Byggðarráð Norðurþings

349. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:30 - 11:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Staða atvinnulífs í Norðurþingi

202011015

Gunnar Gíslason framkvæmdastjóri GPG Seafood ehf. kemur á fund byggðarráðs og ræðir stöðu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Sömuleiðis fer sveitarstjóri yfir stöðu ýmissa verkefna sem verið hafa í farvatninu undanfarna mánuði og tengjast atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar Gunnari fyrir komuna og gagnlegar umræður.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála sem tengjast atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

2.Ósk um umsögn vegna ábendingar um skaðlegar athafnir sveitarfélagsins

202012095

Á 348. fundi byggðarráðs var bókað;
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn til Samkeppniseftirlitsins í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

3.Styrkur vegna náttúruhamfara á Seyðisfirði

202101007

Vegna þeirra náttúruhamfara sem áttu sér stað á Seyðisfirði í lok síðasta árs mun Norðurþing styrkja Björgunarsveitina Ísólf og Rauða krossinn í Múlasýslu um 250.000 krónur hvort félag, eða samtals um 500.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir að veita Björgunarsveitinni Ísólfi og Rauða krossinum í Múlasýslu 250.000 króna styrk hvoru félagi, eða samtals 500.000 krónur.

4.Rekstur Norðurþings 2020

202002108

Fyrir byggðarráði liggur útkomuspá vegna skatttekna og framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2020. Einnig er lagt fram rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Gallup þjónustukönnun sveitarfélaga 2020

202009126

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða úr þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2020.
Byggðarráð vísar niðurstöðum könnunarinnar til sveitarstjórnar og til birtingar á vef sveitarfélagsins.

6.Stafrænt ráð sveitarfélaga - tillaga

202101001

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stafrænu ráði sveitarfélaga í þremur liðum;

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 mkr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 mkr á milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum notað einu sinni til tvisvar á ári.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga.

7.Brothættar byggðir - Öxarfjörður í sókn

202012070

Á 347. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir að ráða tímabundið í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði til eins árs. Sveitarstjóra er falið að ganga frá starfslýsingu og ráðningarsamningi og kynna fyrir ráðinu í janúar.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfisstefna Norðurþings

201707063

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Aðgerðir á næsta ári munu nema um tæpar 24 milljónir og svo vinna starfsmanna. Undirrituð telur mikilvægt að halda áfram ferlinu til að stefna verði til sem unnið er eftir. Undirrituð leggur til að Skipulags- og framkvæmdaráð beini drögunum til byggðaráðs til umfjöllunar og til fjölskylduráðs til kynningar. Einnig að ráðið vísi drögunum til hagaðila sem nefndir eru í þeim til umsagnar og að drögin verða tekin aftur fyrir á nýju ári.
Silja Jóhannesdóttir.

Tillagan er samþykkt.

Lagt fram til kynningar.

9.Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.

202012140

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi þar sem fylgt er eftir áskorun sem send var á alla leik- og grunnskóla landsins þar sem skólarnir voru hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína til að minnka kolefnisspor sitt. Í kjölfar áskorunarinnar skora samtökin á sveitarfélög að setja skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum.
Byggðarráð þakkar Samtökum grænkera á Íslandi fyrir ábendingar sem stuðlað geta að aukinni neyslu grænkerafæðis.
Lagt fram til kynningar.

10.Ársskýrsla Skjálftafélagsins

202012086

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla Skjálftasetursins vegna 2019 og 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2020

202001119

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 10. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19

202012109

Fyrir byggðarráði liggur bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 7. desember 2020, sem fjallar um tillögur til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Lagt fram til kynningar.

13.Grænbók um byggðamál, samráðsgátt.

202101006

Grænbók um byggðamál hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbókinni er ætlað að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára.
Frestur til að skila umsögnum og ábendingum rennur út 25. janúar.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

202012091

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369.mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. febrúar 2021 nk.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

15.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

202012116

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355.mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk
Lagt fram til kynningar.

16.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.

202012125

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningalög,339. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

202012126

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu,360. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti: Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög.

202101014

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög. Umsagnarfrestur er til 07.01.2021.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.