Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Erindi til sveitarfélagsins varðandi vigtarskúrinn á höfninni á Húsavík
202209038
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá forsvarsfólki Kaðlín handsverkshúsi varðandi nýtingu á Vigtarskúrnum á hafnarsvæði Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til hafnarstjórnar þar sem eignin er á forræði stjórnar hafnarsjóðs sem hefur tekið ákvörðun um að auglýsa hana til sölu.
2.Upplýsandi skýrslur frá Þekkingarneti Þingeyinga
202001116
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla "Þingeyjarsýslur í tölum" þar sem dregnar eru saman nokkrar lykiltölur fyrir starfssvæðið.
Lagt fram til kynningar.
3.Vinna við uppfærslu á heimasíðu Norðurþings
202206018
Á 404. fundi byggðarráðs þann 25.08.2022 var bókað; Ráðið felur sveitarstjóra að fylgja eftir vinnu við samning við Stefnu ehf. um að taka að sér vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fyrir liggur samningur á milli Norðurþings og Stefnu ehf. um uppfærslu á vefsíðu sveitarfélagsins, kostnaður samkvæmt samningnum er 2.709.270 kr.
Fyrir liggur samningur á milli Norðurþings og Stefnu ehf. um uppfærslu á vefsíðu sveitarfélagsins, kostnaður samkvæmt samningnum er 2.709.270 kr.
Byggðarráð samþykkir samning á milli Norðurþings og Stefnu ehf. um uppfærslu á vefsíðu sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag.
4.Áætlanir vegna ársins 2023
202205060
Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að fjárhagsrömmum málaflokka vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
202202076
Starfshópur á vegum SSNE vinnur nú að gerð samgöngu- og innviðastefnu fyrir starfssvæði SSNE. Fulltrúi Norðurþings í starfshópnum er Bergur Elías Ágústsson. Óskað er eftir að sveitarfélög á starfssvæðinu skili inn til starfshópsins áherslum um framfaramál, framkvæmdir, umbætur og nauðsynlega þjónustu á sínu svæði. Horft verði til samgangna og innviða í víðu samhengi.
Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra þar sem horft er yfir sveitarfélagið með tilliti til samgangna á landi, vegamála, raforkumála, flugvallamála og hafnarmála.
Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra þar sem horft er yfir sveitarfélagið með tilliti til samgangna á landi, vegamála, raforkumála, flugvallamála og hafnarmála.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblaðið áfram í samráði við embættismenn sveitarfélagsins og koma áherslum Norðurþings til starfshóps SSNE.
6.Álaborgarleikarnir 2025
202209024
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf vegna Álaborgarleika sem haldnir verða árið 2025, þá verða 50 ár frá því leikarnir voru fyrst haldnir.
Lagt fram til kynningar.
7.Ósk um umsögn um tækifærisleyfis vegna viðburða í Félaganum bar vegna Hrútadaga
202209043
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis.
Umsækjandi: Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, kt. 310783-5529, Miðás 5, 675 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Félaginn Bar, Aðalbraut 27, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn.
Áætlaður gestafjöldi: 200. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 30. september 2022 frá kl. 20:00 til kl. 02:00 aðfararnótt 2. október 2022.
Umsækjandi: Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, kt. 310783-5529, Miðás 5, 675 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Félaginn Bar, Aðalbraut 27, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn.
Áætlaður gestafjöldi: 200. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 30. september 2022 frá kl. 20:00 til kl. 02:00 aðfararnótt 2. október 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að veita jákvæða umsögn.
8.Gjaldskrá Miðjunnar 2023
202110080
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá Miðjunnar sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 og gerir ráð fyrir 7,5% hækkun miðað við verðlagsþróun.
Lagt fram til kynningar.
9.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2023
202110075
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá stuðningsfjölskyldna sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 þar sem er gert ráð fyrir 5,5% hækkun miðað við spá um launavísitölu.
Lagt fram til kynningar.
10.Borgin Gjaldskrá sumarfrístundar 2023
202110076
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá fyrir Borgina sumarfrístund sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 og gerir ráð fyrir 7,5% hækkun miðað við verðlagsþróun.
Lagt fram til kynningar.
11.Gjaldskrá fyrir skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku 2023
202110074
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá skammtímadvöl ungmenna sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 og gerir ráð fyrir 7,5% hækkun miðað við verðlagsþróun.
Lagt fram til kynningar.
12.Gjaldskrá Ferðaþjónustu - Ferilbíll
202110077
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá ferðaþjónustu- ferilbíll sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 og gerir ráð fyrir 7,5% hækkun miðað við verðlagsþróun.
Lagt fram til kynningar.
13.Gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10-17 ára (Miðjan og Borgin)
202110072
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá fyrir frístund barna sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 og gerir ráð fyrir 7,5% hækkun miðað við verðlagsþróun.
Lagt fram til kynningar.
14.Stoðþjónusta reglur félagsþjónusta
202011090
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá fyrir stoðþjónustu sem samþykkt var á fundi fjölskylduráðs þann 13.9.2022 og gerir ráð fyrir 7,5% hækkun miðað við verðlagsþróun.
Lagt fram til kynningar.
15.Málefni fatlaðs fólks
202209068
Byggðarráð Skagafjarðar bókaði á fundi sínum þann 24.8.2022:
"Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmyndar að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks.
Byggðarráð leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans."
"Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmyndar að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks.
Byggðarráð leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans."
Byggðarráð Norðurþings tekur heilshugar undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar, gerir hana að sinni og leggur þunga áherslu á að Samband íslenskra sveitarfélaga fylgi málinu eftir af festu.
16.Aðalfundarboð Vík hses 2022
202209040
Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa til setu á aðalfundi Víkur hses, fundurinn fer fram þann 22.9.2022 kl 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra til setu á fundinum.
17.Fundargerðir stjórnar Víkur hses.2022
202201073
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð Víkur hses. frá 9.9.2022.
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerðir SSNE 2022
202201054
Fyrir fundinum liggur til kynningar fundargerð 40. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var 7. september 2022 í fjarfundi.
Lagt fram til kynningar.
19.Kynnt til samráðs mál nr.164-2022 - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda
202209067
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar; Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 164/2022 - "Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda".
Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2022.
Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2022.
Lagt fram til kynningar.
20.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða
202102066
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar efni íbúafundar um græna iðngarða sem haldinn verður þriðjudaginn 27.09.2022 á Fosshótel Húsavík kl. 17:00.
Á fundinum verður kynnt vinna undanfarinna mánuða við samstarfsverkefni Íslandsstofu, Landsvirkjunar, Norðurþings og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða.
Erindi á fundinum verða frá Norðurþingi, Landsvirkjun og Íslandsstofu.
Á fundinum verður kynnt vinna undanfarinna mánuða við samstarfsverkefni Íslandsstofu, Landsvirkjunar, Norðurþings og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða.
Erindi á fundinum verða frá Norðurþingi, Landsvirkjun og Íslandsstofu.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:33.