbóluspá.

Gjaldskrá slökkviliðs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Til máls tóku: Helena, Soffía, Katrín og Ingibjörg.


Gjaldskrár félagsþjónustu eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrár fræðslusviðs eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrár tómstunda- og æskulýðssviðs eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrá menningarsviðs er samþykkt samhljóða.

Gjaldskrár framkvæmdasviðs eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrá hafnasjóðs er samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá slökkviliðs er samþykkt samhljóða.Gjaldskrár sveitarfélagsins verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins og í B-deild Stjórnartíðindi eftir sem við á.

4.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.

Til máls tóku: Katrín, Hafrún og Ingibjörg.

Bókun meirihluta sveitarstjórnar:
Áætlun ársins 2023 og þriggja ára áætlun endurspegla að okkar mati ábyrgan rekstur og skynsamlega forgangsröðun. Verið er að efla grunnþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og forgangsröðun fjármuna í velferðar- og skólamál. Við teljum nauðsynlegt að ráðast í hagræðingar með það markmið að leiðarljósi að einfalda skipulag og starfsemi sveitarfélagsins til að þjónusta íbúa betur en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum. Við leggjum upp með að stilla gjöldum í hóf því almennt eru gjaldskrár ekki að fylgja þeim kostnaðarhækkunum sem liggja fyrir.
Í fjárhagsáætlun kemur fram að umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum sveitarfélagsins á næsta ári og má þar nefna uppbygging nýs hjúkrunarheimilis og uppbygging frístunda- og félagsmiðstöðvar fyrir unga fólkið. Jafnframt verður farið í viðamiklar fjárfestingar í höfnum sveitarfélagsins en samhliða því verður einnig fjármunum markvisst varið í viðhald eigna sveitarfélagsins.
Við gerð fjárhagsáætlunar ríkti mikil óvissa um framvindu efnahags- og kjaramála og ekki síður vegna verðbólgu sem hefur ekki verið hærri á heimsvísu í langan tíma og er Ísland þar engin undantekning. Áherslur okkar birtast í því að álögur á íbúa verði í takt við verðlagsþróun á landinu en að sama skapi gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins til að geta þjónustað íbúa sveitarfélagsins á hagkvæman hátt.
Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir

Minnihluti telur óábyrgt að samþykkja fjárhagsáætlun ársins 2023 þar sem gert er ráð fyrir töluverðum halla á rekstri sveitarfélagsins og munum því sitja hjá. Fulltrúar minnihluta þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við gerð fjárhagsáætlunar og vilja í leiðinni nýta tækifærið og óska starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum norðurþings gleðilegrar hátíðar og farsæls nýs árs.
Aldey Unnar Traustadóttir
Áki Hauksson
Benóný Valur Jakobsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Fjárhagsáætlun 2023 borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg sátu hjá.Þriggja ára áætlun 2024-2026 borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg sátu hjá.

5.Framkvæmdaáætlun 2023

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Á 414. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Soffía og Aldey.


Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

6.Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings

Málsnúmer 202207036Vakta málsnúmer

Á 414. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar meðfylgjandi drögum að nýju skipuriti til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún og Ingibjörg.


Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings 2023

Málsnúmer 202210069Vakta málsnúmer

Á 7. fundi Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2023 borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

8.Framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs Norðurþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202211064Vakta málsnúmer

Á 7. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftifarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árin 2023-2026 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Eiður og Áki.

Framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2023-2026 borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar

Málsnúmer 202211103Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar.
Gjaldskráin er samþykkt samhljóða.

10.Störf undanskilin verkfallsheimild hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202201064Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar listi yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Hjálmar vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir listann samhljóða.

Auglýsingin verður birt í Stjórnartíðindum.

11.Flutningur á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra sf. til HSN

Málsnúmer 202211141Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar stjórnarfundur DA sf. frá 24. nóvember sl. þar sem var fjallað um drög að samkomulag milli heilbrigðisráðuneytis og Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu um flutning á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Til máls tóku: Helena og Aldey.

Lagt fram til kynningar.

12.Breyting á deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi

Málsnúmer 202205062Vakta málsnúmer

Á 138. fundi skipulags- og framkvæmdarráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar innsendar umsagnir.

1. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að fyrirhugaðar framkvæmdir á skipulagssvæðinu séu ekki líklegar til að raska sérstökum hraunmyndunum, sbr. greinargerð. Ráðið telur umsögnina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki sé að finna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði sérstakar hraunmyndanir sem vernda þarf með ákvæðum 61. gr. náttúruverndarlaga eins og staðháttalýsing greinargerðar ber með sér. Engu að síður telur ráðið rétt að árétta í greinargerð að lágmarka skuli rask á sýnilegu hrauni á svæðinu.

3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir Skipulagsstofnunar gefa tilefni til eftirfarandi viðbragða: 3.1. Skilgreina þarf í greinargerð að fyrirhuguð starfsmannahús séu varanlegar byggingar sem ætlaðar eru undir tímabundna búsetu starfsmanna fiskeldisins. 3.2. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita samþykkis ráðuneytis fyrir undanþágu vegna nálægðar byggingarreits starfsmannahúsa við héraðsveg. 3.3. Færa þarf inn í greinargerð stærð fyrirliggjandi húss yfir ker innan byggingarreits og hvað heimilt sé að byggja við það. Ennfremur skal í greinargerð gera grein fyrir heildarbyggingarmagni innan reitsins.

4. Gera skal grein fyrir aldursfriðuðum minjum og lagarlegri stöðu þeirra í greinargerð skipulagsins. Ennfremur skal setja í skipulagi kvaðir um að setja þurfi upp litrík flögg umhverfis allar minjar á framkvæmdatíma til að tryggja að umferð vinnuvéla og ökutækja raski ekki minjunum.

5. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gefur ekki tilefni til breytinga skipulagstillögunnar.

6. Að ábendingu Vegagerðar skal færa veghelgunarsvæði inn á skipulagsuppdrátt. Til að lágmarka rask á nútímahrauni telur skipulags- og framkvæmdaráð rétt að halda tveimur tengingum frá héraðveginum að lóðinni eins og skipulagstillaga sýnir. Sótt verður um undanþágu vegna nálægðar byggingarreita við héraðsveg.

7. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsögn Fiskistofu ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5

Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer

Á 139. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem komu við kynningu deiliskipulagsbreytingarinnar. 1. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagssvæðinu hafi öllu verið raskað í fyrri tíð og sér ekki mikla möguleika í að varðveita núverandi gróður við uppbyggingu svæðisins skv. deiliskipulaginu. Rétt er hinsvegar að halda því til haga að skipulagsbreytingin felst m.a. í því að stækka óbyggt svæði með opnum lækjarfarvegi sem nýtast mun fuglalífi innan skipulagssvæðisins. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 3. Umsögn Minjastofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 4. Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 5. Fyrirhuguð gönguleið verði færð út fyrir núverandi bílastæði Grundargarðs 4 & 6. Við það skerðast lóðir að Stóragarði 14 & 16 lítilsháttar. 6. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að þakform allra húsa á óbyggðum lóðum verði frjálst. Ráðið telur tilefnislaust að takmarka fjölda herbergja íbúða í greinargerðinni. Ráðið felur skipulagsráðgjafa í samráði við skipulagsfulltrúa að samræma texta greinargerðar og skipulagsuppdráttar skv. ábendingum. 7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta hliðra lóðarnúmerum við Stóragarð þannig að lóð umhverfis íbúðarkjarna Víkur verði 14 í stað 12 og hærri lóðarnúmer hliðrist að sama skapi frá því sem sýnt er á kynntum uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

14.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs

Málsnúmer 202208126Vakta málsnúmer

Á 140. fundi skipluags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tóku: Soffía og Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

15.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Á 7. fundi stjórnar Hafnajóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Meirihluti Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings telur að breytingar deiliskipulagstillögunnar séu í samræmi við óskir stjórnar frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 og leggur til við sveitarstórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Áki Hauksson vísar í fyrri bókun sína frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 varðandi deiliskipulag Norðurhafnarsvæðis á Húsavík.
Til máls tóku: Soffía, Áki, Hjálmar, Ingibjörg, Benóný, Hafrún, Eiður, Helena og Aldey.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Í gildandi deiliskipulagi skilgreinist hafnarsvæði H2 á norðurhafnarsvæði Húsavíkur sem athafnasvæði hafnarinnar, geymslu- og gámasvæði, ásamt fjórum byggingarlóðum. Fyrirtækið Íslandsþari, sem hyggur á uppbyggingu lífhreinsistöðvar á Húsavík, hefur óskað eftir verulegum hluta H2 sem byggingarlóð fyrir sína starfsemi. Forsenda fyrir úthlutun lóðar að ósk Íslandsþara er breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar þar skilgreind verði nægilega stór lóð fyrir uppbygginguna. Jafnframt þarf að skilgreina í deiliskipulagi byggingarskilmála þeirrar lóðar þar sem skilgreindur verður byggingarreitur og aðrir skilmálar fyrir notkun lóðarinnar.
Það er stjórn Hafnarsjóðs sem fer með skipulagsmál á hafnarsvæðinu og hefur meirihluti stjórnarinnar vísað þessari tillögu að breytingu deiliskipulags til sveitarstjórnar og leggur til að hún verði auglýst til kynningar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga. Skipulags- og framkvæmdaráð lét vinna fyrstu tillögu að breytingu deiliskipulagsins en hafnarstjórn lét vinna breytingar á þeirri tillögu og er sú tillaga hafnarstjórnar hér til umfjöllunar. Það er mat hafnarstjórnar að um sé að ræða verulega breytingu deiliskipulagsins og því sé rétt að fylgja sama skipulagsferli og fyrir nýtt deiliskipulag.
Með því að setja deiliskipulagstillöguna í fullt kynningarferli samkvæmt skipulagslögum gefst öllum, sem áhuga hafa, tækifæri til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, en athugasemdafrestur er að lágmarki sex vikur frá birtingu auglýsingar.
Að athugasemdafresti loknum verður tekin afstaða til þeirra athugasemda og ábendinga sem berast við kynningu skipulagstillögunnar. Gera má ráð fyrir að skipulags- og framkvæmdaráð geri tillögu að úrvinnslu athugasemda til stjórnar hafnarstjóðs sem aftur gerir tillögu að lokaafgreiðslu í sveitarstjórn. Athugasemdir geta kallað á breytingar skipulagstillögunnar eða jafnvel leitt til þeirrar afstöðu að hætt verði við skipulagsbreytinguna alfarið.Áki Hauksson fulltrúi M-Listans óskar bókað:
Það sætir furðu að keyra eigi deiliskiplagið á Norðurhafnarsvæði í gegn svo Íslandsþari geti reist þar verksmiðju sína. Eins og svo oft áður þá hef ég bent á að athafnarsvæðið við höfnina minnkar gríðarlega mikið við þessa byggingu Íslandsþara, stækki Bakki á komandi árum verður ekkert athafnarpláss á þessu svæði sem lageraðstaða fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka rísi verksmiðja Íslandsþara. Einnig liggja fyrir gögn þar sem vægast sagt er varað við þessari staðsetningu á Norðuhafnarasvæðinu H2. Þær upplýsingar sem liggja í þessum gögnum varðar klárlega almenning og ætti það að vera næg ástæða til að núllstilla þetta skipulagsslys sem fyrirhugað er á þessum stað á Norðurhafnarsvæði H2.


Fulltrúar V-lista, Ingibjörg og Aldey ásamt fulltrúa M-lista, Áka óska bókað:
Stjórnsýslunni ber að fara eftir meginreglu í lögum um Náttúruvernd en þar segir að ákvarðanir er varða náttúruna skuli teknar af vísindalegri þekkingu eins og kostur er. Fjölmörgum spurningum er ósvarað og teljum við að með því að samþykkja deiliskipulag um lóð fyrir verksmiðju sem hyggst landa 40.000 tonnum af stórþara á ári í tilraunaskyni sé það ekki upplýst ákvörðun.


Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki og Ingibjörg greiða atkvæði á móti.

16.Ungmennaráð 2022 - 2023

Málsnúmer 202210048Vakta málsnúmer

Á 135. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð hefur eftirfarandi tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings fyrir árið 2022-2023:

Lilja Mist Birkisdóttir
Borgarhólsskóli
Friðrika Bóel Ödudóttir FSH
Hrefna Björk Hauksdóttir FSH
Bergsteinn Jökull Jónsson Öxarfjarðarskóli / Raufarhöfn
Bergdís Björk Jóhannsdóttir fulltrúi af vinnumarkaði


Varamenn eru
Andri Már Sigursveinsson FSH
Hjördís Inga Garðarsdóttir
Borgarhólsskóli
Díana Sankla Sigurðardóttir Öxarfjarðarskóli/Raufarhöfn
Sylvía Lind Henrýsdóttir
fulltrúi af vinnumarkaði


Fjölskylduráð samþykkir tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Benóný, Ingibjörg, Helena og Hjálmar.

Staðfest samhljóða.

17.Reglur afreks og viðurkenningarsjóðs Norðurþings

Málsnúmer 202211099Vakta málsnúmer

Á 135. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tók: Helena.

Staðfest samhljóða.

18.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2023

Málsnúmer 202211097Vakta málsnúmer

Á 414. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi starfræna húsnæðisáætlun fyrir árið 2023 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Staðfest samhljóða.

19.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSH - 2023

Málsnúmer 202211134Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði.
Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 23. nóvember 2022 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 17. nóvember sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2023 verði óbreytt frá fyrra ári eða 72%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins, vegna endurgreiðsluhlutfalls réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.

20.Hraðið nýsköpunarmiðstöð óskar eftir stuðningi Norðurþings með samningi um vinnuaðstöðu og þjónustu fyrir Norðurþing og eflingu nýsköpunarstarfs.

Málsnúmer 202201093Vakta málsnúmer

Aldey Unnar Traustadóttir óskar eftir að málið sé tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.

Á 414. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð þakkar þeim Lilju Berglindi og Stefáni Pétri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfseminni á Stéttinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi sem samþykktur var á 396. fundi þann 12. maí 2022. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiði 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs. Norðurþing færir Stéttinni gjöf við opnun starfseminnar núna í desember og nemur upphæðin allt að 1,5 m.kr.
Til máls tóku: Aldey, Soffía, Benóný, Hafrún og Eiður.

Aldey leggur til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að ganga frá rekstrarsamningi til eins árs frá 1. desember 2022 til 30. nóvember 2023 við Hraðið miðstöð nýsköpunar á Hafnarstéttinni á Húsavík að upphæð kr. 3.600.000.


Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn telur mikil samfélagsleg verðmæti felast í því samstarfi sem átt hefur sér stað á milli heimafjárfestis og stofnana sem byggðar hafa verið upp á síðustu árum og reknar eru fyrir rekstrarframlag frá ríkinu ásamt sjálfsaflafé. Þarna hefur tekist einstaklega vel til svo eftir er tekið. Nú þegar tekur Sveitarstjórn Norðurþings þátt í að fjármagna rekstur FabLab Húsavík.

Sveitarstjórn telur eðlilegt að Norðurþing taki virkan þátt og styðji við þessa mikilvægu innviði, sem líklegir eru til að auka enn aðdráttarafl Húsavíkur sem búsetukosts, ekki síst fyrir yngra fólk á vinnumarkaði og frumkvöðla á atvinnumarkaði svæðisins.


Tillaga Aldeyjar er samþykkt samhljóða.

21.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211102Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur trúnaðarmál til staðfestingar.
Fært í trúnaðarmálabók.

22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 137

Málsnúmer 2210010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 137. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 5 "Húsnæði fyrir frístund barna": Benóný, Eiður, Soffía og Aldey.

Fulltrúar M, S og V lista óska bókað:
Fyrirhuguð viðbygging við íþróttahúsið á Húsavík sem hýsa á m.a starf frístundar er að okkar mati ekki góð framkvæmd. Þessi viðbygging mun hefta verulega til framtíðar alla stækkunarmöguleika á húsinu til íþróttaiðkunar. Eins hafa vaknað efasemdir um staðsetninguna þar sem hagsmunaaðilar hafa lýst þeirri skoðun sinni að betur færi að þessi starfsemi væri tengd grunnskólanum. Því teljum við að sú hugmynd að byggja við mötuneyti Borgarhólsskóla þá norðan við og byggt í austur sé betur fallin til að sætta flest sjónarmið og sannarlega gera framtíðaruppbyggingu íþróttahússins mögulega, við skorum á meirihlutann að skoða þessa hugmynd vel og vandlega með framtíðina í huga.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

23.Skipulags- og framkvæmdaráð - 138

Málsnúmer 2211002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 138. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Skipulags- og framkvæmdaráð - 139

Málsnúmer 2211006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 139. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 6 "Nýtt gólf og stúka í íþróttahöll á Húsavík": Benóný, Soffía og Hjálmar.Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

25.Skipulags- og framkvæmdaráð - 140

Málsnúmer 2211009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 140. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð - 132

Málsnúmer 2210012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 132. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð - 133

Málsnúmer 2211001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 133. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Fjölskylduráð - 134

Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 134. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

29.Fjölskylduráð - 135

Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 135. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

30.Byggðarráð Norðurþings - 411

Málsnúmer 2210009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 411. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

31.Byggðarráð Norðurþings - 412

Málsnúmer 2211004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 412. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

32.Byggðarráð Norðurþings - 413

Málsnúmer 2211007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 413. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Áætlanir vegna ársins 2023": Aldey.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

33.Byggðarráð Norðurþings - 414

Málsnúmer 2211010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 414. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

34.Orkuveita Húsavíkur ohf - 238

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 238. fundar orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

35.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 6

Málsnúmer 2210011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 6. fundar stjórnar Hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

36.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 7

Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 7. fundar stjórnar Hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.