Fara í efni

Hraðið nýsköpunarmiðstöð óskar eftir stuðningi Norðurþings með samningi um
um vinnuaðstöðu og þjónustu fyrir Norðurþing og eflingu nýsköpunarstarfs.

Málsnúmer 202201093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Á fund byggðarráðs mæta þau Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri og Stefán Pétur Sólveigarson verkefnastjóri frá Þekkingarneti Þingeyinga og kynna margháttaða starfsemi Þekkingarnetsins sem fram fer á hafnarstéttinni.
Byggðarráð þakkar þeim Lilju Berglindi og Stefáni Pétri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfseminni á Stéttinni.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi sem samþykktur var á 396. fundi þann 12. maí 2022.
Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiði 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs.

Norðurþing færir Stéttinni gjöf við opnun starfseminnar núna í desember og nemur upphæðin allt að 1,5 m.kr.

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Aldey Unnar Traustadóttir óskar eftir að málið sé tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.

Á 414. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð þakkar þeim Lilju Berglindi og Stefáni Pétri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfseminni á Stéttinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi sem samþykktur var á 396. fundi þann 12. maí 2022. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiði 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs. Norðurþing færir Stéttinni gjöf við opnun starfseminnar núna í desember og nemur upphæðin allt að 1,5 m.kr.
Til máls tóku: Aldey, Soffía, Benóný, Hafrún og Eiður.

Aldey leggur til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að ganga frá rekstrarsamningi til eins árs frá 1. desember 2022 til 30. nóvember 2023 við Hraðið miðstöð nýsköpunar á Hafnarstéttinni á Húsavík að upphæð kr. 3.600.000.


Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn telur mikil samfélagsleg verðmæti felast í því samstarfi sem átt hefur sér stað á milli heimafjárfestis og stofnana sem byggðar hafa verið upp á síðustu árum og reknar eru fyrir rekstrarframlag frá ríkinu ásamt sjálfsaflafé. Þarna hefur tekist einstaklega vel til svo eftir er tekið. Nú þegar tekur Sveitarstjórn Norðurþings þátt í að fjármagna rekstur FabLab Húsavík.

Sveitarstjórn telur eðlilegt að Norðurþing taki virkan þátt og styðji við þessa mikilvægu innviði, sem líklegir eru til að auka enn aðdráttarafl Húsavíkur sem búsetukosts, ekki síst fyrir yngra fólk á vinnumarkaði og frumkvöðla á atvinnumarkaði svæðisins.


Tillaga Aldeyjar er samþykkt samhljóða.