Fara í efni

Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 389. fundur - 03.03.2022

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleygingja), 349. mál.

Sama nefnd óskar einnig eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni), 350. mál.

Umsögnum berist eigi síðan er 10. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Atvinnuveganefnd Alþingis, til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 410. fundur - 20.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar; Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar. Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk.
Lagt fram til kynningar.