Fara í efni

Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013

Málsnúmer 202103051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Á 108. fundi sveitarstjórnar var samþykkt eftirfarandi tillaga Bergs Elíasar Ágústssonar;
Frá árinu 2013 hafa verið lýði viðskiptareglur fyrir Norðurþing. Er þess óskað að gerð verði úttekt á eftirfylgni þeirra reglna og hún lögð fyrir byggðarráð.
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista

Fyrir byggðarráði liggur nú nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úttektina í samræmi við eftirfarandi forsendur.

Samkvæmt þágildandi reglum var óheimilt er að gera samning við þann sem eftirfarandi átti við um:

1. Hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum.
2. Sætir nauðasamningum, greiðslustöðvun eða er undir gjaldþrotaskiptum.
3. Er í vanskilum með opinber gjöld.
4. Er í vanskilum með eigin lífeyrissjóðs iðgjöld eða iðgjöld vegna starfsmanna.

Úttekt A. beinist að því hvort gerðir hafi verið samningar við einhverja sem ekki uppfylla liði 1 til 4 á gildistíma samþykktarinnar og hvernig því hafi verið fylgt eftir að svo gerðist ekki. Hefur sveitarfélagið gert samning við aðila sem voru í vanskilum með opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld og iðgjöld þrátt fyrir gildandi reglur?

Úttekt B. Hefur sveitarfélagið útilokað fyrirtæki frá samningi sem:

1. hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
2. hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
3. hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.

Úttekt C. Fram kemur að gerð er krafa um að fjárhagsstaða sem og tæknileg geta bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sveitarfélaginu. Hvernig hefur slíkt verið tryggt í framkvæmd og af hverjum?



Byggðarráð Norðurþings - 370. fundur - 02.09.2021

Bergur Elías Ágústsson ítrekar beiðni um að úttekt verði gerð við eftirfylgni Viðskiptareglna sem samþykktar voru árið 2013.

Eftirfarandi var bókað á byggðarráðsfundi 8 apríl sl. 10. Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013.
Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista

Fyrir byggðarráði liggur nú nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úttektina í samræmi við eftirfarandi forsendur.

Samkvæmt þágildandi reglum var óheimilt er að gera samning við þann sem eftirfarandi átti við um:
1. Hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum.
2. Sætir nauðasamningum, greiðslustöðvun eða er undir gjaldþrotaskiptum.
3. Er í vanskilum með opinber gjöld.
4. Er í vanskilum með eigin lífeyrissjóðs iðgjöld eða iðgjöld vegna starfsmanna.

Úttekt A. beinist að því hvort gerðir hafi verið samningar við einhverja sem ekki uppfylla liði 1 til 4 á gildistíma samþykktarinnar og hvernig því hafi verið fylgt eftir að svo gerðist ekki. Hefur sveitarfélagið gert samning við aðila sem voru í vanskilum með opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld og iðgjöld þrátt fyrir gildandi reglur?

Úttekt B. Hefur sveitarfélagið útilokað fyrirtæki frá samningi sem:
1. hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
2. hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
3. hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.

Úttekt C. Fram kemur að gerð er krafa um að fjárhagsstaða sem og tæknileg geta bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sveitarfélaginu. Hvernig hefur slíkt verið tryggt í framkvæmd og af hverjum?
Málið er komið í farveg og niðurstöðu að vænta á næstu vikum.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Á 370. fundi byggðarráðs var bókað;
Málið er komið í farveg og niðurstöðu að vænta á næstu vikum.

Fyrir byggðarráði liggur nú minniblað frá KPMG þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu úttektar á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá 2013.
Lagt fram til kynningar.