Byggðarráð Norðurþings

418. fundur 26. janúar 2023 kl. 08:30 - 10:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr.2 sat fundinn Svavar Pálsson sýslumaður.

1.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

202104106

Fyrir byggðarráði liggja til upplýsinga og kynningar nýjar kostnaðartölur samkvæmt viðaukasamningi nr. VK 23005 vegna byggingar nýs hjukrunarheimilis á Húsavík.
Sveitartjóri fór yfir stöðu mála og þær kostnaðartölur sem hafa verið uppfærðar í viðaukasamningi við Ríkiseignir frá fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl.

2.Samráðsfundur um samleið sýslumannsembætta og sveitarfélaga

202301059

Á fund byggðarráðs kemur Svavar Pálsson sýslumaður og kynnir þá þróun sem orðið hefur á sýslumannsembættum á síðustu misserum og fyrirhuguð er á næstunni.
Byggðarráð þakkar Svavari Pálssyni sýslumanni fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á verkefnum embættisins.

3.Framkvæmda- og þjónustufulltrúi

202203110

Fyrir byggðarráði liggur að framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings hefur sagt starfi sínu lausu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka málið upp á næsta fundi starfs- og kjaranefndar.

4.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Kópaskeri

202301034

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna tækifærisleyfis.

Umsækjandi: Björn Guðmundur Björnsson, kt. 030868-5959, Klifagata 6B, 670 Kópaskeri.
Ábyrgðarmaður: Björn Guðmundur Björnsson, kt. 030868-5959, Klifagata 6B, 670 Kópaskeri.
Staðsetning skemmtanahalds: Íþróttahúsið Kópaskeri, 670 Kópaskeri.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót.
Áætlaður gestafjöldi: 150. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 4. febrúar 2023 frá kl. 19:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 4. febrúar 2023.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði og dansleikur.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

5.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Heiðarbær Reykjahverfi

202301040

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna tækifærisleyfis.

Umsækjandi: Bjarmaland veitingar ehf., kt. 550616-1220, Hveravöllum.
Ábyrgðarmaður: Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir, kt. 141169-4169, Hveravellir 1, 641 Húsavík.
Staðsetning skemmtanahalds: Heiðarbær í Reykjahverfi, 641 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót.
Áætlaður gestafjöldi: 180. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 11. febrúar 2023 frá kl. 20:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 1. febrúar 2023.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði, dansleikur.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

6.Aðalfundur Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka

202301049

Aðalfundur Norðurhjara, ferðaþjónustusamtaka verður haldinn fimmtudagskvöldið 16. febrúar kl. 19:30 á veitingahúsinu Vegg í Kelduhverfi.
Við bjóðum ykkur velkominn á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2022

202107017

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Húsavíkurstofu frá 10. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Víkur hses.2022

202201073

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Víkur hses. frá 20. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.