Fara í efni

Myndbandsupptaka sveitarstjórnarfunda

Málsnúmer 202208043

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Forseti sveitarstjórnar leggur til að fundir sveitarstjórnar Norðurþings verðir teknir upp bæði í hljóði og mynd. Fundunum verði streymt á netið og gerðir aðgengilegir íbúum. Tillögunni verði vísað til byggðarráðs.

Í nóvember 2017 gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út Handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa. Þar er m.a. fjallað um upplýsingagjöf til íbúa og hvernig megi virkja þátttöku íbúa í samtali um uppbyggingu samfélags. Það er mikilvægt að skapa samráðsmenningu innan sveitarfélagsins við ákvörðunartöku og á réttum vettvangi.
Til máls tóku: Helena, Ingibjörg, Hafrún og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 404. fundur - 25.08.2022

Á 125. fundi þann 18.08.2022 sveitarstjórnar var bókað: Forseti sveitarstjórnar leggur til að fundir sveitarstjórnar Norðurþings verðir teknir upp bæði í hljóði og mynd. Fundunum verði streymt á netið og gerðir aðgengilegir íbúum. Tillögunni verði vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kostnaðarmeta verkefnið ásamt því að skoða hvaða leiðir þykja henta best við aðgengi að upptökum á sveitarstjórnafundum.

Byggðarráð Norðurþings - 411. fundur - 03.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur kostnaðargreining vegna myndbandsupptöku á sveitarstjórnarfundum Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við skrifstofustjóra að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi á myndbandsupptökum ásamt áætluðum kostnaði á hvern fund fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað um samantekt á kostnaði við myndbandsupptöku sveitarstjórnarfunda ásamt tillögu um fyrirkomulagið.

Á 411. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið í samráði við skrifstofustjóra að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi á myndbandsupptökum ásamt áætluðum kostnaði á hvern fund fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að því að myndbandsupptökur sveitarstjórnarfunda komi til framkvæmda sem fyrst.