Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

408. fundur 06. október 2022 kl. 08:30 - 10:48 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1. sat fundinn Gestur Pétursson framkvæmdastjóri PCC BakkiSilicon.
Undir lið 7. sat fundinn Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofustjóri.

1.Kynning á nústöðu PCC BakkiSilicon.

Málsnúmer 202209092Vakta málsnúmer

Gestur Pétursson, nýr framkvæmdastjóri PCC BakkiSilicon, mætir á fundinn og fer yfir stöðu mála hjá PCC BakkiSilicon í dag.
Byggðarráð þakkar Gesti Péturssyni framkvæmdastjóra fyrir komuna á fundinn sem og greinargóða og upplýsandi yfirferð á stöðu og framtíðaráformum PCC BakkiSilicon.

2.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur í september 2022 og tekjur fyrstu níu mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

3.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að römmum vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.

4.Almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurl.eystra

Málsnúmer 202209091Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir til upplýsinga fundargerð haustfundar Almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem haldinn var miðvikudaginn 21. september 2022 kl. 10 í AST á Húsavík.

Einnig fylgir með fundarboði samstarfssamningur um í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008. Samstarfssamningurinn tekur gildi við samþykkt sveitarstjórna allra samningsaðila.
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samstarfssamningur í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008. Samstarfssamningurinn tekur gildi við samþykkt sveitarstjórna allra samningsaðila.

Samstarfssamningi vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

5.Möguleiki á samstarfi við Bjarg íbúðafélag

Málsnúmer 202210009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Aldey Unnar Traustadóttur að kanna möguleika á samstarfi við Bjarg íbúðafélag um uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Norðurþingi.
Byggðarráð samþykkir tillögu Aldeyar og felur sveitarstjóra að koma á fundi fulltrúa Norðurþings með framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags hses.

6.Umræða um samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202006177Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til umræðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista um fjölda einstaklinga og skilgreina um hvaða nefndir og stjórnir ræðir, kostnaðargreina og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2022

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. stjórnarfundar Húsavíkurstofu sem haldinn var þann 20. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202209123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð; Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, miðvikudaginn 12. október kl. 13:00.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason fjármálstjóra til setu á fundinum.

9.Beiðni um stuðning vegna 100 ára afmælis félagsins

Málsnúmer 202209076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Norræna félaginu og ósk um stuðning vegna 100 ára afmælis Norræna félagsins á Íslandi.
Byggðarráð hafnar styrkbeiðni Norræna félagsins.

10.Hvatnig til að varðveita merk mannvirki

Málsnúmer 202209090Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ályktun frá Gafli félagi um þingeyskan byggingararf.
Byggðarráð þakkar Gafli félagi um þingeyskan byggingararf fyrir brýninguna.

11.Gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta 2023

Málsnúmer 202209075Vakta málsnúmer

Á 128. fundi fjölskylduráðs 27. september, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

12.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2023.

Málsnúmer 202010161Vakta málsnúmer

Á 128. fundi fjölskylduráðs 27. september 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:48.