Fara í efni

Áskorun um að byggðarráð Norðurþings beiti sér gegn heimild til veiða með dragnót í Skjálfanda

Málsnúmer 202108026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 369. fundur - 19.08.2021

Erindi frá Hauki Eiðssyni hefur borist byggðarráði þar sem hann, f.h. smábátaeigenda á Húsavík skorar á byggðarráð að beita sér gegn heimild til veiða með dragnót í Skjálfanda.
Byggðarráð þakkar Hauki fyrir erindið og er sammála þeim rökum sem koma fram í bréfi hans. Byggðarráð telur óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða. Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum.

Byggðarráð Norðurþings - 370. fundur - 02.09.2021

Á 369. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð þakkar Hauki fyrir erindið og er sammála þeim rökum sem koma fram í bréfi hans. Byggðarráð telur óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða. Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum.

Jafnframt hefur Bergur Elías Ágústsson óskað eftir að málið verði rætt á fundi byggðarráðs og óskar eftir að sveitarstjóri upplýsi byggðarráð hver afstaða sjávarútvegsráðherra er gagnvart beiðni Norðurþings sem og hvort og eftir atvikum verði gripið til viðeigandi ráðstafana til að vernda lífríki Skjálfandaflóa.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er málið nú á borði sjávarútvegsráðherra og er það von byggðarráðs að niðurstaða fáist í það sem fyrst.

Byggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021

Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með ráðherra um málið. Von er á formlegri afstöðu ráðherra til áskorunarinnar á allra næstu dögum.
Sveitarstjóri fór yfir samskipti sín við ráðherra vegna málsins. Málið verður aftur á dagskrá byggðarráðs þegar formlegt svarbréf hefur borist.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur byggðarráði borist formlegt svar við áskorun Norðurþings um takmörun dragnótaveiða í Skjálfandaflóa.
Lagt fram til kynningar.

Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi bókun;
Uppi er merkileg staða. Svar frá Atvinnuvega- og sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 22. september sl. þar sem lokun Skjálfandaflóa fyrir veiðum með dragnót er hafnað. Fyrsta málsgrein er svohljóðandi. Vísað er til erindis byggðaráðs f.h. smábátasjómanna á Húsavík. Í erindinu var farið á leit að ráðuneytið; að veiðar með dragnót verði óheimilar í Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flateyjar í Tjörnestorfu. Að undanförnu hafa stór dragnótaskip verið að veiðum í Skjálfanda á hefðbundinni veiðislóð smábáta. Einnig segir í erindinu; "Skip að stærðinni 283 brt. með gríðarlega toggetu og veiðarfæri útbúin til botnfiskveiða á ekkert erindi á grunnslóð. Afkastageta þess er í þriðja veldi á við það veiðarfæri sem miðað var við þegar undanþága var gerð fyrir dragnót til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands. Jafnframt var litið til þess að veiðarfærið væri kjörið til veiða á flatfiski þegar undanþágan var veitt."

Afgreiðsla byggðarráðs þann 19. ágúst var sem hér segir; "Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum."

Byggðarráð hefur ALDREI farið fram á það að dragnótaveiðar verið bannaðar í Skjálfanda, eins og sjá má á afgreiðslu ráðsins. Afgreiðslu byggðarráðs Norðurþings er því ekki svarað að mínu mati.