Fara í efni

Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - ósk um húsnæði fyrir félagsstarf

Málsnúmer 202203093

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 115. fundur - 04.04.2022

Nemendur í Öxarfjarðarskóla óska eftir að fá að hefja félagsstarf í Gamla Lundi.
Samkvæmt úttekt á brunavörnum í húsinu, sem gerð var sl. haust er óljóst hvers lags starfssemi getur farið þar fram.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna nýtingarmöguleika á húsinu í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 127. fundur - 13.09.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla um nýtingu á Gamla Lundi fyrir félagsstarf. Samkvæmt brunavarnarúttekt Eldvarnareftirlits er ljóst að ekki er hægt að nýta húsið nema farið verði í verulega endurskipulagningu og framkvæmdir. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur átt samtal við skólastjóra Öxarfjarðarskóla um að nýta skólahúsnæðið á Kópaskeri undir félagsstarf í vetur.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju með að húsnæði hafi fundist undir félagsstarf nemenda Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda áfram auglýsingum eftir starfskrafti til að sinna félagsstarfi.