Fara í efni

Ósk um umsögn vegna ábendingar um skaðlegar athafnir sveitarfélagsins

Málsnúmer 202012095

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 348. fundur - 17.12.2020

Borist hefur bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna ábendinga sem bárust Samkeppniseftirlitinu f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf., vegna meintra aðgerða sveitarfélagsins sem haft
geta skaðleg áhrif á samkeppni á markaði fyrir hvalaskoðunarferðir á Norðurlandi. Þess er farið á leit að umsögnin og e.a. aðrar upplýsingar og gögn berist Samkeppniseftirlitinu eigi síðar en föstudaginn 8. janúar 2021.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn til Samkeppniseftirlitsins í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021

Á 348. fundi byggðarráðs var bókað;
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn til Samkeppniseftirlitsins í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021

Fyrir liggur afstaða Samkeppniseftirlitsins varðandi ábendingu sem stofnuninni barst frá Gentle Giants-Hvalaferðum ehf. vegna meintra skaðlegra athafna sveitarfélagsins.
Í bréfinu kemur fram að með hliðsjón af heimild Samkeppniseftirlitsins til forgangsröðunar og fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá eftirlitinu, m.a. vegna yfirstandandi heilsuvár af völdum COVID-19 hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að aðhafast ekki frekar að eigin frumkvæði, að svo stöddu, á grundvelli ábendingar Gentle Giants.
Lagt fram til kynningar.