Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

364. fundur 03. júní 2021 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrir tímabilið janúar til apríl 2021 ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur fyrstu fimm mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

2.Launaþróun sveitarfélaga mars 2019 til janúar 2021

Málsnúmer 202105165Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt á launaþróun sveitarfélaga frá sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli við fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, sem og til kynningar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

4.Nýtt fasteignamat 2022

Málsnúmer 202106005Vakta málsnúmer

Þjóðskrá hefur birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2022. Þar kemur fram að hækkun fasteignamats í Norðurþingi er 4,4% en á landsvísu er það 7,4%.
Nýtt fasteignamat má nálgast hér; https://www.skra.is/fasteignir/fasteignamat/2022/
Lagt fram til kynningar.

5.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis, svonefnd KÁ-2, sem er loka uppfærsla kostnaðaráætlunar áður en ráðist verður í útboð á jarðvinnu vegna framkvæmdanna. Fjármálaráðuneytið f.h. ríkisins og sveitarfélögin sem standa að uppbyggingu hjúkrunarheimilsins þurfa að fjalla um áætlunina og staðfesta hana áður en hægt er að hefja útboðsferlið. Sveitarstjóri fer yfir áætlunina og stöðuna á verkefninu.
Byggðarráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun þar sem hlutur sveitarfélaganna er áætlaður 880,5 milljónir og þar af er hlutur Norðurþings áætlaður um 670 milljónir.

6.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda um lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Borist hefur ályktun frá stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.
Byggðarráð þakkar áskorunina og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
Fyrir árið 2021 var álagningarprósenta fasteignaskatts lækkuð á atvinnuhúsnæði úr 1,60% í 1,55%.

7.Samstarfssamningur Norðurþings og Húsavíkurstofu

Málsnúmer 202106001Vakta málsnúmer

Frá árinu 2019 hefur verið í gildi samstarfssamningur á milli Norðurþings og Húsavíkurstofu í þeim tilgangi að stofan vinni að því að gera Norðurþing að eftirsóknarverðum áfangastað allt árið um kring. Samningnum lýkur í desember næstkomandi.
Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til að samstarfssamningur Norðurþings og Húsavíkurstofu um að gera Norðurþing að eftirsóknarverðum áfangastað verði framlengdur til allt að þriggja ára í þeim tilgangi að að styðja við starfsemi Húsavíkurstofu til að unnt verði að nýta sem best áhrif Óskarsherferðarinnar og kvikmyndarinnar Eurovison song contest: Story of Fire Saga.

Tillagan er samþykkt og sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Húsavíkurstofu.

8.SSNE - starf verkefnastjóra

Málsnúmer 202106002Vakta málsnúmer

SSNE auglýsti þann 18. maí síðastliðinn eftir verkefnastjóra menningarmála sem einnig mun koma að atvinnuráðgjöf og nýsköpun. Umsóknarfrestur um starfið rann út þann 2. júní síðastliðinn.
Byggðarráð óskar eftir ítarlegri upplýsingum um þær breytingar sem útlit er fyrir að séu að verða á starfsstöð SSNE á Húsavík. Sveitarstjóra er falið að bjóða framkvæmdastjóra SSNE á fund byggðarráðs.

Hjálmar óskar bókað;
Á hvaða vegferð er SSNE?

9.Starfsmannastefna Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð starfsmannastefna Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir framlagða starfsmannastefnu með áorðnum breytingum og vísar henni til sveitarstjórnar.

10.Starfsáætlun atvinnu- og samfélagsfulltrúa Norðurþings á Kópaskeri

Málsnúmer 202106004Vakta málsnúmer

Til upplýsinga í byggðarráði liggja fyrir drög að starfsáætlun atvinnu- og samfélagsfulltrúa Norðurþings á Kópaskeri.
Byggðarráð vísar starfsáætluninni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

11.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir samtali fulltrúa Skjálftasetursins og Norðurþings um framtíðaráform setursins og væntingar til samstarfs í skólabyggingunni á Kópaskeri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa minnisblað um ástand húsnæðisins og kostnaðargreina viðhaldsþörf þess. Sömuleiðis að halda samtalinu áfram um framtíð Skjálftasetursins og uppfærslu þess í húsnæðinu.

12.Átak í sumarstörfum námsmanna 18 ára og eldri, 2021

Málsnúmer 202104111Vakta málsnúmer

Auglýst voru svokölluð sumarstörf námsmanna í Norðurþingi en aðeins hafa borist umsóknir um tvö af þeim níu störfum sem auglýst voru. Annar starfsmaðurinn sem hefur verið ráðinn verður á Raufarhöfn en hinn á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

13.Samstarf Bríetar leigufélags og Norðurþings um uppbygging fjögurra íbúða

Málsnúmer 202106011Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins og ræðir þann feril sem málinu er ætlað að komast í svo undirbúa megi uppbyggingu fjögurra leiguíbúða í sveitarfélaginu.
Byggðarráð fjallaði um verkefnið og forsendur mögulegrar uppbyggingar húsnæðis á Kópaskeri.

14.Kaup á bifreið fyrir Þjónustumiðstöð Norðurþings

Málsnúmer 202106010Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir upplýsingum um kaup á nýrri bifreið fyrir Þjónustumiðstöð Norðurþings, þ.e. hvar málið er statt.
Bifreiðin hefur verið afhent og er verið að ljúka við breytingar sem um var samið.

15.Frumherji - þjónusta við austursvæði Norðurþings

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Atvinnu- og samfélagsfulltrúi Norðurþings sendir inn ósk um að byggðarráð taki aftur til umræðu stöðuna gagnvart bifreiðaeigendum sem nú þurfa að keyra um langan veg af austursvæði sveitarfélagsins annað hvort til Húsavíkur eða til Vopnafjarðar til að fá skoðun á bifreiðar sínar. Engar úrbætur hafa verið gerðar á verklagi Frumherja eftir að skoðunum var hætt á Kópaskeri og Þórshöfn á sl. ári.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Frumherja um málið.

16.Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2021

Málsnúmer 202103192Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að tveir rammasamningar Ríkiskaupa renna út í júní.

Um er að ræða RK 09.04 Ósterílir vinyl,latex og nítril skoðunarhanskar (rennur út 30. júní, annaðhvort verður honum framlengt tímabundið eða látinn renna úr gildi, markaðsaðstæður eru talda vondar á þessari vöru v/almenns skorts á heimsvísu)og RK 16.05 Úrgangsþjónusta (einungis í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes) ekki í gildi annarsstaðar á landinu. (verður líklega framlengt tímabundið fram á haust og nýr RS gerður þá).

Lagt fram til kynningar.

17.Hvítbók um byggðamál

Málsnúmer 202105168Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda var til umsagnar Hvítbók um byggðamál en umsagnarfrestur rann út þann 31. maí sl.
Hvítbók um byggðamál lýsir drögum að stefnu og að afloknu samráði verður tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára lögð fyrir Alþingi.
Lagt fram til kynningar.

18.Svar við erindi Norðurþings til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um byggðakvóta á Kópaskeri

Málsnúmer 202103166Vakta málsnúmer

Byggðarráð hefur áður verið upplýst um meðfylgjandi svarbréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu en hér er það formlega tekið á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.

19.XXXVI Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202101136Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá XXXVI landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt skýrslu Framtíðarseturs Íslands sem stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 23. - 26. fundar stjórnar SSNE sem og fundargerð ársþings SSNE.
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.