Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

417. fundur 12. janúar 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1 sátu fundinn frá Ocean Mission Huld Hafliðadótir og Heimir Harðarson.


Undir lið nr. 12 sat fundinn Grímur Kárason slökkviliðsstjóri.

1.Ósk um stuðning við fyrsta Hope Spot á Íslandi frá Ocean Missions

Málsnúmer 202211112Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar Ocean Missions og kynna starfsemina.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Ocean Mission fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á þeirra starfsemi.

2.Umræða um samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202006177Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna og umræða um samþykktir kjörina fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.
Byggðarráð hefur haft síðustu vikur til umræðu hjá sér samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum. Í 12. gr. samþykktanna kemur fram „þar sem sveitarfélagið skipar fulltrúa til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu þess og ef tilnefningaraðilar stjórnmarmanna greiða stjórnarsetulaun, en ekki hlutaðeigandi stjórn/ráð/nefnd, skulu fulltrúar Norðurþings fá greitt skv. grein þessari.“ Samhliða þessu hefur verið unnið eftir þeirri meginreglu að sveitarfélagið greiði ekki laun, séu aðrir tilnefningaraðilar ekki að greiða laun fyrir setu.

Formaður leggur til við ráðið að haldið verði áfram að vinna eftir þessum reglum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða.

3.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2023

Málsnúmer 202212074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka um 8,3% á milli ára í samræmi við launavísitölu.
Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 3.817.575.- veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 3.817.525.- til 4.558.347.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 4.558.347. til 5.929.425.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 5.929.425.- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 7.263.681.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 7.263.681.- til 8.004.453.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 7.004.453.- til 8.893.596.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 8.893.596.- króna veita engan afslátt.

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 15. desember sl. fól ráðið sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja endanlegar tillögur að umsóknarvekefnum í C.1 fyrir ráðið að nýju.

Fyrir byggðarráði liggja nú tillögur að umsóknum frá byggðakjörnum sveitarfélagsins til SSNE. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í C.1 vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólks.
Sveitarstjóri upplýsti um þá vinnu sem hefur verið í gangi í umsóknarferlinu.

5.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra dagsett 8. janúar 2023 um stöðu mála vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. Einnig fundargerð samráðshóps aðildarsveitarfélaganna frá 2. janúar 2023.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og hver væru næstu skref í samtali við ríkið og nágranna sveitarfélög. Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að ná samkomulagi við ríkið um endanlega kostnaðarskiptingu verkefnisins sem fyrst.

6.Yfirlýsing frá Fonti, félagi smábátaeigenda vegna úthlutunar byggðarkvóta 2022/2023.

Málsnúmer 202301024Vakta málsnúmer

Byggðarráði hefur borist erindi frá Fonti, félagi smábátaeigenda. Þess er óskað að sveitarfélagið fari þess á leit við matvælaráðuneytið að felld verði niður löndunarskylda til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2022/2023 og landanir hrognkelsa verði teknar til viðmiðunar vegna byggðarkvóta sem úthlutað verður.
Byggðarráð skorar á sjávarútvegsráðherra að felld verði niður löndunarskylda til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2022/2023 og landanir hrognkelsa verði teknar til viðmiðunar vegna byggðarkvóta sem úthlutað verður.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessari áskorun til matvælaráðuneytisins.

Hjálmar Bogi óskar bókað að hann taki ekki undir áskorun byggðarráðs.

7.Frumhagkvæmnimat líforkuvers í Eyjafirði

Málsnúmer 202212082Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur lokaútgáfa frumhagkvæmnimats líforkuvers í Eyjafirði sem unnin var af Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Vistorku og ráðgjöfum fyrir hönd sveitarfélaganna innan SSNE.

Fyrirhugaður er kynningarfundur verkefnastjóra með sveitarstjórn verður síðar í janúar þar sem tekin verður umræða um áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

8.Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 202211151Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 15. desember fól byggðarráð sveitarstjóra að vera í sambandi við SSNE vegna málsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra vegna málsins ásamt farþegatölum fyrir árin 2019 til 2022.
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað sem unnið hefur verið vegna almenningssamgangna í Norðurþingi. Byggðarráð áréttar að ríkið haldi uppi almenningssamgöngum austur til Þórshafnar og felur sveitarstjóra að vinna upplýsingarnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og skila þeim til SSNE.

9.Norðursíldarhús Höfðabraut, Raufarhöfn

Málsnúmer 202203021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um sölu á Norðursíldarhúsi á Raufarhöfn a.m.k. tveir aðilar hafa sýnt húsnæðinu áhuga.

Fundur í Skipulags- og framkvæmdaráði 13. sept 2022, málsnr. 202203021.
Skipulags og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi um kauptilboð í Höfðabraut 14 á 119. fundi sínum 22, febrúar 2022: Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi kauptilboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn um fasteignina og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja eignina á sölu.
Byggðarráð leggur áherslu á að fasteignin Höfðabraut 14 (Norðursíldarhús) á Raufarhöfn verði auglýst til sölu á næstu vikum. Unnið hefur verið að tiltekt í húsinu.

10.Myndbandsupptaka sveitarstjórnarfunda

Málsnúmer 202208043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað um samantekt á kostnaði við myndbandsupptöku sveitarstjórnarfunda ásamt tillögu um fyrirkomulagið.

Á 411. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið í samráði við skrifstofustjóra að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi á myndbandsupptökum ásamt áætluðum kostnaði á hvern fund fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að því að myndbandsupptökur sveitarstjórnarfunda komi til framkvæmda sem fyrst.

11.Möguleiki á samstarfi við Bjarg íbúðafélag

Málsnúmer 202210009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á mögulegu samstarfi við Bjarg íbúðarfélag um byggingu á félagslegu húsnæði á Húsavík.
Sveitarstjóri fór yfir efni fundar sem sveitarfélagið átti með Bjargi íbúðarfélagi og formanni Framsýnar þann 20. desember sl. um mögulega byggingu íbúða á vegum Bjargs íbúðarfélags.
Byggðarráð leggur áherslu á að framvinda verði í málinu á næstu mánuðum.

12.Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2022.

Málsnúmer 202301016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2022. Grímur Kárason slökkviliðsstjóri mun fara yfir skýrsluna.
Byggðarráð þakkar Grími Kárasyni fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á ársskýrslu Slökkviliðs Norðurþings.

13.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Skúlagarði

Málsnúmer 202301039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni:
Umsækjandi: Ólafur Jónsson, kt. 090661-4509.
Ábyrgðarmaður: Ólafur Jónsson, kt. 090661-4509.
Staðsetning skemmtanahalds: Hótel Skúlagarður/ félagsheimili., 671 Kópaskeri.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót Keldhverfinga.
Áætlaður gestafjöldi: 195. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 16 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 28. janúar 2023 frá kl. 20:30 til kl. 03:00 aðfararnótt 29. janúar 2023.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði, dansleikur.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.

Hlekkur á reglur:

https://www.nordurthing.is/static/files/reglur_og_samthykktir/reglur_utleiga_ithrottahusa_fealgsheimila.pdf

Í reglunum kemur eftirfarandi fram:

Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem er í eigu Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 10:30.