Fara í efni

Stafrænt ráð sveitarfélaga - tillaga

Málsnúmer 202101001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stafrænu ráði sveitarfélaga í þremur liðum;

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 mkr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 mkr á milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum notað einu sinni til tvisvar á ári.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga.