Fara í efni

Vinna við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings

Málsnúmer 202206018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 398. fundur - 09.06.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar að hefja frekari vinnu og áframhaldandi undirbúning við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings, kostnaðargreina verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 404. fundur - 25.08.2022

Á 398. fundi byggðarráðs þann 09.06.2022 var bókað: Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings, kostnaðargreina verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir byggðarráði liggja tillögur að uppfærslu á vefsíðu Norðurþings ásamt áætluðum kostnaði þar um.
Byggðarráð þakkar Önnu Gunnarsdóttur fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur sveitarstjóra að fylgja eftir vinnu við samning við Stefnu ehf. um að taka að sér vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022

Á 404. fundi byggðarráðs þann 25.08.2022 var bókað; Ráðið felur sveitarstjóra að fylgja eftir vinnu við samning við Stefnu ehf. um að taka að sér vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir liggur samningur á milli Norðurþings og Stefnu ehf. um uppfærslu á vefsíðu sveitarfélagsins, kostnaður samkvæmt samningnum er 2.709.270 kr.
Byggðarráð samþykkir samning á milli Norðurþings og Stefnu ehf. um uppfærslu á vefsíðu sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag.

Byggðarráð Norðurþings - 428. fundur - 27.04.2023

Fyrir bygðarráði liggur staðan á verkefninu að uppfæra heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.