Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

411. fundur 03. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:36 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja breytingar á fjárhagsrömmum fyrir fjárhagsáætlun 2023.

Á 131. fundi fjölskylduráðs þann 18. október sl. var bókað:

Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 49.438.864.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 29.500.000.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 11.884.090.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun menningarsviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 2.226.108.

Einnig til umræðu stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins sbr. 130 gr. a. í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma fræðslusviðs um kr. 49.438.864.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs um kr. 29.500.000.
Byggðarráð hafnar hækkun á fjárhagsramma félagsþjónustusviðs um kr. 11.884.090 þar sem forsendur fyrir hækkuninni verða endurskoðaðar á miðju ári 2023.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma menningarsviðs um kr. 2.226.108.

Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins sbr. 130 gr. a. í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011: Lagt fram til kynningar.

2.Sameiginleg verkefni og kostnaður þeirra fyrir fjárhagsáætlanagerð stafrænna sveitarfélaga árið 2023

Málsnúmer 202210119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar kostnaður vegna verkefna sem tilkoma vegna stafrænna sveitarfélaga 2023.
Byggðarráð áréttar að tekið verði tillit til kostnaðar allt að 2 m.kr í áætlanagerð vegna verkefna sem tilkoma vegna stafrænna sveitarfélaga á árinu 2023.

3.Björgunarsveitin Garðar óskar eftir styrk vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar.

Málsnúmer 202210012Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða mögulega útfærslu á framlagi Norðurþings til kaupanna og leggja fyrir ráðið að nýju. Nú liggja fyrir byggðarráði drög að samkomulagi við Björgunarsveitina Garðar vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar. Drögin fela það í sér að Norðurþing styrki verkefnið um 20 milljónir. Greiðslum verði skipt þannig að sveitarfélagið greiði 5 milljónir á ári í 4 ár og að fyrsta greiðslan verði í desember 2022.

Á 409. fundi ráðsins var bókað; Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða mögulega útfærslu á framlagi Norðurþings til kaupanna og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga í samræmi við samningsdrög við Björgunarsveitina Garðar og samþykkir að heildarkostnaður Norðurþings verði allt að 20 m.kr, greiðslur skiptist í fjórar jafnar greiðslur á árunum 2022- 2025.

4.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf Norðurþings til SOF- nefndar (Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir) vegna kostnaðar við tengigang, geymslur og sals á milli HSN og hins nýja hjúkrunarheimilis.
Byggðarráð Norðurþings fer fram á að kostnaðarskipting við uppbygging hjúkrunarheimilis verði leiðrétt. Almennt viðmið er að kostnaðarskipting á milli ríkis og sveitarfélaga sé 85% á móti 15%. Nú er gert ráð fyrir 23,7% hlutdeild sveitarfélaganna í uppbyggingunni og er ástæðan m.a. tengigangur nýs heimilis við sjúkrahúsið á Húsavík og því til framtíðar hagræðingar í rekstri fyrir ríkisvaldið sem ber ábyrgð á hjúkrunarþjónustu. Engu að síður er gert ráð fyrir að sveitarfélögin greiði þann kostnað að fullu sem og geymslur og salarkynni. Ríkisvaldið verður að meta hvort verði af byggingu tengigangsins. Jafnframt verði leitað allra leiða til að lækka byggingarkostnað og að fulltrúar sveitarfélaganna sem eru aðilar að verkefninu fái að koma að þeirri vinnu.

Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að byggt verði hjúkrunarheimili á Húsavík.

5.Myndbandsupptaka sveitarstjórnarfunda

Málsnúmer 202208043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kostnaðargreining vegna myndbandsupptöku á sveitarstjórnarfundum Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við skrifstofustjóra að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi á myndbandsupptökum ásamt áætluðum kostnaði á hvern fund fyrir ráðið að nýju.

6.Örútboð Kaup á bifreið fyrir slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 202210042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður örútboðs í sendibifreið fyrir Slökkvilið Norðurþings.
Taka þarf ákvörðun um hvort sveitarfélagið sé tilbúið að ganga að hagstæðasta tilboði eða ekki.
Byggðarráð samþykkir að ganga til kaupa á sendibifreið að fjárhæð 3.990.000 kr. sem var niðurstaða örútboðs enda sé ekki um aukin fjárútlát að ræða af hálfu sveitarfélagsins að undanskyldum 240.900 kr. sem að rúmast innan fjárheimilda slökkviliðsins þar sem seldar voru tvær bifreiðar til að mæta kostnaði.

7.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar áfangaskýrsla ásamt áætluðum kostnaði við hvern áfanga í verkefninu Grænn Iðngarður á Bakka.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundarboð stofnfjárhafa í Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Málsnúmer 202210109Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa á fund stofnfjárhafa í Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

Á aðalfundi Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var tekin ákvörðun um að halda stefnumótunarfund sparisjóðsins þar sem stofnfjárhafar og stjórnendur sparisjóðsins munu horfa saman til framtíðar. Hér með er boðað til þessa fundar þann 12.nóvember næstkomandi á Fosshótel Húsavík frá klukkan 10-17.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til setu á fundinum og Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra til vara.

9.Tilnefning Norðurþings og Þingeyjarsveitar í fagráð Náttúrurannsóknarstöðvarinnar á Mývatni

Málsnúmer 202210110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í fagráð Náttúrurannsóknarstöðvarinnar á Mývatni.
Byggðarráð tilnefnir Arnheiði Rán Almarsdóttur sem aðalmann fyrir hönd Þingeyjarsveitar og Norðurþings og til vara Aðalsteinn Örn Snæþórsson.

10.Gjaldskrá slökkviliðs 2023

Málsnúmer 202210082Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2022. Hækkun á gjaldskránni er 7,5% frá fyrra ári.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn miðvikudaginn 12. október kl. 11:00 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

12.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2023

Málsnúmer 202210083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ákvörðun stjórnar EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ársins til aðildarsveitarfélaga EBÍ.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

13.Skúlagarður fasteignafélag ehf. - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Skúlagarðs fasteignafélags frá 8. febrúar, 29. ágúst, 31. ágúst og 3. október 2022.
Byggðarráð áréttar að því sé fylgt eftir að eignirnar og/eða félagið verði selt.

14.Fundargerðir SSNE 2022

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir funda nr. 41 og nr. 42, ásamt 2. fundi fagráðs umhverfismála frá SSNE.
Lagt fram til kynningar.

15.Efnahags- og viðskiptanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202201101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar.
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202210112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Lagt fram til kynningar.

17.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202211006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í Sveitarfélaginu Ölfus, í fundarsal Black Beach tours Hafnarskeið 17, Þorlákshöfn, föstudaginn 11. nóvember nk. kl. 13:00.
Byggðarráð skipar Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra sem fulltrúa Norðurþings og til vara Bergþór Bjarnason fjármálastjóra.

18.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202001119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að gefa stjórnarformanni DA sf. umboð til að senda og vera í samskiptum við Heilbrigðisráðuneytið vegna mögulegrar yfirtöku HSN á rekstri hjúkrunarrýma og leigusamnings við DA sf. Þannig að hægt sé að fylgja ákvörðun stjórnar DA sf. í þeim málum.

Byggðarráð veitir Bergi Elíasi Ágústssyni stjórnarformanni DA sf. umboð til að vera í samskiptum við Heilbrigðisráðuneytið vegna mögulegrar yfirtöku HSN á rekstri hjúkrunarrýma og leigusamnings við DA sf.

Fundi slitið - kl. 10:36.