Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

428. fundur 27. apríl 2023 kl. 08:30 - 09:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Stofnframlag HMS vegna Bjargs íbúðafélags

Málsnúmer 202202021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vegna umsóknar frá Bjargi íbúðafélagi hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 6 íbúðum á Húsavík, Norðurþingi. Leigjendahópurinn er tekju- og eignalágir á vinnumarkaði. Stofnvirði íbúða skv. umsókn er kr. 297.476.622.

Með erindi þessu er óskað eftir því að sveitarstjórn Norðurþings staðfesti hvort sveitarfélagið hafi samþykkt umsókn framangreinds umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags. Í því samhengi er bent á að það er forsenda fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag sveitarfélags, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 52/2016.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að staðfesta umsókn Bjargs íbúðafélags hses. og vinna að útfærslu á greiðslu stofnframlags sveitarfélagsins.

2.Stöðuskýrsla um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202304066Vakta málsnúmer

Orkuskipti - Samtal um nýtingu vindorku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku.

Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.
Byggðarráð fagnar því að komin sé fram stöðuskýrsla um nýtingu vindorku og hvetur sveitarstjórnarfólk á svæðinu og önnur áhugasöm um að fjölmenna á opinn kynningarfund þann 3.maí nk. á Hótel KEA Akureyri kl 17:00.

3.Vinna við uppfærslu á heimasíðu Norðurþings

Málsnúmer 202206018Vakta málsnúmer

Fyrir bygðarráði liggur staðan á verkefninu að uppfæra heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu ársreikningur Norðurþings vegna ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2023

Málsnúmer 202304045Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2023. Fundurinn verður haldinn þann 9. maí nk. kl 14:30 í Reykjavík.
Byggðarráð tilnefnir Nele Marie Beitelstein til setu á fundinum og til vara Bryndísi Sigurðardóttur.

6.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga fundur nr. 59 frá 24. mars og fundur nr. 60 frá 4. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.