Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

376. fundur 21. október 2021 kl. 08:30 - 11:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og Hjalti Jón Pálsson sérfræðingur hjá Ríkiskaupum sátu fundinn undir lið 3.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir 2023-2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Jafnframt liggur fyrir byggðarráði uppfærð áætlun yfir skatttekjur 2022, yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir áætlaðar útsvarstekjur ársins 2022 og rekstraráætlun málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar til október 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Viðbrögð vegna bilunar dælubíls Slökkviliðsins á Húsavík

Málsnúmer 202103056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja gögn vegna innkaupa á slökkvibifreið sem og upplýsingar um innkaupaferlið.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og Hjalti Jón Pálsson sérfræðingur hjá Ríkiskaupum koma á fund byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar þeim Grími og Hjalta fyrir komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning á útboði slökkvibifreiðar í samráði við Ríkiskaup.

4.Frumkvöðlasetur - hús nýsköpunar, menntunar og atvinnulífs á Húsavík

Málsnúmer 202009027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga vegna endurnýjunar á samningi um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða milli Þekkingarnetsins og SSNE til ársins 2022, helst með 2-3 ára framlengingu. Byggðarráð mælti með verkefninu við SSNE vegna ársins 2021 og óskar Þekkingarnetið eftir áframhaldandi stuðningi Norðurþings.
Byggðarráð tekur vel í erindið og mun leggja til við SSNE að verkefnið hljóti áfram brautargengi.

5.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta útbúa útboðsgögn í samræmi við óskir rýnihóps og leggja fyrir ráðið.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Hér er umræðan á algjörum villigötum og skortir alla framtíðarsýn fyrir börnin okkar.

Lagt fram til kynningar.

6.Tilnefningar í hverfisráð 2021

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viðauka við samþykkt um hverfisráð Norðurþings, samanber bókun ráðsin þann 16. september sl. en þá var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fyrir ráðið drög að viðauka við samþykktir um hverfisráð samkvæmt umræðum á fundinum. Byggðarráð felur sveitarstjóra einnig að undirbúa, í samráði við fráfarandi hverfisráð í Reykjahverfi, að boða til íbúafundar.

Fyrir byggðarráði liggur nú að tilnefna í hverfisráð Öxarfjarðar og Raufarhafnar.
Íbúafundur verður haldinn í Reykjahvefi við fyrsta hentugleika.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum samþykkta um hverfisráð og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Tilnefningum er frestað til næsta fundar byggðarráðs.

7.Brothættar byggðir - Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 202012070Vakta málsnúmer

á 347. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2020 var bókað;
Byggðarráð samþykkir að ráða tímabundið í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði til eins árs. Sveitarstjóra er falið að ganga frá starfslýsingu og ráðningarsamningi og kynna fyrir ráðinu í janúar.

Nú liggur fyrir að tímabundinni ráðningu atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði lýkur um næstu áramót og að taka þarf ákvörðun um framtíð starfsins.
Byggðarráð samþykkir að framlengja ráðningu núverandi atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfirði út september 2022.

8.Ósk um kaup á eign á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109026Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk frá Rán ehf. um að kaupa svokallað Beinahús á verksmiðjulóð við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.

Á 371. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar vegna SR lóðarinnar.

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins vegna vinnu sem fyrirhuguð er um afdrif mjölskemmunnar á
Raufarhöfn.

Borist hefur ítrekun frá tilboðsgjafa þar sem óskað er eftir skýrri afstöðu byggðarráðs til tilboðsins.
Byggðarráð hafnar erindinu.
Sveitarstjóra er falið að hafa samband við tilboðsgjafa og fara yfir stöðu málsins.

9.Úrsögn úr stjórn Rifs fyrir hönd Norðurþings

Málsnúmer 202110004Vakta málsnúmer

á 375. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir beiðni Níelsar Árna og þakkar honum vel unnin störf á undanförnum árum.
Byggðarráð mun tilnefna einstakling í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á næsta fundi sínum.

Formaður byggðarráðs leggur til að Birna Björnsdóttir verið tilnefnd í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs samkvæmt abendingu Níelsar Árna.
Byggðarráð staðfestir tilnefningu Birnu Björnsdóttur í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.

10.Gjaldskrá slökkviliðs 2022

Málsnúmer 202110069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2022. Hækkun á gjaldskránni er 2,4% frá fyrra ári.
Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrá sumarfrístundar 2022

Málsnúmer 202110076Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá vegna sumarfrístundar í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

12.Gjaldskrá Íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110011Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir neðangreinda gjaldskrá og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitastjórn.

Um er að ræða 2-4% hækkun frá fyrri gjaldskrá

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 7.600
2/3 salur pr. klst. kr. 5.150
1/3 salur pr. klst. kr. 3.800

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.800
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 164.500
Leiga á stólum út úr húsi = 480 kr stk

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 12.800
2/3 salur pr. klst. kr. 10.250
1/3 salur pr. klst. kr. 9.150
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 9.150

Íþróttamannvirki Raufarhöfn
Salur til útleigu pr. klst (hópar) = kr. 5.150
Stakt skipti einstaklingur = kr. 650
Lykilkort Raufarhöfn (árskort)= kr. 5125(að auki 1000kr fyrir lykilkort, endurgreitt ef skilað er)
Lykilkort Raufarhöfn eldri borgarar (árskort) = 0 kr. (að auki 1000kr fyrir lykilkort, endurgreitt ef skilað er)


Íþróttahús Kópaskeri/Lundur
Hópatími/salur (1 klst) = kr. 5.125
Leiga á sal fyrir barnaafmæli = kr. 5.125
Stakt skipti einstaklingur = 650 kr

Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Lundur/Raufarhöfn)

Fullorðnir
Stakir miðar = kr. 990
Afsláttarmiðar 10 stk. = kr. 5.400
Afsláttarmiðar 30 stk. = kr. 13.530
Árskort = kr. 35.875
Fjölskyldukort = kr. 23.300

Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar = kr. 410
Afsláttarmiðar kr. = 2.255
Árskort = kr. 16.950
Fjölskyldukort kr. 8.750
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði = 410 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk. = kr. 2.255
Frístundakort 1.barn = kr. 3.075
2.barn kr. 2.100
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt = 820 kr.
Handklæði = 820 kr.
Handklæði sundföt sundferð = kr. 1.750

Útleiga á sundlaug m/vaktmanni til námskeiða utan opnunartíma= kr.9.150
Útleiga á sundlaug á opnunartíma til námskeiða= kr.5.150

Skíðasvæði Reyðarárhnjúkur
Óbreytt gjaldskrá frá gjaldskrá 2021

Stakur dagur
Fullorðnir = kr. 1.000
Börn 6-17 ára = kr. 500
Eldri borgarar = kr. 500
öryrkjar = kr. 500

Árskort
Fullorðnir = kr. 10.000
Börn 6-17 ára = kr. 5.000
Eldri borgarar = kr. 5.000
öryrkjar = kr. 5.000
Lagt fram til kynningar.

13.Gjaldskrá Ferðaþjónustu - Ferilbíll

Málsnúmer 202110077Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá Ferðaþjónusta - Ferilbíll í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

14.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2022

Málsnúmer 202110075Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

15.Gjaldskrá Þjónustan heim í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202110071Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá Þjónustan heim í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

16.Gjaldskrá fyrir skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku 2022

Málsnúmer 202110074Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá fyrir skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

17.Gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10-17 ára (Miðjan og Borgin)

Málsnúmer 202110072Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá fyrir frístund barna og ungmenna 10-17 ára (Miðjan og Borgin) í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

18.Gjaldskrá Miðjunnar 2022

Málsnúmer 202110080Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá fyrir Miðjuna, hæfingu í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

19.Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202109131Vakta málsnúmer

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá hunda- og kattahalds og vísar til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

20.Gjaldskrá Þjónustumiðstöðva 2022

Málsnúmer 202110078Vakta málsnúmer

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá þjónustumiðstöðva og vísar til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

21.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til umræðu í byggðarráði
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

22.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað um stöðu á fjárhagsáætlunargerð 2022.
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

23.Fjárhagsáætlun 2022 - Fræðslusvið

Málsnúmer 202110022Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 29.586.799 krónur til að mæta kostnaði við endurnýjun tölvubúnaðar, húsgagna, aukinnar sálfræðiþjónustu o.fl.
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

24.Fjárhagsáætlun menningarmála 2022

Málsnúmer 202110079Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 1.262.203 krónur sem skýrist af færslu Mærudaga eingöngu yfir á menningarmál.
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

25.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi ramma og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

26.Viðmiðunartafla varðandi launakjör fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202110063Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út viðmiðunarlaunatöflu sem miðast við laun fyrir setu í sveitarstjórn án alls álags vegna oddvitastöðu í sveitarstjórn eða setu í nefndum sveitarfélagsins.
Það er algjörlega á hendi hverrar og einnar sveitarstjórnar hvort hún nýtir sér töfluna eða ekki.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð beinir því til starfshóps um endurskoðun samþykkta Norðurþings að fara yfir viðmiðin.

27.Bréf til sveitarstjórna um breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga

Málsnúmer 202110058Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir breytingum á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Breytingin gerir ráð fyrir að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skulu færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 30. fundar stjórnar SSNE frá 13. október sl.
Lagt fram til kynningar.

29.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 47. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 8. október sl.
Lagt fram til kynningar.

30.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202110108Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

31.Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 202110017Vakta málsnúmer

Á 375. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum um áhrif breytinganna á tekjujöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna. Ráðið telur sér ekki fært að veita umsögn um málið fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.