Fara í efni

Ósk um styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Garðari.

Málsnúmer 202210012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Garðari vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar.
Byggðarráð þakkar Eysteini Kristjánssyni frá Björgunarsveitinni Garðari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á þeirra áformun um brýna þörf á endurnýjun á björgunarbát sveitarinnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða mögulega útfærslu á framlagi Norðurþings til kaupanna og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 411. fundur - 03.11.2022

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða mögulega útfærslu á framlagi Norðurþings til kaupanna og leggja fyrir ráðið að nýju. Nú liggja fyrir byggðarráði drög að samkomulagi við Björgunarsveitina Garðar vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar. Drögin fela það í sér að Norðurþing styrki verkefnið um 20 milljónir. Greiðslum verði skipt þannig að sveitarfélagið greiði 5 milljónir á ári í 4 ár og að fyrsta greiðslan verði í desember 2022.

Á 409. fundi ráðsins var bókað; Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða mögulega útfærslu á framlagi Norðurþings til kaupanna og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga í samræmi við samningsdrög við Björgunarsveitina Garðar og samþykkir að heildarkostnaður Norðurþings verði allt að 20 m.kr, greiðslur skiptist í fjórar jafnar greiðslur á árunum 2022- 2025.