Fara í efni

Möguleiki á samstarfi við Bjarg íbúðafélag

Málsnúmer 202210009

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 408. fundur - 06.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Aldey Unnar Traustadóttur að kanna möguleika á samstarfi við Bjarg íbúðafélag um uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Norðurþingi.
Byggðarráð samþykkir tillögu Aldeyar og felur sveitarstjóra að koma á fundi fulltrúa Norðurþings með framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags hses.

Byggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á mögulegu samstarfi við Bjarg íbúðarfélag um byggingu á félagslegu húsnæði á Húsavík.
Sveitarstjóri fór yfir efni fundar sem sveitarfélagið átti með Bjargi íbúðarfélagi og formanni Framsýnar þann 20. desember sl. um mögulega byggingu íbúða á vegum Bjargs íbúðarfélags.
Byggðarráð leggur áherslu á að framvinda verði í málinu á næstu mánuðum.