Fara í efni

Skjálftasetrið - Endurnýjun á samkomulagi við Skjálftafélagið á Kópaskeri um Skólahúsið á Kópaskeri

Málsnúmer 202101104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Skjálftafélagið, félag áhugafólks um járðskjálftasetur á Kópakseri óskar eftir endurnýjun á samningi um leigu á Skólahúsinu á Kópaskeri
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að endurnýja drög að samningi og leggja fyrir ráðið að nýju. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fram kostnaðaráætlun varðandi viðhald tengt leka.

Byggðarráð Norðurþings - 406. fundur - 08.09.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Lovísu Gunnarsdóttur verkefnastjóra, málið var kynnt á íbúafundi á Kóaskeri þann 17. ágúst.
Hugmynd um Samfélags- og menningarhús á Kópaskeri verkefnið snýr að því að ráðinn verði verkefnastjóri í vetur sem falið væri að útfæra hugmyndina frekar og laun verkefnastjóra verði kostuð af Norðurþingi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með núverandi verkefnastjóra og fara yfir helstu áhersluatriði verkefnisins og niðurstöður íbúafundar sem haldin var á Kópaskeri í ágúst.