Fara í efni

Íslandsþari ehf. óskar eftir úthlutun lóða á hafnarsvæði H2 við Norðurgarð

Málsnúmer 202203126

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 123. fundur - 05.04.2022

Íslandsþari ehf. óskar eftir úthlutun um 10.000 m² lóðar á hafnarsvæði H2 við Húsavíkurhöfn. Um er að ræða landfyllingu vestan við nýlega byggða slökkvistöð sveitarfélagsins. Í deiliskipulagi eru skilgreindar á þessu svæði lóðirnar Norðurgarður 7 og 9 auk þess sem bæta þyrfti við landi þar vestan við til að uppfylla plássþörf fyrirtækisins. Úthlutun lóðarinnar er háð breytingu á deiliskipulagi. Horft er til þess að byggja allt að 6.000 m² vinnsluhúsnæði á lóðinni. Umsókn er gerð með fyrirvara um niðurstöðu úr matsskylduferli. Í umsókn kemur fram rökstuðningur umsækjanda fyrir því að svæði á H2 sé heppilegra fyrir fyrirtækið en fyrirliggjandi landfylling í Suðurfjöru (A3). Í erindi er þess óskað að sérstakt samkomulag verði gert milli umsækjanda, sveitarfélags, hafnaryfirvalda og veitna um uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara verði veitt vilyrði fyrir 10.000 m² lóð á óráðstafaðri landfyllingu á hafnarsvæði H2. Endanleg úthlutun lóðarinnar er háð því að deiliskipulagsbreyting sem heimilar byggingaráform fyrirtækisins taki gildi.

Varðandi sérstakt samkomulag milli aðila um uppbyggingu lóðarinnar vísar skipulags- og framkvæmdaráð erindi til byggðaráðs og Orkuveitu Húsavíkur.

Byggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022

Fyrir byggðarráði liggur bókun 123. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 5. apríl 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara verði veitt vilyrði fyrir 10.000 m² lóð á óráðstafaðri landfyllingu á hafnarsvæði H2. Endanleg úthlutun lóðarinnar er háð því að deiliskipulagsbreyting sem heimilar byggingaráform fyrirtækisins taki gildi.

Varðandi sérstakt samkomulag milli aðila um uppbyggingu lóðarinnar vísar skipulags- og framkvæmdaráð erindi til byggðaráðs og Orkuveitu Húsavíkur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leiða vinnu við samninga um uppbyggingu félagsins á Húsavík.

Sveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022

Á 123. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara verði veitt vilyrði fyrir 10.000 m² lóð á óráðstafaðri landfyllingu á hafnarsvæði H2. Endanleg úthlutun lóðarinnar er háð því að deiliskipulagsbreyting sem heimilar byggingaráform fyrirtækisins taki gildi. Varðandi sérstakt samkomulag milli aðila um uppbyggingu lóðarinnar vísar skipulags- og framkvæmdaráð erindi til byggðaráðs og Orkuveitu Húsavíkur.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Sveitarstjóri fer yfir stöðu málsins og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu landvinnslu á stórþara. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 410. fundur - 20.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Íslandsþara ehf. ósk um að sveitarstjórn Norðurþings afmarki lóð á hafnarsvæði H2 fyrir fyrirhugaða uppbyggingu lífhreinsunarstöðvar en viljayfirlýsing þess efnis var samþykkt af sveitarstjórn þann 19. apríl 2022.
Óskað er eftir því að lóðarstærð verði allt að 11.500m2 og byggingarreitur verði afmarkaður allt að 4840m2 , þar af allt að 4300m2 fyrir lífhreinsistöð og allt að 540m2 fyrir ferðamannastofu.
Byggðarráð þakkar þeim Magna Þór Geirssyni stjórnarformanni og Colin Hepburn rekstrarstjóra frá Íslandsþara ehf. fyrir komuna á fundinn sem og Gauki Hjartarsyni skipulags- og byggingafulltrúa.

Byggðarráð leggur áherslu á að frekari gögn þurfi að liggja fyrir og vísar málinu til frekari umræðu í hafnarstjórn og skipulags- og framkvæmdaráði. Framundan er íbúafundur upp úr miðjum nóvember. Ráðið hvetur Íslandsþara til þess að skýra verkefnið vel fyrir íbúum sveitarfélagsins á þeim fundi. Um leið eru íbúar hvattir til að sækja þann fund og kynna sér verkefnið og koma sínum skoðunum á framfæri.
Á fundinum mun sveitarfélagið kynna tillögu að breyttu skipulagi á svæðinu.

Áki Hauksson óskar bókað;
Það er ljóst á allri umræðu að búið er að lofa Íslandsþara lóðinni á Norðurhafnarsvæðinu vestan slökkvistöðvar Norðurþings.
Fyrirhuguð hönnun hússins er miðuð við staðsetningu á Norðurhafnarsvæðinu við slökkvistöð.
Fulltrúi M-Listans sem jafnframt situr í stjórn hafnarsjóðs hefur ekki verið kynnt þessar áætlanir um verksmiðjuna fyrr en á þessum fundi byggðarráðs. Rétt er að benda á að stjórn Hafnarsjóðs á fyrst allra að fjalla um málið, sem vísar því til Skipulags og framkvæmdaráðs til umfjöllunar fái málið brautargengi hjá Stjórn hafnarsjóðs. Stjórn hafnarsjóðs hefur þegar fjallað um málið 29. júní 2022. Áki ítrekar bókun sína frá þeim fundi.



Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 6. fundur - 03.11.2022

Magni, Hafþór, Hreinn Þór og Freyr frá Íslandsþara kynntu verkefnið fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings og fyrirhugaða uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á norðurhafnarsvæði Húsavíkurhafnar.


Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar forsvarsmönnum Íslandsþara fyrir kynningu þeirra á verkefninu.