Fara í efni

Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 202209022

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 127. fundur - 13.09.2022

Fyrir liggja drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k.
Fjölskylduráð samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á
landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Fjölskyldráð felur félagsmálastjóra að vinna að framgangi málsins.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að standa að umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Á 127. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Fjölskyldráð felur félagsmálastjóra að vinna að framgangi málsins.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að standa að umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.
Til máls tóku: Katrín og Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Norðurþing verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Sveitarstjóra er falið að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi á breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins ef þarf vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

Fjölskylduráð - 136. fundur - 13.12.2022

Umdæmisráð barnavernar á landsbyggðinni, kynning á samningi, viðauka og erindibréfi til valnefndar
Upp hefur komið sú staða að breytingar hafa verið gerðar á samningnum sem búið var að leggja fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.
Fjölskylduráð hefur tekið málið til umfjöllunar og aðhyllist þann samning sem áður hefur verið kynntur og samþykktur. Ráðið vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 129. fundur - 27.12.2022

Á 136. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð hefur tekið málið til umfjöllunar og aðhyllist þann samning sem áður hefur verið kynntur og samþykktur. Ráðið vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókun fjölskylduráðs og aðhyllist þann samning sem áður var kynntur og samþykktur. Sveitarstjórn greiðir atkvæði með þeim samningi sem er leið tvö.

Sveitarfélagið mun engu að síður ganga inn í umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni óháð hvort fyrri eða seinni samningurinn fái fleiri atkvæði. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita samninginn.