Byggðarráð Norðurþings

404. fundur 25. ágúst 2022 kl. 08:30 - 10:39 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 8. sat fundinn Anna Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi og vefstjóri Norðurþings.

1.Rammasamningur RK-17 um þjónustu iðnaðarmanna

202208071

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni vegna endurnýjunar rammasamnings RK-17 um þjónustu Iðnaðarmanna.
Byggðarráð þakkar Guðmundi Vilhjálmssyni fyrir upplýsandi erindi.

2.Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2022

202205111

Á 403. fundi byggðarráðs þann 11.08.2022 var bókað: Byggðarráð mun taka málið upp á næsta fundi sínum og taka ákvarðanir hvað varðar endurnýjun á þeim samningum sem renna út á næstu vikum.

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um rammasamning RK-17 um kaup á þjónustu iðnmeistara.
Byggðarráð samþykkir að segja sig úr rammasamning RK-17 um kaup á þjónustu iðnmeistara. Það er mat ráðsins að ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið innan samningsins. Ráðið telur þá fullt tilefni til að yfirfara innkaupareglur og verkferla við innkaup innan sveitarfélagsins og mun taka það fyrir í ráðinu í beinu framhaldi.

3.Myndbandsupptaka sveitarstjórnarfunda

202208043

Á 125. fundi þann 18.08.2022 sveitarstjórnar var bókað: Forseti sveitarstjórnar leggur til að fundir sveitarstjórnar Norðurþings verðir teknir upp bæði í hljóði og mynd. Fundunum verði streymt á netið og gerðir aðgengilegir íbúum. Tillögunni verði vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kostnaðarmeta verkefnið ásamt því að skoða hvaða leiðir þykja henta best við aðgengi að upptökum á sveitarstjórnafundum.

4.Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings

202207036

Fyrir byggðarráði liggur að hefja endurskoðun á skipuriti Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja vinnu við að endurskoða skipurit sveitarfélagsins.

5.Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

202112089

Á 389. fundi þann 30. mars 2022 var bókað: Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE um samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu, kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 660.845 kr.

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi milli SSNE f.h. 10 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 um samstarf vegna þáttagerðar og sýningar á efni.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu sem fyrr að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu,kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 643.608 kr.

6.Árbók Þingeyinga

202208021

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar drög að samningi vegna Árbókar Þingeyinga. Samningur var gerður til þriggja ára árið 2015 við Þekkingarnet Þingeyinga um að ritstýra og afla efnis á kafla Norðurþings í Árbók Þingeyinga.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög að því gefnu að tímafjöldi verði nánar skilgreindur í samningnum. Kostnaður Norðurþings er greiðsla vegna 60 klst. vinnu á ári eða 549.000 kr og er upphæðin tengd launavísitölu.

7.Samningur Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Norðurþings um hreinsun í kjölfar umferðaróhappa

202208022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar endurnýjun á samningi Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Norðurþings um hreinsun í kjölfar umferðaróhappa.

Lagt fram til kynningar.

8.Vinna við uppfærslu á heimasíðu Norðurþings

202206018

Á 398. fundi byggðarráðs þann 09.06.2022 var bókað: Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings, kostnaðargreina verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir byggðarráði liggja tillögur að uppfærslu á vefsíðu Norðurþings ásamt áætluðum kostnaði þar um.
Byggðarráð þakkar Önnu Gunnarsdóttur fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur sveitarstjóra að fylgja eftir vinnu við samning við Stefnu ehf. um að taka að sér vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.

9.Áætlanir vegna ársins 2023

202205060

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Efni: Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur og ársreikningur - Greið leið ehf.

202206122

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ársrekningur 2021 og fundargerð aðalfundar félagsins frá 28. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundarboð aðalfundar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf.2022

202208059

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð. Aðalfundur Skúlagarðs -fasteignafélags ehf. verður haldinn í Skúlagarði miðvikudaginn 31. ágúst 2022 kl.17:00.
Fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi verður Bergþór Bjarnason fjármálastjóri og til vara Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.

12.Fundargerðir HNE 2022

202203049

Fyrir byggðarráð liggja til kynningar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 21. mars, 22. maí og 22. júní.
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Fjallalambs hf.2022

202208085

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð vegna aðalfundar Fjallalambs h.f. haldinn þriðjudaginn 30.ágúst 2022. kl 16:00 í sal Fjallalambs h.f. á Kópaskeri.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur og Bergþór Bjarnason til setu á aðalfundi Fjallalambs hf.

Fundi slitið - kl. 10:39.