Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

372. fundur 16. september 2021 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga sat fundinn undir lið 1.

1.Niðurstöður íbúakönnunnar um húsnæðismál á Kópaskeri og við Öxarfjörð

Málsnúmer 202109060Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga og fer yfir niðurstöður íbúakönnunnar um húsnæðismál á Kópaskeri og við Öxarfjörð.
Byggðarráð þakkar Lilju fyrir komuna og felur sveitarstjóra að funda með Leigufélaginu Bríeti um næstu skref og kynna niðurstöður könnunarinnar.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra ramma í samræmi við umræður á fundinum sem ganga út frá hækkun launaliða til samræmis við framkomnar launahækkanir.
Byggðarráð vísar uppfærðum römmum til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

3.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Þriðjudaginn 14. september sl. voru áfangaskýrslu um uppbygging grænna iðngarða á Íslandi gerð skil með upplýsingafundi í Hörpu. Norðurþing hefur unnið að verkefninu í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Íslandsstofu og Landsvirkjun. Fram kom á fundinum að verðmæt tækifæri eru fólgin í uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi, t.a.m. á Bakka við Húsavík. Undanfarna mánuði hafa aðilar úr ýmsum áttum unnið að kortlagningu tækifærianna og hvar helstu sóknarfærin liggja.

Áfangaskýrslan sem kynnt var og liggur hér til kynningar í byggðarráði er leiðarvísir fyrir næstu skref um það hvernig efla má atvinnulífið, auka samkeppnishæfni Íslands og treysta byggð á landsbyggðinni með uppbyggingu grænna iðngarða.

Sveitarstjóri fór stuttlega yfir áfangaskýrslu verkefnisins.
Byggðarráð mun fjalla frekar um málið á næsta fundi ráðsins og það sem snýr sérstaklega að uppbyggingu á Bakka.

4.Ósk um samstarf og formun viljayfirlýsingar um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsluvers innan grænna iðngarða á Bakka

Málsnúmer 202109078Vakta málsnúmer

Í kjölfar funda forsvarsmanna sveitarfélagsins og fulltrúa GREEN FUEL ehf. hefur byggðarráði nú borist formleg ósk þess efnis að samstarf verið hafið um vinnu við gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar beggja aðila um uppbygging vetnis- og ammoníakframleiðslu fyrirtækisins, innan iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Green Fuel fyrir áhuga þeirra á uppbyggingu á starfsemi innan græns iðngarðs á Bakka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að forma drög að viljayfirlýsingu og leggja fyrir ráðið.

5.Áskorun um að byggðarráð Norðurþings beiti sér gegn heimild til veiða með dragnót í Skjálfanda

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með ráðherra um málið. Von er á formlegri afstöðu ráðherra til áskorunarinnar á allra næstu dögum.
Sveitarstjóri fór yfir samskipti sín við ráðherra vegna málsins. Málið verður aftur á dagskrá byggðarráðs þegar formlegt svarbréf hefur borist.

6.Tilnefningar í hverfisráð 2021

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tilnefningar og framboð til setu í hverfisráðum sveitarfélagsins. Byggðarráð skipar í ráðin til tveggja ára í senn. Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum við formenn fráfarandi hverfisráða og starfsmenn ráðanna á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fyrir ráðið drög að viðauka við samþykktir um hverfisráð samkvæmt umræðum á fundinum. Byggðarráð felur sveitarstjóra einnig að undirbúa, í samráði við fráfarandi hverfisráð í Reykjahverfi, að boða til íbúafundar.

7.Verbúð á Hafnarstétt - Stefnumótun

Málsnúmer 202106134Vakta málsnúmer

Á 371. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð fór vandlega yfir málið og er enn áhugasamt um að hægt verði að koma upp safnarekstri í húseigninni og mun fjalla um málið aftur á næsta fundi þar sem endanleg afstaða verður tekin til erindisins
Byggðarráð telur ekki fært að sveitarfélagið fari í kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir við fasteignina á þessum tímapunkti en lýsir yfir vilja til áframhaldandi samtals við Norðurslóðasetrið um aðkomu fleiri aðila að verkefninu.

8.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundum og framgangi formunar nýs uppbyggingar samnings við GH.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og mun leggja fram drög að samningi um uppbyggingu nýs golfskála á næsta fundi byggðarráðs.

9.Umsagnarbeiðni um nýtingarleyfi á jarðhita við Skógalón í Öxarfirði

Málsnúmer 202109035Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Orkustofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar um nýtingarleyfi á jarðhita við Skógalón í Öxarfirði.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - Málaflokkur 11

Málsnúmer 202109007Vakta málsnúmer

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan viðauka sem ekki felur í sér nein fjárhagsleg áhrif á rekstur og vísar honum til samþykktar í byggðarráði.

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2021 vegna málaflokks 11. Viðaukinn er vegna tilfærslu á milli launa og annars rekstrarkostnaðar að fjárhæð 2.537.116 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna málaflokks 11.
Samkvæmt verklagsreglu þarf ekki samþykki sveitarstjórnar fyrir tilfærslum undir 5 milljónum.

11.Framlenging á samningi um hugbúnaðarþjónustu til 30.6.2022

Málsnúmer 202109066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að framlengingu á samningi við Advania um kaup á hugbúnaðarþjónustu. Samningurinn er til sex mánaða og gildir til 30. júní 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

12.Fundarboð á aðalfund Fjárfestingafélags Þingeyinga

Málsnúmer 202109077Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Fjárfestingafélags Þingeyinga 23. september nk. kl. 14:00 á Fosshótel Húsavík.
Byggðarráð tilnefnir Benóný Val Jakobsson sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Berg Elías Ágústsson til vara.

13.Tilnefning svæða í Emerald Network

Málsnúmer 202109062Vakta málsnúmer

Borist hefur eftirfarandi upplýsingapóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu;

Bernarsamningurinn um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu tók gildi 1982. Samningurinn er fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.

Ísland gerðist aðili að samningnum 1993. Eins og meðal annarra aðildarríkja samningsins er samningurinn grunnur að náttúruverndarlöggjöf Íslands. Til að fylgja eftir markmiðum sínum um þá vernd sem samningurinn tiltekur geta ríki gert tillögu að svæðum í svokallað Emerald Network. Markmiðið með Emerald Networker að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða ákveðið að gera það í skrefum og gera tillögu að nokkrum svæðum í einu.

Þegar svæði verða hluti af Emerald Network eru gerðar kröfur um lagalega vernd og umsjón svæðanna, sem og vöktun og áætlanir um hvernig vernd og stjórnun verði háttað.

Ákveðið hefur verið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network.

Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.

Svæðin eru:

- Guðlaugstungur
- Vatnajökulsþjóðgarður
- Verndarsvæði Mývatns og Laxár
- Vestmannsvatn
- Þjórsárver

Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum. Sem dæmi má nefna vistgerðirnar rústamýravist í Þjórsárverum og Guðlaugstungum og fjallahveravist í Vatnajökulsþjóðgarði og fuglategundirnar húsönd og flórgoða á verndarsvæði Mývatns og Laxár og Vestmannsvatni.

Með tillögunum er Ísland því að upplýsa önnur aðildarríki um að þessar plöntur, dýr og lífsvæði eru nú þegar vernduð á Íslandi og jafnframt aðtaka þátt í að vinna að framgangi markmiða samningsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.