Byggðarráð Norðurþings

389. fundur 03. mars 2022 kl. 08:30 - 09:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sat fundinn í fjarfundi.

1.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

202201056

Til kynningar í byggðarráði er fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn föstudaginn 25. febrúar s.l.
Í ljósi stöðunar í Úkraínu og hvatningar Sambands íslenskra sveitarefélaga leggur byggðarráð fram eftirfarandi bókun.
Úkraína er frjálst og fullvalda ríki. Byggðarráð Norðurþings fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og brot á sjálfstæði þjóðarinnar. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir fullum stuðningi og samstöðu við úkraínsku þjóðina.
Norðurþing hefur áður samþykkt að taka á móti flóttafólki og er sveitarfélagið reiðubúið að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.
Byggðarráð tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.

2.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

202102066

Sveitarstjóri gerir grein fyrir vinnu við lokaskýrslu samstarfsverkefnisins um tækifæri til þróunar græns iðngarðs á Bakka. Verið er að ganga frá samningi við ráðgjafa sem koma að lokaspretti vinnunnar og stefnt er að því að íbúafundur verði haldinn í maí þar sem niðurstöður verða kynntar.

3.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

202110036

Byggðarráð heldur áfram umræðu sinni um framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. Fyrir liggur verðmat endurskoðanda á verðmæti félaga eignasafnsins.
Byggðarráð leggur til að sveitarsjóri vinni málið áfram og fundi með formanni Fjárfestingafélags Þingeyinga og fulltrúa Byggðastofnunar.

4.Tillaga um breytta forgangsröðun fjárfestinga - endurskoðun 3ja ára fjárhagsáætlunar.

202203005

Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram tillögu um að Norðurþing dragi sig út úr útboði í samstarfi við Ríkiskaup um kaup á nýrri slökkvibifreið og eftirláti nýrri sveitarstjórn, sem tekur við að örfáum mánuðum liðnum, að fjárfesta í stærri fjárfestingum fyrir komandi ár í eigin fjárhagsáætlun.
Byggðarráð frestar ákvörðun um tillöguna til næsta fundar þegar frekari gögn liggja fyrir vegna útboðsins.

5.Samningur Svalbarðshrepps og Norðurþings um þjónustu byggingafulltrúa

202202053

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi milli Norðurþings og Svalbarðshrepps um kaup Svalbarðshrepps á þjónustu skipulags- og byggingafulltrúa Norðurþings. Samingurinn hefur verið samþykktur og undirritaður af sveitarstjórn Svalbarðshrepps.

Samþykkt var í byggðarráði á fundi 383 þann 6. jan. síðastliðinn að bjóða Svalbarðshreppi samning.
Byggðarráð samþykkir samninginn.

6.Rekstur Norðurþings 2022

202201062

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur 2022.
Lagt fram til kynningar

7.Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

202112089

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE um samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu, kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 660.845 kr.

8.Minnisblað um hækkun lifeyrisskuldbindinga 2021

202202120

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar minnisblað um hækkun lífeyrisskuldbindinga á árinu 2021. Í ljós hefur komið að lífeyrisskuldbindingar margra sveitarfélaga vegna ársins 2021 hafa hækkað verulega.
Lagt fram til kynningar.

9.Erindi til sveitarstjórnarmanna vegna funda um stefnumótun 2022

202202110

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar. Samráðs- og upplýsingafundir með sveitarstjórnarmönnum til undirbúnings stefnumótunarvinnu á landsþingi sambandsins í september 2022.
Lagt fram til kynningar og vísað til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

10.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

202111163

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 10. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

202202055

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleygingja), 349. mál.

Sama nefnd óskar einnig eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni), 350. mál.

Umsögnum berist eigi síðan er 10. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

202202025

Til umsagnar í byggðarráði. Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.