Fara í efni

Starfshópur um tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202208077

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022

Með skipunarbréfi dags. 11. júlí sl. voru Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. ráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður skipuð í starfshóp til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Sveitarfélögum býðst að senda sjónarmið sín varðandi nýtingu vindorku á Íslandi til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega í ofangreint netfang fyrir 30. september n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Katrín, Aldey, Hafrún og Áki.

Lagt fram.