Fara í efni

Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á grunni fyrri samstarfssamnings Landsvirkjunar og Norðurþings um að ráðist verði í for-fýsileikagreiningu á uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka hafa aðilar átt uppbyggilega fundi með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Íslandsstofu um að sameina kraftana og forma sameiginlegt greiningarverkefni um tækifærin og áskoranirnar við þróun fyrrnefndra iðngarða á Íslandi.

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að samkomulagi um verkefnið og aðkomu hvers aðila um sig. Stefnt er að því að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um framkvæmdina næstu mánuði og að meginafurðir verkefnisins verði kunngerðar í júlí á þessu ári. Útlagður kostnaður við verkefnið er áætlaður 30 mkr og hlutdeild Norðurþings 5 mkr.

Meginafurðir verkefnisins eru:

A) Skýrsla og gögn um samkeppnisstöðu og tækifæri Íslands á sviði grænna iðngarða ásamt þeim almenna lærdómi sem draga má af tækifærum og áskorunum á Bakka. Skýrslan nýtist öllum þeim aðilum sem vilja rýna tækifæri til uppbyggingar iðngarða á Íslandi.

B) Samantekt aðgerða sem stjórnvöld geta gripið til eða beitt sér fyrir sem munu styðja betur við samkeppnishæfni Íslands og auðvelda þróun grænna iðngarða. Samantektin nýtist m.a. stjórnvöldum og stýrihópi Græna dregilsins til að móta tillögur og aðgerðir.

C) For-fýsileikagreining á tækifærum Bakka við Húsavík til þróunar græns iðngarðs sem nýtast mun sveitarfélaginu og Landsvirkjun sem grundvöllur frekari úrvinnslu þess hvernig atvinnusvæðið norðan Húsavíkur skuli helst þróast til framtíðar.
Til máls tóku; Kristján, Hjálmar, Bergur, Silja, Helena, Hafrún og Kolbrún Ada.

Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað samstarf við Landsvirkjun, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytið til samræmis við fyrirliggjandi gögn og fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi þar um f.h. Norðurþings. Jafnframt sé sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 innan málaflokksins atvinnumál (13) þar sem gerð er grein fyrir þeim fjármunum, alls 5.000.000,-kr sem ráðgert er að sveitarfélagið leggi til inn í verkefnið.

Samþykkt samhljóða.


Sveitarstjórn Norðurþings fagnar því að nú sé að hefjast samstarfsverkefni meðal Íslandsstofu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landsvirkjunar og Norðurþings um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða. Meginmarkmið verkefnisins er að að rýna þau tækifæri sem grænir iðngarðar geta skapað til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til atvinnuuppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna sem þessara einfaldari og skilvirkari. Í verkefninu verður horft annars vegar til almennrar samkeppnishæfni Íslands fyrir græna iðngarða og hins vegar verður byggt á skilyrðum og aðstæðum á Bakka við Húsavík sem verkefnis til viðmiðunar af þessu tagi hér á landi
Það er sérstakt fagnaðarefni að iðnaðarsvæðið á Bakka verði notað sem raundæmi í þessu verkefni í ljósi fjárfestinga í innviðum í tengslum við Bakka sem þegar hefur verið lagt út í. Áframhaldandi uppbygging á Bakka, með skýra sýn á að það byggist upp starfsemi með grænum áherslum og betri nýtingu auðlinda, treystir stoðir atvinnu- og mannlífs á Norðurlandi eystra enn frekar og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu.
Niðurstöðu af verkefninu er að vænta í júlí og er útlagður kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 5.000.000 kr. en útlagður kostnaður samstarfssaðilanna er áætlaður samtals 30.000.000 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021

Á 110. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var bókað;

Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað samstarf við Landsvirkjun, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytið til samræmis við fyrirliggjandi gögn og fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi þar um f.h. Norðurþings. Jafnframt sé sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 innan málaflokksins atvinnumál (13) þar sem gerð er grein fyrir þeim fjármunum, alls 5.000.000,-kr sem ráðgert er að sveitarfélagið leggi til inn í verkefnið.

Samþykkt samhljóða.


Sveitarstjórn Norðurþings fagnar því að nú sé að hefjast samstarfsverkefni meðal Íslandsstofu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landsvirkjunar og Norðurþings um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða. Meginmarkmið verkefnisins er að að rýna þau tækifæri sem grænir iðngarðar geta skapað til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til atvinnuuppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna sem þessara einfaldari og skilvirkari. Í verkefninu verður horft annars vegar til almennrar samkeppnishæfni Íslands fyrir græna iðngarða og hins vegar verður byggt á skilyrðum og aðstæðum á Bakka við Húsavík sem verkefnis til viðmiðunar af þessu tagi hér á landi
Það er sérstakt fagnaðarefni að iðnaðarsvæðið á Bakka verði notað sem raundæmi í þessu verkefni í ljósi fjárfestinga í innviðum í tengslum við Bakka sem þegar hefur verið lagt út í. Áframhaldandi uppbygging á Bakka, með skýra sýn á að það byggist upp starfsemi með grænum áherslum og betri nýtingu auðlinda, treystir stoðir atvinnu- og mannlífs á Norðurlandi eystra enn frekar og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu.
Niðurstöðu af verkefninu er að vænta í júlí og er útlagður kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 5.000.000 kr. en útlagður kostnaður samstarfssaðilanna er áætlaður samtals 30.000.000 kr.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita meðfylgjandi samningsdrög fyrir hönd sveitarfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Til fundar byggðarráðs kemur Arnar Guðmundsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, en hann leiðir samþættingu verkefnisins fyrir hönd samstarfsaðila. Arnar mun fara yfir stöðu verkefnisins og gera grein fyrir umfangi þess, markmiði og fyrirhugaðri framvindu næstu vikna. Áætlað er að lokaafurð verði skilað um mánaðarmótin júní/júlí n.k.
Byggðarráð þakkar Arnari fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á framvindu verkefnisins.

Byggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021

Þriðjudaginn 14. september sl. voru áfangaskýrslu um uppbygging grænna iðngarða á Íslandi gerð skil með upplýsingafundi í Hörpu. Norðurþing hefur unnið að verkefninu í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Íslandsstofu og Landsvirkjun. Fram kom á fundinum að verðmæt tækifæri eru fólgin í uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi, t.a.m. á Bakka við Húsavík. Undanfarna mánuði hafa aðilar úr ýmsum áttum unnið að kortlagningu tækifærianna og hvar helstu sóknarfærin liggja.

Áfangaskýrslan sem kynnt var og liggur hér til kynningar í byggðarráði er leiðarvísir fyrir næstu skref um það hvernig efla má atvinnulífið, auka samkeppnishæfni Íslands og treysta byggð á landsbyggðinni með uppbyggingu grænna iðngarða.

Sveitarstjóri fór stuttlega yfir áfangaskýrslu verkefnisins.
Byggðarráð mun fjalla frekar um málið á næsta fundi ráðsins og það sem snýr sérstaklega að uppbyggingu á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Nú nýverið var birt áfangaskýrsla um verkefni Norðurþings, Íslandsstofu, Landsvirkjunar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um græna iðngarða. Til fundar við byggðarráð koma starfsmenn frá Íslandsstofu ásamt verkefnastjóra framangreinds verkefnis.
Á fund byggðarráðs komu frá Íslandsstofu; Pétur Þorsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri, Karl Guðmundsson forstöðumaður, Einar Hansen Tómasson fagstjóri orku og grænna lausna og Film in Iceland og Arnar Guðmundsson fagstjóri fjárfestinga.
Byggðarráð þakkar fyrir samtalið og gott samstarf til þessa.

Byggðarráð Norðurþings - 389. fundur - 03.03.2022

Sveitarstjóri gerir grein fyrir vinnu við lokaskýrslu samstarfsverkefnisins um tækifæri til þróunar græns iðngarðs á Bakka. Verið er að ganga frá samningi við ráðgjafa sem koma að lokaspretti vinnunnar og stefnt er að því að íbúafundur verði haldinn í maí þar sem niðurstöður verða kynntar.

Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022

Sveitarstjóri gerir grein fyrir þeirri vinnu sem ráðgjafar munu stýra fram til vors um formun græns iðngarðs á Bakka. Stefnt er að því að undirrita samkomulag við M/studio Reykjavik og INNOV um verkstýringu á þessum síðasta hluta samstarfsverkefnis Norðurþings, Íslandsstofu, Landsvirkjunar og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og hvað er framumdan í verkefninu. Gert er ráð fyrir að vinnunni ljúki í maí næstkomandi.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Fyrir byggðarráði verður kynnt vinna við samstarfsverkefni um græna iðngarða.

M/STUDIO Reykjavík og INNOV tóku saman þau tækifæri og
áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðar á Bakka.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið. Afurð verkefnisins á að hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka. Enn fremur er bent á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.

Málið verður kynnt á íbúafundi í byrjun júní.

Byggðarráð Norðurþings - 398. fundur - 09.06.2022

Sveitarstjóri og fulltrúar frá M- studio og Innov kynna fyrir byggðarráði skýrslu um samstarfsverkefni um græna iðngarða. Um er að ræða lokaskýrslu verkefnisins, en stefnt er að opnum íbúafundi á næstunni þar sem niðurstöður vinnunnar verða kynntar. Fulltrúar M/STUDIO Reykjavík og INNOV fóru yfir helstu niðurstöður og tóku saman þau tækifæri og
áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðar á Bakka.
Byggðarráð þakkar fulltrúum M/STUDIO Reykjavík og INNOV fyrir komuna á fundinn og góða kynningu.

Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og þakkar fyrir þá vinnu sem fram hefur farið. Skýrsla M/STUDIO Reykjavík og INNOV mun hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka. Enn fremur er bent á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.

Sveitarfélagið mun vinna áfram með niðurstöður skýrslunnar á næstu vikum. Stefnt er að íbúafundi lok sumars þar sem verkefnið verður kynnt.

Byggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022

Hafrún Olgeirsdóttir leggur fram neðangreinda tillögu;

Á síðasta ári var unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. Það voru Íslandsstofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing sem stóðu að því verkefni og gefin var út skýrsla Grænir Iðngarðar- tækifæri fyrir Ísland. Í kjölfarið voru það svo M/STUDIO Reykjavík og INNOV sem tóku saman þau tækifæri og áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka og var sú vinna meðal annars byggð á fyrrnefndri skýrslu. Sú vinna nýtist sveitarfélaginu til ákvörðunartöku, að móta framtíðarsýn fyrir Bakka og benda á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.
Til að fá sem mest út úr þeirri vinnu sem hefur verið gerð síðustu mánuði, til að fullnýta innviði sem eru nú þegar á svæðinu og til að tryggja uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka, leggur undirrituð til að fela sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir stöðugildi verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að leiða áfram uppbyggingu svæðisins. Í því felst meðal annars að kanna hvort hagaðilar eins og Landsvirkjun og ráðuneytið hafi áhuga á því að koma að starfinu. Endanleg ákvörðun um stöðugildi yrði svo tekin fyrir þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð tekur undir tillöguna og felur starfandi sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir stöðugildi verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að leiða áfram uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 402. fundur - 04.08.2022

Á 398. fundi byggðarráðs var bókað: Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og þakkar fyrir þá vinnu sem fram hefur farið. Skýrsla M/STUDIO Reykjavík og INNOV mun hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka. Enn fremur er bent á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.
Á 400. fundi byggðarráðs var bókað vegna tillögu um verkefnastjóra: Byggðarráð tekur undir tillöguna og felur starfandi sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir stöðugildi verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að leiða áfram uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka.

Sveitarfélagið mun vinna áfram með niðurstöður skýrslunnar á næstu vikum. Stefnt er að íbúafundi lok sumars þar sem verkefnið verður kynnt.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja íbúafund ásamt höfundum skýrslunnar sem fram fer á næstu vikum. Einnig er sveitarstjóra falið að vinna að skipulagningu starfs verkefnastjóra græns iðngarðs á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar efni íbúafundar um græna iðngarða sem haldinn verður þriðjudaginn 27.09.2022 á Fosshótel Húsavík kl. 17:00.

Á fundinum verður kynnt vinna undanfarinna mánuða við samstarfsverkefni Íslandsstofu, Landsvirkjunar, Norðurþings og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða.

Erindi á fundinum verða frá Norðurþingi, Landsvirkjun og Íslandsstofu.
Lagt fram til kynningar.