Fara í efni

Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202112089

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdarstjóra N4 þar sem óskað er eftir þátttöku Norðurþings í samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélögum um aukinn sýnileika með stöðugri umfjöllun á faglegan og áhugaverðan hátt frá svæðinu m.a. með þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleira.
Byggðarráð sér sér ekki fært að taka þátt í samstarfinu að þessu sinni.

Byggðarráð Norðurþings - 389. fundur - 03.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE um samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu, kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 660.845 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi milli sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 ehf. vegna þáttagerðar og sýninga á miðlum N4 árið 2022.

Byggðarráð samþykkti á fundi 389. þann 3.3.2022 að Norðurþing tæki þátt í verkefninu.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Á fundi byggðarráðs nr. 390 þann 10. mars sl. lágu fyrir drög að samkomulagi milli sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 ehf. vegna þáttagerðar og sýninga á miðlum N4 árið 2022.

Fallið hefur verið frá þessu samkomulagi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 404. fundur - 25.08.2022

Á 389. fundi þann 30. mars 2022 var bókað: Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE um samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu, kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 660.845 kr.

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi milli SSNE f.h. 10 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 um samstarf vegna þáttagerðar og sýningar á efni.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu sem fyrr að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu,kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 643.608 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 410. fundur - 20.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur samningur um samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna þáttagerðar og sýningar á efni.
Bókun byggðarráðs frá 25.08.2022; Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu sem fyrr að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu, kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 643.608 kr.
Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið. Kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 643.608 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá framkvæmdastjóra N4 þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um að efla fjölmiðlun frá landshlutanum með þátttöku í áhersluverkefni til næstu þriggja ára.
Byggðarráð þakkar N4 fyrir erindið en telur sér ekki fært að gera svo viðamikinn samning við einn fjölmiðil.

Byggðarráð samþykkir neðangreinda ályktun:
Byggðarráð leggur það til við stjórnvöld að þar sem ákveðið hefur verið að styrkja einkarekna fjölmiðla, þá verði að tryggja það að ákveðin hluti þess framlags verði skilyrtur til dagskrárgerðar á landsbyggðinni.