Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

410. fundur 20. október 2022 kl. 13:30 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Hafrún Olgeirsdóttir
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1. sátu fundinn; Magni Þór Geirsson stjórnarformaður og Colin Hepburn rekstrarstjóri frá Íslandsþara ehf. Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi Norðurþings.

1.Íslandsþari ehf. óskar eftir úthlutun lóða á hafnarsvæði H2 við Norðurgarð

Málsnúmer 202203126Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Íslandsþara ehf. ósk um að sveitarstjórn Norðurþings afmarki lóð á hafnarsvæði H2 fyrir fyrirhugaða uppbyggingu lífhreinsunarstöðvar en viljayfirlýsing þess efnis var samþykkt af sveitarstjórn þann 19. apríl 2022.
Óskað er eftir því að lóðarstærð verði allt að 11.500m2 og byggingarreitur verði afmarkaður allt að 4840m2 , þar af allt að 4300m2 fyrir lífhreinsistöð og allt að 540m2 fyrir ferðamannastofu.
Byggðarráð þakkar þeim Magna Þór Geirssyni stjórnarformanni og Colin Hepburn rekstrarstjóra frá Íslandsþara ehf. fyrir komuna á fundinn sem og Gauki Hjartarsyni skipulags- og byggingafulltrúa.

Byggðarráð leggur áherslu á að frekari gögn þurfi að liggja fyrir og vísar málinu til frekari umræðu í hafnarstjórn og skipulags- og framkvæmdaráði. Framundan er íbúafundur upp úr miðjum nóvember. Ráðið hvetur Íslandsþara til þess að skýra verkefnið vel fyrir íbúum sveitarfélagsins á þeim fundi. Um leið eru íbúar hvattir til að sækja þann fund og kynna sér verkefnið og koma sínum skoðunum á framfæri.
Á fundinum mun sveitarfélagið kynna tillögu að breyttu skipulagi á svæðinu.

Áki Hauksson óskar bókað;
Það er ljóst á allri umræðu að búið er að lofa Íslandsþara lóðinni á Norðurhafnarsvæðinu vestan slökkvistöðvar Norðurþings.
Fyrirhuguð hönnun hússins er miðuð við staðsetningu á Norðurhafnarsvæðinu við slökkvistöð.
Fulltrúi M-Listans sem jafnframt situr í stjórn hafnarsjóðs hefur ekki verið kynnt þessar áætlanir um verksmiðjuna fyrr en á þessum fundi byggðarráðs. Rétt er að benda á að stjórn Hafnarsjóðs á fyrst allra að fjalla um málið, sem vísar því til Skipulags og framkvæmdaráðs til umfjöllunar fái málið brautargengi hjá Stjórn hafnarsjóðs. Stjórn hafnarsjóðs hefur þegar fjallað um málið 29. júní 2022. Áki ítrekar bókun sína frá þeim fundi.2.Áform um stórþaravinnslu á Húsavík

Málsnúmer 202210059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur neðangreind tillaga:

Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd V-lista:
Fyrir liggur að skiptar skoðanir eru meðal íbúa um áform um stórþaravinnslu og þurrkun í miðbæ Húsavíkur. Í ljósi þess að ekki stendur til að meta umhverfisáhrif af starfseminni er brýnt að sveitarfélagið Norðurþing beiti sér fyrir því að upplýsa íbúa um verkefnið.
Lagt er til að Norðurþing leiti til Náttúrustofu Norðausturlands um að taka saman hnitmiðaða greinargerð um stórþaratekju og -vinnslu almennt sem og helstu áhrifaþætti gagnvart vistkerfi Skjálfanda og nærliggjandi byggð á Húsavík. Tekin verði saman helstu álitamál út frá m.a. aðstæðum á strandsvæðum hér í nágrenninu, niðurstöðum rannsókna erlendis og möguleg umhverfisáhrif af slíkri vinnslu að hálfu óháðs aðila með þekkingu á því sviði. Þá verði heimildum safnað sem íbúar geta nýtt sér til að skoða frekar.
Þessum upplýsingum verði ekki ætlað að koma í stað umhverfismats, sem er verulega umfangsmeira að öllu leyti. Greinargerð af þessu tagi nýtist til að upplýsingar sem íbúar byggja afstöðu sína á verði ekki allar einhliða frá framkvæmdaraðila, en einnig liggi þær til grundvallar vinnu við aðalskipulag Norðurþings.
Kostnaður við verkefnið falli innan fjárheimilda við skipulagsvinnu. Óskað verði eftir því að greinargerðinni verði skilað fyrir 15. nóvember og kynnt á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs og/eða byggðaráðs.
Aldey greiðir atkvæði með tillögunni.

Helena og Hjálmar Bogi greiða atkvæði gegn tillögunni

Hjálmar Bogi bókar eftirfarandi:
Íslandsþari er með fimm ára rannsóknar- og nýtingarleyfi undir eftirliti Hafrannsóknarstofnunar. Rannsóknir vegna þaratekju hófust sumarið 2022 og munu standa yfir næstu ár á áhrifum tekjunnar á lífríki á grunnsævi á fyrirhuguðum öflunarsvæðum. Rannsóknirnar eru undir stjórn Hafrannsóknastofnunar og ganga út á að sjálfbærnimarkmiðum og lífríki sé ekki ógnað. Þaratekja er ekki fyrirhuguð í Skjálfandaflóa sjálfum. Hér á svæðinu er tekjan fyrirhuguð austan Flateyjar og út af Tjörnesi. Stórþaratekja fer fram utan umráðasvæða sveitarfélaga og því ekki á forræði þeirra. Forræði á tekjunni er hjá ríkisvaldinu og því er verkefnið unnið í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Leyfisveitingar, umhverfismat eða mat á umhverfisáhrifum hvers konar er því á forræði ríkisvaldsins.
Fyrirhugað er að halda íbúafund á Húsavík eftir miðjan nóvember til að kynna verkefnið og upplýsa íbúa um framgang þess. Í 2. gr. breytinga nr. 47/2017 á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57/1996 var bætt svohljóðandi málsgrein við 10. gr. laganna: "Skipstjóri skips sem flytur sjávargróður, frá skipum sem afla hans úti á miðum, til löndunarhafnar skal halda aflanum sérgreindum þannig að færa megi aflann á rétt skip í aflaskráningarkerfi Fiskistofu." Því er ljóst að samhliða nýtingu stórþara næstu árin munu liggja fyrir gögn og upplýsingar til að vinna með. Byggðarráð hvetur því Hafrannsóknarstofnun til að fylgjast áfram með þaratekju á svæðinu og halda úti rannsóknum vegna þessa enda um fimm ára nýtingaleyfi að ræða að sinni. Eins og segir í reglugerð 90/2018, reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Ráðherra skal, eftir því sem ástæða er til, hafa viðvarandi könnun á því hvort ástæða sé til að skipta nýtingarsvæðum sjávargróðurs utan netlaga sjávarjarða í afmörkuð svæði eða reinar til að takmarka og vakta nýtinguna, sbr. 15. gr. b. í lögum um stjórn fiskveiða.

Benóný tekur undir bókun Hjálmars Boga.

3.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar efni fundar fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu með Framkvæmdasýslu Ríkiseigna og Heilbrigðisráðuneytinu sem funduðu þann 12. október sl. í Reykjavík.
Fyrir liggur að gefnar verði 6 vikur til að Framkvæmdasýsla Ríkiseigna geti unnið með hönnuðum að einföldun á byggingunni og lækkun á kostnaði við verkefnið.
Sveitarfélögin munu senda formlegt erindi til SOF- nefndar vegna kostnaðar við tengigang á milli HSN og hins nýja hjúkrunarheimilis.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við aðildar sveitarfélög verkefnisins að senda formlegt erindi til SOF- nefndar (Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir) vegna kostnaðar við tengigang, geymslur og sal á milli HSN og hins nýja hjúkrunarheimilis.

4.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir sem og drögum að nýju skipuriti Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun sem og drögum að nýju skipuriti Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

5.Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samningur um samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna þáttagerðar og sýningar á efni.
Bókun byggðarráðs frá 25.08.2022; Byggðarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu sem fyrr að því gefnu að breið samstaða náist hjá sveitarfélögunm á svæðinu, kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 643.608 kr.
Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið. Kostnaður Norðurþings á þessu ári vegna verkefnisins er 643.608 kr.

6.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hverfisráði Raufarhafnar vegna fulltrúa í ráðinu.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð hvetur jafnframt til þess að fram fari heildstæð endurskoðun á hverfisráðunum með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Þeirri vinnu þarf að vera lokið áður en núverandi skipunartími hverfisráða rennur út í september 2023.

7.Gjaldskrár framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202210007Vakta málsnúmer

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 11. október 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

8.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202001119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð ásamt fylgigögnum - Dvalarheimili aldraðra sf (DA) í Þingeyjarsýslum. Stjórnarfundur númer 4 /2022, haldinn föstudaginn 7. október 2022 í fundarsal HSN á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 51. fundi stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19. september sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Héraðsnefnd Þingeyinga fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 202210054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 16. fundar Héraðsnefndar Þingeyinga bs., fundur nýs fulltrúaráðs, sem haldinn var á TEAMS 10. október 2022.
Einnig fylgdi fundarboði stofnsamningur HNÞ bs. undirritaður í apríl 2021 og yfirlit yfir helstu verkefni HNÞ kjörtímabilið 2018-2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Boð um þátttöku í samráði Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir

Málsnúmer 202210061Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur mál til umsagnar; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2022 - "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir". Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Áætlun um loftgæði 2022-2033

Málsnúmer 202210060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar; Hreint loft til framtíðar. Áætlun um loftgæði á Íslandi 2022-2033.
Lagt fram til kynningar.

13.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar; Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar; Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar. Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.