Fara í efni

Fjölskylduráð

127. fundur 13. september 2022 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
 • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
  Aðalmaður: Bylgja Steingrímsdóttir
 • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
 • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
 • Sævar Veigar Agnarsson áheyrnarfulltrúi
  Aðalmaður: Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Starfsmenn
 • Hróðný Lund félagsmálastjóri
 • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 2 og 7-15.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 2-6.

Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri Ásgarðs kom á fundinn undir lið 1.

1.Ásgarður - Kynning á starfsemi

Málsnúmer 202208093Vakta málsnúmer

Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Ásgarðs kynnir skólastefnu Norðurþings, stöðuskýrslu Ásgarðs og drög að starfsáætlun fjölskylduráðs í fræðslumálum.
Fjölskylduráð þakkar Kristrúnu fyrir kynninguna.

2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Á 123. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Fjölskylduráð felur sviðsstjórum að fara yfir valdheimildir sínar eins og þær birtast í drögum að viðaukum við samþykkt Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Fjölskylduráð mun fjalla um drögin aftur á næsta fundi.

Fjölskylduráð fór yfir drög af viðaukum. Sviðsstjórum og formanni falið að vinna drögin áfram.

3.Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - ósk um húsnæði fyrir félagsstarf

Málsnúmer 202203093Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla um nýtingu á Gamla Lundi fyrir félagsstarf. Samkvæmt brunavarnarúttekt Eldvarnareftirlits er ljóst að ekki er hægt að nýta húsið nema farið verði í verulega endurskipulagningu og framkvæmdir. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur átt samtal við skólastjóra Öxarfjarðarskóla um að nýta skólahúsnæðið á Kópaskeri undir félagsstarf í vetur.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju með að húsnæði hafi fundist undir félagsstarf nemenda Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda áfram auglýsingum eftir starfskrafti til að sinna félagsstarfi.

4.Skriðsundsnámskeið í sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 202209025Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Viktori Emil Sigtryggssyni varðandi leigu á sundlauginni á Húsavík vegna skriðsundnámskeiðs.
Fjölskylduráð telur að gildandi gjaldskrá sé stillt í hóf og felst ekki á að veita afslátt frá samþykktri gjaldskrá.

5.Álaborgarleikarnir 2025

Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur boðsbréf á Álaborgarleikana 2025.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu. Ráðið gerir ráð fyrir að þiggja boðið.

6.Skoðun leikvalla í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202209032Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja skoðunarskýrslur frá BSI. Einnig liggur til umræðu framkvæmdaáætlun leikvalla.
Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fylgja eftir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun leikvalla varðandi minniháttar viðhald. Frekari umbótum á leikvöllum er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

7.Söluheimild Eigna, Félagsleg Íbúð

Málsnúmer 202209004Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði óskar eftir söluheimild vegna fyrirhugaðrar sölu fasteignar að Lindarholti 6, Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir sölu á Lindarholti 6, Raufarhöfn.

8.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 202209022Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k.
Fjölskylduráð samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á
landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Fjölskyldráð felur félagsmálastjóra að vinna að framgangi málsins.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að standa að umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.

9.Gjaldskrá Borgin sumarfrístundar 2023

Málsnúmer 202110076Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Borgin Sumarfrístundar 2023, með 7,5 % hækkun miðað við verðbólguspár
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

10.Gjaldskrá Miðjunnar 2023

Málsnúmer 202110080Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Miðjunnar 2023 lögð fram, með 7,5% hækkun miðað við verðbólguspár.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

11.Stoðþjónusta reglur félagsþjónusta

Málsnúmer 202011090Vakta málsnúmer

Stoðþjónustu relgur Norðuþings, hækkun á endurgreiðslu til liðveitenda. hækkun miðast við 7,5 % út frá verðbógluspám
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

12.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2023

Málsnúmer 202110075Vakta málsnúmer

Gjaldskrá venga greiðslan til stuðningsfjölskyldna 2023. Um er að ræða verktakagreiðslur sem miðast við 5,5 % hækkun sbr. spár um launavísitölu.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

13.Gjaldskrá Ferðaþjónustu - Ferilbíll

Málsnúmer 202110077Vakta málsnúmer

Gjaldskrá ferðaþjónustu Norðurþings 2023. Hækkun miðast við verðbógluspár þ.e 7,5%.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

14.Gjaldskrá fyrir skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri)2023

Málsnúmer 202110074Vakta málsnúmer

Gjaldskrá skammtímadvöl ungmenna 18 ára og eldri, vegna fæðiskostnaðar. hækkun miðaðst við verðbólguspár 7,5 %
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

15.Gjaldskrá Borgin Frístund 2023

Málsnúmer 202110072Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Frístund Borgin 2023. Hækkun miðast við verðbólguspár 7,5%.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 11:10.