Fara í efni

Grænbók um byggðamál, samráðsgátt.

Málsnúmer 202101006

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021

Grænbók um byggðamál hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbókinni er ætlað að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára.
Frestur til að skila umsögnum og ábendingum rennur út 25. janúar.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 349. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Bergur, Kristján og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn Norðurþings telur raunsætt mat á stöðu byggðar í landinu koma fram í Grænbók um byggðarmál og eðlilegt að stjórnvöld beiti sér fyrir jafnari búsetuskilyrðum um land allt. Þannig geta íbúar landsins öðlast raunhæft val um búsetukosti, án þess að það bitni á aðgengi þeirra að þeim grunninnviðum sem hvert samfélag þarf að búa yfir.
Sveitarstjórn leggur áherslu á gott að aðgengi að grunnþjónustu eins og góðri heilbrigðisþjónustu, hjúkrunarrýmum og fjölbreyttri menntun óháð búsetu. Þá telur sveitarstjórn mikilvægt að haldið verði áfram uppbyggingu innviða á sviði samgangna, fjarskipta og raforku og að áhersla verði lögð á starfræna þróun, nýsköpun og sprotastarfsemi. Framangreint skapar frjórri jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf og aukin búsetugæði.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áherslu Grænbókar um að skapa þurfi fjölbreytt og verðmæt störf um land allt, þar með talin störf án staðsetningar. Þá er sveitarstjórn sammála því áhersluatriði sem fram kemur í Grænbók um að greina og vinna með styrkleika einstakra landshluta í þeim tilgangi að byggja upp sjálfbær byggðalög, öflug sveitarfélög með sterka byggðakjarna og gott aðgengi að þjónustu, menningu og afþreyingu. Sveitarstjórn telur jafnframt farsælt skref fyrir byggðir landsins að byggðaáætlun verið samþætt öðrum áætlunum ríksins með tilliti til aðgerðaáætlana og fjármögnunar á aðgerðum.Hjálmar Bogi óskar bókað;
Byggðastefna lyftir landi,
ef laglega er farið með hana.
Hún er eins og heilagur andi,
það hefur enginn séð hana.
E. Þórmóð Jónsson