Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5

Málsnúmer 202206024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að deiliskipulagsbreytingu íbúðarsvæðis Í5.
Skipulagstillagan var lögð fram til kynningar og horft til frekari umfjöllunar á næstu fundum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 131. fundur - 23.08.2022

Fyrir liggur frumhugmynd skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 sbr. hugmyndir sem fram hafa komið á fundum ráðsins undanfarna mánuði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni fyrir næstu umfjöllun ráðsins:
1. Leiðrétta mynd af gildandi deiliskipulagi.
2. Skoða þörf fyrir spennistöð við Ásgarð sem tekin var út í tillögunni.
3. Gera ráð fyrir byggingarlóð þar sem teiknað er leiksvæði.
4. Fella út mænisstefnupílur á lóðum Stóragarðs 16 & 18 og fjalla í greinargerð um frjálst þakform húsa.
5. Auka nýtingarhlutfall lóða nr. 16-22 við Stóragarð í 0,8.
6. Endurskoða ákvæði greinargerðar um lóðir að Ásgarðsvegi 29-33.
7. Setja í greinargerð heimild til að byggja 4-6 íbúða raðhús á lóðinni að Ásgarðsvegi 28 og 5-7 íbúða raðhús á lóðinni að Ásgarðsvegi 30. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir fjórum íbúðum að Ásgarðsvegi 28 og fimm íbúðum að Ásgarðsvegi 30.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 132. fundur - 30.08.2022

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða útgáfu tillögu að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum til samræmis við bókun ráðsins á fundi 23. ágúst s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Í5 verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Á 132. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Í5 verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum á Húsavík. Umsagnir/athugasemdir bárust frá 1. Umhverfisstofnun. 2. Náttúrufræðistofnun. 3. Minjastofnun. 4. Vegagerðinni. 5. Húsfélögum Grundargarðs 4 & 6 og 6. Atla Kristjánssyni.
1. Umhverfisstofnun telur skipulagssvæðið utan svæða sem njóta sérstakrar verndar skv. Náttúruverndarlögum og veitir því ekki umsögn um skipulagsbreytinguna sem slíka.
2. Náttúrufræðistofnun bendir á að til bóta væri að hlífa gróðri og viðhalda opnu svæði sem nýtist fuglalífi og öðru dýralífi á svæðum þar sem ekki stendur til að byggja.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við breytingu deiliskipulagsins.
4. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við breytingu deiliskipulagsins.
5. Húsfélögin að Grundargarði 4 og 6 leggjast gegn því að gönguleið um svæðið skerði núverandi bílastæði við Grundargarð 4 og 6.
6. Atli bendir á minniháttar misræmi milli texta greinargerðar og skipulagsuppdrátta á nokkrum stöðum. Hann telur rétt að hafa þakform frjálst á óbyggðum lóðum. Ennfremur leggur Atli til að skorður um 2-3 herbergja íbúðir að Ásgarðsvegi 29 verði felldar niður.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem komu við kynningu deiliskipulagsbreytingarinnar.
1. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagssvæðinu hafi öllu verið raskað í fyrri tíð og sér ekki mikla möguleika í að varðveita núverandi gróður við uppbyggingu svæðisins skv. deiliskipulaginu. Rétt er hinsvegar að halda því til haga að skipulagsbreytingin felst m.a. í því að stækka óbyggt svæði með opnum lækjarfarvegi sem nýtast mun fuglalífi innan skipulagssvæðisins. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
3. Umsögn Minjastofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
4. Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
5. Fyrirhuguð gönguleið verði færð út fyrir núverandi bílastæði Grundargarðs 4 & 6. Við það skerðast lóðir að Stóragarði 14 & 16 lítilsháttar.
6. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að þakform allra húsa á óbyggðum lóðum verði frjálst. Ráðið telur tilefnislaust að takmarka fjölda herbergja íbúða í greinargerðinni. Ráðið felur skipulagsráðgjafa í samráði við skipulagsfulltrúa að samræma texta greinargerðar og skipulagsuppdráttar skv. ábendingum.
7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta hliðra lóðarnúmerum við Stóragarð þannig að lóð umhverfis íbúðarkjarna Víkur verði 14 í stað 12 og hærri lóðarnúmer hliðrist að sama skapi frá því sem sýnt er á kynntum uppdrætti.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Á 139. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem komu við kynningu deiliskipulagsbreytingarinnar. 1. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagssvæðinu hafi öllu verið raskað í fyrri tíð og sér ekki mikla möguleika í að varðveita núverandi gróður við uppbyggingu svæðisins skv. deiliskipulaginu. Rétt er hinsvegar að halda því til haga að skipulagsbreytingin felst m.a. í því að stækka óbyggt svæði með opnum lækjarfarvegi sem nýtast mun fuglalífi innan skipulagssvæðisins. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 3. Umsögn Minjastofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 4. Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 5. Fyrirhuguð gönguleið verði færð út fyrir núverandi bílastæði Grundargarðs 4 & 6. Við það skerðast lóðir að Stóragarði 14 & 16 lítilsháttar. 6. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að þakform allra húsa á óbyggðum lóðum verði frjálst. Ráðið telur tilefnislaust að takmarka fjölda herbergja íbúða í greinargerðinni. Ráðið felur skipulagsráðgjafa í samráði við skipulagsfulltrúa að samræma texta greinargerðar og skipulagsuppdráttar skv. ábendingum. 7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta hliðra lóðarnúmerum við Stóragarð þannig að lóð umhverfis íbúðarkjarna Víkur verði 14 í stað 12 og hærri lóðarnúmer hliðrist að sama skapi frá því sem sýnt er á kynntum uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 180. fundur - 06.02.2024

Að ósk eigenda Ásgarðs liggur fyrir tillaga að tilfærslu Stóragarðs við Ásgarð 5 m lengra frá Ásgarði en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir þessari tilfærslu á Stóragarði við Ásgarð.