Fara í efni

Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 113. fundur - 18.05.2021

Von er á því að sveitarfélögin sem standa að rekstri Dvalarheimilisins Hvamms þurfi að staðfesta uppfærða kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis. Til umræðu er hvort byggðarráði verði veitt umboð sveitarstjórnar til að staðfesta slíka áætlun, komi hún inn til sveitarfélagsins fyrir þann tíma sem áætlað er að sveitarstjórn haldi næsta fund sinn í júní.
Til máls tóku: Kristján Þór og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðarráði umboð til að staðfesta uppfærða kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, komi hún inn til sveitarfélagsins fyrir þann tíma sem áætlað er að sveitarstjórn haldi næsta fund sinn í júní.

Byggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis, svonefnd KÁ-2, sem er loka uppfærsla kostnaðaráætlunar áður en ráðist verður í útboð á jarðvinnu vegna framkvæmdanna. Fjármálaráðuneytið f.h. ríkisins og sveitarfélögin sem standa að uppbyggingu hjúkrunarheimilsins þurfa að fjalla um áætlunina og staðfesta hana áður en hægt er að hefja útboðsferlið. Sveitarstjóri fer yfir áætlunina og stöðuna á verkefninu.
Byggðarráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun þar sem hlutur sveitarfélaganna er áætlaður 880,5 milljónir og þar af er hlutur Norðurþings áætlaður um 670 milljónir.

Byggðarráð Norðurþings - 402. fundur - 04.08.2022

Byggðarráð ræðir um framtíð, kostnað og stöðu á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja eftir þeirri umræðu við heilbrigðisráðuneytið og framkvæmdasýslu ríkiseigna og einnig að frágangur á svæðinu verði tryggður með viðeigandi hætti fyrir veturinn.

Byggðarráð Norðurþings - 406. fundur - 08.09.2022

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð og framreiknuð kostnaðaráætlun KÁ-3 vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Heildarkostaður samkvæmt framlagðri áætlun KÁ-3 er samtals 5.348,3 m.kr og er það því 33% hækkun á heildarkostnaði frá áætlun KÁ-2.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar þar sem farið er yfir kostnaðarskiptingu verkefnisins á milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að framkvæmdinni.

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Á 406. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar þar sem farið er yfir kostnaðarskiptingu verkefnisins á milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að framkvæmdinni.
Til máls tóku: Katrín, Aldey, Soffía, Áki, Eiður og Hjálmar.

Lagt fram.

Byggðarráð Norðurþings - 410. fundur - 20.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar efni fundar fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu með Framkvæmdasýslu Ríkiseigna og Heilbrigðisráðuneytinu sem funduðu þann 12. október sl. í Reykjavík.
Fyrir liggur að gefnar verði 6 vikur til að Framkvæmdasýsla Ríkiseigna geti unnið með hönnuðum að einföldun á byggingunni og lækkun á kostnaði við verkefnið.
Sveitarfélögin munu senda formlegt erindi til SOF- nefndar vegna kostnaðar við tengigang á milli HSN og hins nýja hjúkrunarheimilis.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við aðildar sveitarfélög verkefnisins að senda formlegt erindi til SOF- nefndar (Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir) vegna kostnaðar við tengigang, geymslur og sal á milli HSN og hins nýja hjúkrunarheimilis.

Byggðarráð Norðurþings - 411. fundur - 03.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf Norðurþings til SOF- nefndar (Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir) vegna kostnaðar við tengigang, geymslur og sals á milli HSN og hins nýja hjúkrunarheimilis.
Byggðarráð Norðurþings fer fram á að kostnaðarskipting við uppbygging hjúkrunarheimilis verði leiðrétt. Almennt viðmið er að kostnaðarskipting á milli ríkis og sveitarfélaga sé 85% á móti 15%. Nú er gert ráð fyrir 23,7% hlutdeild sveitarfélaganna í uppbyggingunni og er ástæðan m.a. tengigangur nýs heimilis við sjúkrahúsið á Húsavík og því til framtíðar hagræðingar í rekstri fyrir ríkisvaldið sem ber ábyrgð á hjúkrunarþjónustu. Engu að síður er gert ráð fyrir að sveitarfélögin greiði þann kostnað að fullu sem og geymslur og salarkynni. Ríkisvaldið verður að meta hvort verði af byggingu tengigangsins. Jafnframt verði leitað allra leiða til að lækka byggingarkostnað og að fulltrúar sveitarfélaganna sem eru aðilar að verkefninu fái að koma að þeirri vinnu.

Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að byggt verði hjúkrunarheimili á Húsavík.

Byggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra dagsett 8. janúar 2023 um stöðu mála vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. Einnig fundargerð samráðshóps aðildarsveitarfélaganna frá 2. janúar 2023.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og hver væru næstu skref í samtali við ríkið og nágranna sveitarfélög. Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að ná samkomulagi við ríkið um endanlega kostnaðarskiptingu verkefnisins sem fyrst.

Sveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki, VK-23005 janúar 2023, við verkkaupasamning VK-20036 frá júní 2020.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgir fundargerð fulltrúa aðildarsveitarfélaganna um byggingu hjúkrunarheimilis frá fundi 2. janúar 2023, minnisblað sveitarstjóra Norðurþings dagsett 8.janúar 2023, verkkaupasamningur um byggingu hjúkrunarheimilis VK-20036 frá júní 2020 og viðaukasamningur VK-23005 janúar 2023.
Til máls tóku: Katrín, Áki, Hjálmar og Soffía.


Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi viðauka, VK-23005 janúar 2023, við verkkaupasamning VK-20036 frá júní 2020 samhljóða.

Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að samningsaðilar óski eftir leyfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir útboði á verklegri framkvæmd við Hjúkrunarheimilið á Húsavík sem fyrst, byggt verði á uppfærðum stærðar- og kostnaðartölum í viðauka VK-23005.

Byggðarráð Norðurþings - 418. fundur - 26.01.2023

Fyrir byggðarráði liggja til upplýsinga og kynningar nýjar kostnaðartölur samkvæmt viðaukasamningi nr. VK 23005 vegna byggingar nýs hjukrunarheimilis á Húsavík.
Sveitartjóri fór yfir stöðu mála og þær kostnaðartölur sem hafa verið uppfærðar í viðaukasamningi við Ríkiseignir frá fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl.

Byggðarráð Norðurþings - 420. fundur - 09.02.2023

Fyrir byggðarráði liggja uppfærðar kostnaðartölur vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík ásamt álitsgerð sem unnin er af KPMG um áhrif þeirrar fjárfestingar á fjárhag Norðurþings skv. 66.gr. sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viðaukasamning. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla-Ríkiseigna, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.
Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 131. fundur - 16.02.2023

Á 420. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viðaukasamning. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla-Ríkiseigna, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.
Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 427. fundur - 19.04.2023

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð gögn vegna stærðar og kostnaðarskiptingu á einstökum verkhlutum vegna byggingarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa samstarfssveitarfélögin í verkefninu um stöðu mála og leggja málið fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.

Byggðarráð Norðurþings - 429. fundur - 04.05.2023

Fyrir byggðarráði liggja uppfærðar kostnaðartölur vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík ásamt álitsgerð sem unnin er af KPMG um áhrif þeirrar fjárfestingar á fjárhag Norðurþings skv. 66.gr. sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukasamning og uppfæra álitsgerð KPMG miðað við uppfærðan kostnað verkefnisins. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla-Ríkiseigna, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.

Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 134. fundur - 11.05.2023

Á 429. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukasamning og uppfæra álitsgerð KPMG miðað við uppfærðan kostnað verkefnisins. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.

Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.

Einnig liggur fyrir sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag heilbrigðisráðuneytis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu hjúkrunarheimilisins.
Til máls tók: Katrín.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir (S.O.F.). Nefndin hefur fjallað um málefni hjúkrunarheimilisins á Húsavík og lagt til að leyfi verði veitt fyrir því að hefja útboð vegna framkvæmdarinnar.
Byggðarráð fagnar því að ríkisvaldið hafi tekið ákvörðun um áframhald framkvæmda við hjúkrunarheimili á Húsavík og að verkið verði boðið út á næstu mánuðum.

Byggðarráð Norðurþings - 455. fundur - 01.02.2024

Fyrir byggðarráði liggur til upplýsinga staða á útboði nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík og viðræðum við Framkvæmdasýslu ríkiseigna og heilbrigðisráðuneytið í framhaldi af því.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis og framvindu á viðræðum við S.O.F. og heilbrigðisráðuneytið.

Byggðarráð Norðurþings - 458. fundur - 07.03.2024

Fyrir byggðarráði liggur samantekt og upplýsingar sveitarstjóra vegna stöðu mála á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Sveitarstjóri upplýsti ráðið um stöðu verkefnisins og þá vinnu sem er í gangi núna í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og FSRE.