Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

126. fundur 22. september 2022 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Millilandaflug á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 202209069Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar leggur til að sveitarstjórn sendi frá sér eftirfarandi ályktun varðandi millilandaflug um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal;

Sveitarstjórn Norðurþings hvetur stjórnvöld til að láta gera faglegt mat á nýjum millilandaflugvelli á landsbyggðunum. Við jarðhræringar og eldsumbrot á Suðvesturhorni landsins vakna spurningar um flugöryggi á Íslandi. Auk þess er mikilvægt að festa í sessi fleiri gáttir inn í landið og styrkja bæði samgöngur og inniviði. Þá dreifist flugumferð og viðkoma ferðafólks um landið. Einhverjar mestu náttúruperlur landsins má finna í Þingeyjarsýslum og gistirými er gott. Þá er brýnt að hagkvæmnisjónarmið verði látin ráða för.
Til máls tóku: Hjálmar, Áki, Aldey og Helena.

Sveitarstjórn samþykkir ályktunina samhljóða.

2.Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs

Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer

Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að skipuð verði afmælisnefnd fyrir aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Tilgangur nefndarinnar verði að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari útfærslu.

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

3.Fundir sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202209070Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar leggur til að fundi sveitarstjórnar í október verði frestað um viku og verði haldinn 27. október. Þá verði miðað við að fundur sveitarstjórnar falli niður í nóvember og fundi í desember verði flýtt til 1. desember.
Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

4.Starfshópur um tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202208077Vakta málsnúmer

Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Katrín, Aldey, Hafrún og Áki.

Lagt fram.

5.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Á 406. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar þar sem farið er yfir kostnaðarskiptingu verkefnisins á milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að framkvæmdinni.
Til máls tóku: Katrín, Aldey, Soffía, Áki, Eiður og Hjálmar.

Lagt fram.

6.Ósk um samþykki fyrir stofnun tveggja lóða út úr Krossdal

Málsnúmer 202208028Vakta málsnúmer

Á 131. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 23.08.2022, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5

Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer

Á 132. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Í5 verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðarinnar Ártungu

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 132. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt, henni verði skipt út úr jörðunum og að hún fái heitið Ártunga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fylgiskjöl:

9.Umsókn um lóð að Höfða 8a

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Á 132. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Víkurraf ehf. verði úthlutað lóðinni að Höfða 8a, samkvæmt teikningum sem lagðar voru fram á 130. fundi ráðsins 9. ágúst sl.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs

Málsnúmer 202208126Vakta málsnúmer

Á 133. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, eins og hún var lögð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Umsókn um stækkun lóðar við Uppsalaveg 5

Málsnúmer 202208005Vakta málsnúmer

Á 133. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin að Uppsalavegi 5 verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

12.Ósk um úthlutun lóðar undir hótel og fimm skála við Golfvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202209033Vakta málsnúmer

Á 133. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Góðum hótelum ehf. verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 202209022Vakta málsnúmer

Á 127. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Fjölskyldráð felur félagsmálastjóra að vinna að framgangi málsins.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að standa að umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.
Til máls tóku: Katrín og Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Norðurþing verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Sveitarstjóra er falið að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi á breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins ef þarf vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

14.Reglur um sérstakan hússnæðisstuðning

Málsnúmer 202209013Vakta málsnúmer

Á 126. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

15.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer

Á 126. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

16.Reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu.

Málsnúmer 202209012Vakta málsnúmer

Á 126. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

17.Lista og menningarsjóður 2022

Málsnúmer 202209005Vakta málsnúmer

Á 126. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að uppfæra reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena og Aldey.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 128

Málsnúmer 2206006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 128. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 129

Málsnúmer 2206008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 129. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 131

Málsnúmer 2208003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 131. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 132

Málsnúmer 2208008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 132. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 9 "Velferð og umferðaröryggi barna": Benóný, Aldey, Ingibjörg og Soffía.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 133

Málsnúmer 2208011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 133. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 2 "Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á Raufarhöfn": Ingibjörg.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 120

Málsnúmer 2206004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 120. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Bókasöfn Norðurþings": Helena.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 121

Málsnúmer 2206007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 121. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð - 122

Málsnúmer 2206012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 122. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Sumaropnun í Sundlaug Húsavíkur": Aldey og Helena.

Til máls tók undir lið 3 "Samþætting skóla og tómstundastarfs KPMG": Helena og Aldey.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð - 124

Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 124. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð - 125

Málsnúmer 2208007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 125. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Fjölskylduráð - 126

Málsnúmer 2208012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 126. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

29.Fjölskylduráð - 127

Málsnúmer 2209003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 127. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

30.Byggðarráð Norðurþings - 404

Málsnúmer 2208005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 404. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 5 "Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra": Soffía og Katrín.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

31.Byggðarráð Norðurþings - 405

Málsnúmer 2208010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 405. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

32.Byggðarráð Norðurþings - 406

Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 406. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

33.Orkuveita Húsavíkur ohf - 234

Málsnúmer 2206010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 234. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

34.Orkuveita Húsavíkur ohf - 235

Málsnúmer 2208006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 235. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

35.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 3

Málsnúmer 2208009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 3. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.