Fara í efni

Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs

Málsnúmer 202209071

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að skipuð verði afmælisnefnd fyrir aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Tilgangur nefndarinnar verði að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari útfærslu.

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Fjölskylduráð - 128. fundur - 27.09.2022

Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að skipuð verði afmælisnefnd fyrir aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Tilgangur nefndarinnar verði að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari útfærslu.

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.

Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að móta drög að starfshópi og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 141. fundur - 07.02.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi tilnefningar í afmælisnefnd Völsungs.
Fjölskylduráð skipar þau Bergdísi Björk Jóhannsdóttur, Guðmund Friðbjarnarson og Ingólf Freysson í afmælisnefnd Völsungs.

Verkefni afmælisnefndar er að gera tillögur að mögulegum afmælisgjöfum sveitarfélagsins til Völsungs í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 2027.
Fjölskylduráð óskar eftir því að nefndin leggi fram minnisblað með tillögum að gjöfum. Í því verið hugað að hvort tveggja smærri gjöfum, sem gætu verið til hverrar deildar innan félagsins, sem og stærri gjöfum sem kæmu sér vel fyrir félagið í heild og allar deildir þess.
Óskað er eftir því að minnisblaðið liggi fyrir áður en fjárhagsáætlanagerð ársins 2024 hefst.

Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar fundargerðir afmælisnefndar Völsungs og kynning á starfi þeirra hingað til.
Lagt fram til kynningar.