Byggðarráð Norðurþings

406. fundur 08. september 2022 kl. 08:30 - 09:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

202112087

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi og svari til Bjargar Capital ehf., vegna sölu á Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í samningagerðinni að senda fyrirliggjandi samningsdrög og afstöðu sveitarfélagsins til Bjargar Capital ehf.

2.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

202104106

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð og framreiknuð kostnaðaráætlun KÁ-3 vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Heildarkostaður samkvæmt framlagðri áætlun KÁ-3 er samtals 5.348,3 m.kr og er það því 33% hækkun á heildarkostnaði frá áætlun KÁ-2.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar þar sem farið er yfir kostnaðarskiptingu verkefnisins á milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að framkvæmdinni.

3.Skjálftasetrið - Endurnýjun á samkomulagi við Skjálftafélagið á Kópaskeri um Skólahúsið á Kópaskeri

202101104

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Lovísu Gunnarsdóttur verkefnastjóra, málið var kynnt á íbúafundi á Kóaskeri þann 17. ágúst.
Hugmynd um Samfélags- og menningarhús á Kópaskeri verkefnið snýr að því að ráðinn verði verkefnastjóri í vetur sem falið væri að útfæra hugmyndina frekar og laun verkefnastjóra verði kostuð af Norðurþingi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með núverandi verkefnastjóra og fara yfir helstu áhersluatriði verkefnisins og niðurstöður íbúafundar sem haldin var á Kópaskeri í ágúst.

4.Útilistaverk á Raufarhöfn

202208058

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 125. fundi í fjölskylduráðifrá 30.08.2022; Fjölskylduráð tekur jákvætt í að þiggja listaverkið Drekann að gjöf en vísar erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að þiggja listaverkið Drekann að gjöf og koma honum upp við höfnina á Raufarhöfn þar sem boðin hefur verið fram staðsetning fyrir listaverkið.

5.Brothættar byggðir - Öxarfjörður í sókn

202012070

Laust er starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri vegna fæðingarorlofs.
Starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri sem var tímabundin ráðning rennur út í lok september.

Starfs- og kjaranefnd fjallaði um starfið samþykkti að leggja til við byggðaráð að auglýsa starfið og miðað sé við allt að 50% starfshlutfall.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri í allt að 50% starf.
Starfið er til áframhaldandi eflingar atvinnulífs og samfélags í Öxarfirði og Kelduhverfi. Markmið starfsins felast í því að styrkja tengsl stjórnsýslu Norðurþings við samfélögin í Öxarfirði og Kelduhverfi sem og að ýta undir fleiri atvinnutækifæri innan svæðisins í samstarfi við hagsmunahafa í sveitarfélaginu.

6.Rekstur Norðurþings 2022

202201062

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur ársins 2022 og yfirlit yfir rekstur.
Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um styrk vegna forvarnardags ungra ökumanna.

202209015

Fyrir byggðarráði liggur umsókn um styrk; Beiðni um styrk vegna forvarnardags ungra ökumanna sem haldinn verður þriðjudaginn 20. september n.k á Húsavík. Óskað er eftir styrk til að fá veltibíl á svæðið frá Brautin: Bindindisfélagi ökumanna. Upphæð sem óskað er eftir er 100.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr vegna forvarnardags ungra ökumanna.

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

202201056

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 26. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.