Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

402. fundur 04. ágúst 2022 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Aldey Unnar Traustadóttir
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri vék af fundi undir lið 2.

1.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Byggðarráð ræðir um framtíð, kostnað og stöðu á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja eftir þeirri umræðu við heilbrigðisráðuneytið og framkvæmdasýslu ríkiseigna og einnig að frágangur á svæðinu verði tryggður með viðeigandi hætti fyrir veturinn.

2.Ráðningarsamningur sveitarstjóra 2022

Málsnúmer 202207035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ráðningarsamningur við Katrínu Sigurjónsdóttur nýráðin sveitarstjóra Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning og býður Katrínu velkomna til starfa.

3.Starfs og kjaranefnd

Málsnúmer 202206021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samykktar að koma á fót starfs- og kjaranefnd.
Tilgangur: Nefndin gegni m.a. því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, sviðstjórar þurfa að greina þarfir og skila til nefndararinnar vegna allra nýráðninga, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu einnig fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum.
Rökstuðningur: Nefndin tryggir meiri aga og samræmingu bæði í ráðningum og kjörum, ekki er sérstakur kostnaður af störfum nefndarinnar.
Byggðarrráð samþykkir að slík nefnd taki til starfa og felur sveitarstjóra að koma henni á fót hið fyrsta.

4.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit útsvarstekna ofl. vegna júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Drög að frumvarpi til laga um sýslumann

Málsnúmer 202207037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna máls sem var birt var þann 13.07.2022, frumvarp til laga um sýslumann mál nr. 122/2022.
Byggðarráð vill þakka fyrir lengdan umsagnarfrest sem var mjög knappur í upphafi.
Byggðarráð Norðurþings vill koma á framfæri neðangreindri umsögn um frumvarp til laga um sýslumann mál nr. 122/2022, umsagnarfrestur er til 15.08.2022.

Vísað er til máls nr. 122/2022 í Samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi til laga um sýslumann, sem birt var þann 13. júlí sl.

Byggðarráð Norðurþings tekur undir það sem kom fram í athugasemd við frumvarpið frá Sýslumannafélagi Íslands sem birtist 21.júlí sl. að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og ljóst er að frumvarpið hefur mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustuna sem er veitt. Með þessu frumvarpi er óvissa uppi um það hver er framtíð starfa og starfsmanna hjá embættum sýslumanna um land allt hvað varðar þjónustuna sem þau veita. Skilgreina þarf hvaða verkefni verði hjá núverandi embættum og hvert verði þeirra hlutverk áður en frumvarpið verður afgreitt.
Ráðið bendir á að Alþingi samþykkti þann 15. júní 2022 þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026. Þar eru tilgreindar 44 aðgerðir sem skiptast þannig að 17 aðgerðir tengjast markmiði um að jafna aðgengi að þjónustu, 12 aðgerðir tengjast markmiði um að jafna tækifæri til atvinnu og loks tengjast 15 aðgerðir því markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt. Samráð og samhæfing eru leiðarljós við mótun og framkvæmd byggðaáætlunar. Samhæfingin birtist meðal annars í nánu samráði við ábyrgðaraðila annarra málaflokka ríkisins þar sem leitað er leiða til að tengja byggðaáætlun sem mest við aðrar opinberar stefnur og áætlanir. Það er mat byggðarráðs að svo hafi ekki verið gert í frumvarpsdrögum.
Ráðið leggur ríka og mikla áherslu á að hagræðingin með fækkun sýslumannsembætta úr níu í eitt muni ekki leiða til fækkunar starfa eða verkefna á starfsstöðum sem eru til staðar nú þegar, þá sérstaklega ekki á landsbyggðinni. Ráðið fagnar þó að leitað verði tækifæra til aukins samstarfs við sveitarfélög til að bæta þjónustuna við íbúa þar sem þjónusta ríkisins skortir. Með aukinni áherslu á stafræna þjónustu verða einnig til möguleikar á að bjóða upp á aukið framboð opinberrar þjónustu undir sama þaki.

6.Afgreiðsla Íslandspósts á Kópaskeri

Málsnúmer 202207038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning frá Íslandspósti vegna afgreiðslu á Kópaskeri.

Íslandspóstur ohf. tilkynnir um breytingu á afgreiðslufyrirkomulagi á Kópaskeri.

Á Kópaskeri hafa snertifletir Póstsins við íbúa verið þessir:
1. Póstafgreiðsluþjónusta / póstkassi
2. Bréfadreifing
3. Landpóstaþjónusta

Eftir breytingu verða snertifletir póstsins við íbúa þessir:
1. Póstbílaþjónusta, móttaka pakka og dreifing bréfa og pakka í þéttbýli
2. Póstkassi fyrir bréf og endursöluaðili frímerkja
3. Landpóstaþjónusta

Þjónustuveiting á svæðinu verður með þessum hætti frá og með september 2022.

Byggðarráð hefur fengið upplýsingar og kynningu á fyrirhuguðum breytingum Íslandspósts á Kópaskeri. Íslandspóstur stefnir á að halda íbúafund á Kópaskeri seinna í ágúst þar sem fulltrúar Íslandspósts kynna þessar breytingar fyrir íbúum á svæðinu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að umsögn til Byggðastofnunar fyrir næsta fund ráðsins þann 11.08.2022.

7.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Á 398. fundi byggðarráðs var bókað: Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og þakkar fyrir þá vinnu sem fram hefur farið. Skýrsla M/STUDIO Reykjavík og INNOV mun hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka. Enn fremur er bent á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.
Á 400. fundi byggðarráðs var bókað vegna tillögu um verkefnastjóra: Byggðarráð tekur undir tillöguna og felur starfandi sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir stöðugildi verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að leiða áfram uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka.

Sveitarfélagið mun vinna áfram með niðurstöður skýrslunnar á næstu vikum. Stefnt er að íbúafundi lok sumars þar sem verkefnið verður kynnt.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja íbúafund ásamt höfundum skýrslunnar sem fram fer á næstu vikum. Einnig er sveitarstjóra falið að vinna að skipulagningu starfs verkefnastjóra græns iðngarðs á Bakka.

8.Leyfi til sölu áfengis að Héðinsbraut 4 á Húsavík.

Málsnúmer 202207015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Donda ehf.
Norðurþingi hefur borist meðfylgjandi erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi. Erindið er sent á grunni reglugerðar nr. 800/2022. Norðurþingi er ætlað að afla umsagnar heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits áður en sveitarfélagið veitir sýslumanni umsögn. Þetta er nýmæli í umsagnarferli sem enn sem komið er fylgir eingöngu reglugerð nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað.

Athygli skal vakin á því að skv. ofangreindri reglugerð skal afgreiðslutími áfengis á þessum grunni vera innan tímarammans 8:00-23:00 og óheimil á tilteknum tillidögum.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá heilbrigðis og eldvarnareftirliti.
Byggðarráð veitti sína umsögn og samþykkti fyrir sína hönd þann 14. júlí sl.

9.Samgönguáætlun 2023-2027

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá stjórn Hafnarsjóðs Norðurþings.
Bókað var á 2. fundi Hafnarsjóðs þann 27.7.2022. Að farið verði yfir endurnýjun umsókna hafnasjóðs um verkefni á samgönguáætlun 2022-2027.
Í ljósi mikilla breytinga á hafnarstarfsemi á Húsavík, þeim aðstæðum sem geta skapast í höfninni og mögulegum verkefnum sem eru til skoðunnar er nauðsynlegt að ráðast í heildstæða hönnun á hafnarsvæðum og greina hvað þarf að gera til að auka viðleguöryggi og skapa viðunandi aðstæður til að nýta sem best þá fjárfestingu sem er til staðar. Greina hvað þarf að gera til að sinna þeim verkefnum sem þegar er til staðar og þegar og ef önnur verkefni verða að veruleika.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings óskar eftir samþykki sveitastjórnar Norðurþings að farið verði í heildstæða hönnun á hafnaraðstöðu á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir í leyfi sveitarstjórnar að farið verði í heildstæða hönnun á hafnaraðstöðu á Húsavík og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

10.Fundargerðir Hafnarnefnd

Málsnúmer 202207040Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hafnarnefndar frá 27.07.2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202001119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Dvalarheimilis aldraðra s.f. frá 18.07.2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.