Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs
Málsnúmer 202209071
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022
Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að skipuð verði afmælisnefnd fyrir aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Tilgangur nefndarinnar verði að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari útfærslu.
Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Fjölskylduráð - 128. fundur - 27.09.2022
Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að skipuð verði afmælisnefnd fyrir aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Tilgangur nefndarinnar verði að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari útfærslu.
Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að móta drög að starfshópi og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð - 141. fundur - 07.02.2023
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi tilnefningar í afmælisnefnd Völsungs.
Fjölskylduráð skipar þau Bergdísi Björk Jóhannsdóttur, Guðmund Friðbjarnarson og Ingólf Freysson í afmælisnefnd Völsungs.
Verkefni afmælisnefndar er að gera tillögur að mögulegum afmælisgjöfum sveitarfélagsins til Völsungs í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 2027.
Fjölskylduráð óskar eftir því að nefndin leggi fram minnisblað með tillögum að gjöfum. Í því verið hugað að hvort tveggja smærri gjöfum, sem gætu verið til hverrar deildar innan félagsins, sem og stærri gjöfum sem kæmu sér vel fyrir félagið í heild og allar deildir þess.
Óskað er eftir því að minnisblaðið liggi fyrir áður en fjárhagsáætlanagerð ársins 2024 hefst.
Verkefni afmælisnefndar er að gera tillögur að mögulegum afmælisgjöfum sveitarfélagsins til Völsungs í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 2027.
Fjölskylduráð óskar eftir því að nefndin leggi fram minnisblað með tillögum að gjöfum. Í því verið hugað að hvort tveggja smærri gjöfum, sem gætu verið til hverrar deildar innan félagsins, sem og stærri gjöfum sem kæmu sér vel fyrir félagið í heild og allar deildir þess.
Óskað er eftir því að minnisblaðið liggi fyrir áður en fjárhagsáætlanagerð ársins 2024 hefst.
Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar fundargerðir afmælisnefndar Völsungs og kynning á starfi þeirra hingað til.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 196. fundur - 24.09.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja tillögur afmælisnefndar Völsungs sem stofnuð var vegna 100 ára afmæli félagsins. Á fundinn mæta framkvæmdastjóri Völsungs og fulltrúar afmælisnefndar að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum afmælisnefndar Völsungs fyrir kynninguna. Ráðið vísar tillögum afmælisnefndar til vinnu við stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum sem framundan er.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.