Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

370. fundur 02. september 2021 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til júlí ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur fyrir janúar til ágúst.

Á 369. fundi byggðarráðs var bókað;
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð mun taka frekari umræðu um launaþróun málaflokka 02 - félagsþjónustu og 04 - fræðslumál á næsta fundi

Fyrir fundinum liggja skýringar sviðsstjóra félagsþjónustu og fræðslumála á þróun launakostnaðar málaflokkanna það sem af er ári.

Á fundinn kemur Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi og fer yfir rekstur málaflokks 04 ásamt væntanlegri þróun út fjárhagsárið.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir komuna.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf. mál nr. 30/2021

Málsnúmer 202108021Vakta málsnúmer

Borist hefur tilkynning frá kærunefnd útboðsmála þar sem Garðvík ehf. kærir ákvörðun sveitarfélagsins Norðurþings að ganga til samninga við fyrirtækið Bæjarprýði ehf. um viðgerðir á hellulögnum, hellulögn og kantsteinslögn.
Lagt fram til kynningar.

4.Áskorun um að byggðarráð Norðurþings beiti sér gegn heimild til veiða með dragnót í Skjálfanda

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Á 369. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð þakkar Hauki fyrir erindið og er sammála þeim rökum sem koma fram í bréfi hans. Byggðarráð telur óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða. Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum.

Jafnframt hefur Bergur Elías Ágústsson óskað eftir að málið verði rætt á fundi byggðarráðs og óskar eftir að sveitarstjóri upplýsi byggðarráð hver afstaða sjávarútvegsráðherra er gagnvart beiðni Norðurþings sem og hvort og eftir atvikum verði gripið til viðeigandi ráðstafana til að vernda lífríki Skjálfandaflóa.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er málið nú á borði sjávarútvegsráðherra og er það von byggðarráðs að niðurstaða fáist í það sem fyrst.

5.Umræða um VII kafla í samþykktum Norðurþings

Málsnúmer 202108080Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um VII kafla í samþykktum Norðurþings, sem og framkvæmd þeirra.


Byggðarráð mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum.

6.Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013

Málsnúmer 202103051Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson ítrekar beiðni um að úttekt verði gerð við eftirfylgni Viðskiptareglna sem samþykktar voru árið 2013.

Eftirfarandi var bókað á byggðarráðsfundi 8 apríl sl. 10. Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013.
Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista

Fyrir byggðarráði liggur nú nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úttektina í samræmi við eftirfarandi forsendur.

Samkvæmt þágildandi reglum var óheimilt er að gera samning við þann sem eftirfarandi átti við um:
1. Hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum.
2. Sætir nauðasamningum, greiðslustöðvun eða er undir gjaldþrotaskiptum.
3. Er í vanskilum með opinber gjöld.
4. Er í vanskilum með eigin lífeyrissjóðs iðgjöld eða iðgjöld vegna starfsmanna.

Úttekt A. beinist að því hvort gerðir hafi verið samningar við einhverja sem ekki uppfylla liði 1 til 4 á gildistíma samþykktarinnar og hvernig því hafi verið fylgt eftir að svo gerðist ekki. Hefur sveitarfélagið gert samning við aðila sem voru í vanskilum með opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld og iðgjöld þrátt fyrir gildandi reglur?

Úttekt B. Hefur sveitarfélagið útilokað fyrirtæki frá samningi sem:
1. hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
2. hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
3. hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.

Úttekt C. Fram kemur að gerð er krafa um að fjárhagsstaða sem og tæknileg geta bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sveitarfélaginu. Hvernig hefur slíkt verið tryggt í framkvæmd og af hverjum?
Málið er komið í farveg og niðurstöðu að vænta á næstu vikum.

7.Drög að nýjum samningi um innheimtuþjónustu við Motus

Málsnúmer 202107046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Motus um innheimtuþjónustu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

8.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 12. júlí sl.
Byggðarráð vísar málum 2, 4 og 5 til skipulags- og framkvæmdráðs.
Önnur mál lögð fram.

9.Forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202108047Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Greiðslur ríkissjóðs vegna alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202108077Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá dómsmálaráðuneytinu vegna endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við alþingiskosningar þann 25. september nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Skuldajöfnun útsvars vegna júní, bókað 15. júlí

Málsnúmer 202108046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit frá fjársýslu ríkisins yfir greiðslur og skuldajöfnun vegna útsvars í júní.
Lagt fram til kynningar.

12.Útsvarsgreiðslur vegna júlí 2021, bókaðar 15. ágúst

Málsnúmer 202108045Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit frá fjársýslu ríkisins yfir greiðslur og uppgjör vegna útsvars í júlí.
Lagt fram til kynningar.

13.Styrkbeiðni vegna menningardaga á Raufarhöfn 2021

Málsnúmer 202108075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Nönnu Steinu Höskuldsdóttur fyrir hönd menningardaga á Raufarhöfn dagana 25. september til 2. október.
Byggðarráð samþykkir að styrkja menningardaga á Raufarhöfn um 250.000 krónur.

14.Starfsáætlun Rannsóknarstöðvarinnar Rifs fyrir árin 2021-2025

Málsnúmer 202108083Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Rannsóknarstöðvarinnar Rifs fyrir árin 2021-2025
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 900. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.