Fara í efni

Brothættar byggðir - Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 202012070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra varðandi verkefnið Öxarfjörður í sókn.
Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun um að halda verkefninu áfram á nýju ári og í framhaldinu að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningu í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði þannig að rof verði ekki á umsjón með þeim verkefnum sem tengjast byggðaverkefninu.
Byggðarráð samþykkir að ráða tímabundið í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði til eins árs. Sveitarstjóra er falið að ganga frá starfslýsingu og ráðningarsamningi og kynna fyrir ráðinu í janúar.

Kristján Þór vék af fundi kl. 10:34.

Byggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021

Á 347. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir að ráða tímabundið í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði til eins árs. Sveitarstjóra er falið að ganga frá starfslýsingu og ráðningarsamningi og kynna fyrir ráðinu í janúar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021

á 347. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2020 var bókað;
Byggðarráð samþykkir að ráða tímabundið í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði til eins árs. Sveitarstjóra er falið að ganga frá starfslýsingu og ráðningarsamningi og kynna fyrir ráðinu í janúar.

Nú liggur fyrir að tímabundinni ráðningu atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði lýkur um næstu áramót og að taka þarf ákvörðun um framtíð starfsins.
Byggðarráð samþykkir að framlengja ráðningu núverandi atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði út september 2022.

Byggðarráð Norðurþings - 406. fundur - 08.09.2022

Laust er starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri vegna fæðingarorlofs.
Starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri sem var tímabundin ráðning rennur út í lok september.

Starfs- og kjaranefnd fjallaði um starfið samþykkti að leggja til við byggðaráð að auglýsa starfið og miðað sé við allt að 50% starfshlutfall.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri í allt að 50% starf.
Starfið er til áframhaldandi eflingar atvinnulífs og samfélags í Öxarfirði og Kelduhverfi. Markmið starfsins felast í því að styrkja tengsl stjórnsýslu Norðurþings við samfélögin í Öxarfirði og Kelduhverfi sem og að ýta undir fleiri atvinnutækifæri innan svæðisins í samstarfi við hagsmunahafa í sveitarfélaginu.