Fara í efni

Verbúð á Hafnarstétt - Stefnumótun

Málsnúmer 202106134

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 366. fundur - 01.07.2021

Undangengin ár hafa ýmsar vangaveltur verið reifaðar um heppilegustu nýtingu svokallaðra Verbúða á Hafnarstétt. Eignin hefur verið á sölu, en fáir sýnt henni áhuga. Sveitarstjóri óskar eftir umræðu um tækifæri og áskoranir sveitarfélagsins til að koma húsnæðinu í skynsamlega nýtingu sem fyrst. Eignin er komin á mikið viðhald og brýnt að marka skýra stefnu um hvað gera skuli í ljósi stöðunnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um tækifæri og áskoranir við uppbyggingu og framtíðarnýtingu húsnæðisins.

Byggðarráð Norðurþings - 369. fundur - 19.08.2021

Vinnuskjal um mögulega sviðsmynd að uppbyggingu og afnotum Verbúða á Hafnarstétt á Húsavík liggur fyrir byggðarráði. Minnisblaðið er unnið af Arngrími Jóhannssyni f.h. Norðurslóðasetursins, fulltrúum Steinsteypis ehf og Reinar ehf.
Byggðarráð tekur jákvætt í grunnhugmynd um samstarf við uppbyggingu Norðurslóðaseturs á Húsavík í Verbúðum við Hafnarstétt. Byggðarráð fellst á að vinna áfram að samkomulagi um uppbyggingu húsnæðisins. Sveitarstjóra er falið að koma á framfæri hugmyndum byggðarráðs um útfærslu verkefnisins og aðkomu sveitarfélagsins að því.

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Vinnuskjal um mögulega sviðsmynd að uppbyggingu og afnotum Verbúða á Hafnarstétt á Húsavík liggur fyrir byggðarráði. Minnisblaðið er unnið af Arngrími Jóhannssyni f.h. Norðurslóðasetursins, fulltrúum Steinsteypis ehf og Reinar ehf.
Byggðarráð fór vandlega yfir málið og er enn áhugasamt um að hægt verði að koma upp safnarekstri í húseigninni og mun fjalla um málið aftur á næsta fundi þar sem endanleg afstaða verður tekin til erindisins.

Byggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021

Á 371. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð fór vandlega yfir málið og er enn áhugasamt um að hægt verði að koma upp safnarekstri í húseigninni og mun fjalla um málið aftur á næsta fundi þar sem endanleg afstaða verður tekin til erindisins
Byggðarráð telur ekki fært að sveitarfélagið fari í kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir við fasteignina á þessum tímapunkti en lýsir yfir vilja til áframhaldandi samtals við Norðurslóðasetrið um aðkomu fleiri aðila að verkefninu.