Fara í efni

Frumherji - þjónusta við austursvæði Norðurþings

Málsnúmer 202106003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021

Atvinnu- og samfélagsfulltrúi Norðurþings sendir inn ósk um að byggðarráð taki aftur til umræðu stöðuna gagnvart bifreiðaeigendum sem nú þurfa að keyra um langan veg af austursvæði sveitarfélagsins annað hvort til Húsavíkur eða til Vopnafjarðar til að fá skoðun á bifreiðar sínar. Engar úrbætur hafa verið gerðar á verklagi Frumherja eftir að skoðunum var hætt á Kópaskeri og Þórshöfn á sl. ári.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Frumherja um málið.

Byggðarráð Norðurþings - 365. fundur - 24.06.2021

Á 364. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Frumherja um málið.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 366. fundur - 01.07.2021

Sveitarstjóri gerir grein fyrir samtölum og viðbrögðum forsvarsmanna Frumherja við áskorun íbúa og sveitarfélagsins um betra aðgengi að bifreiðaskoðun til handa íbúum í dreifbýlum svæðum austan Húsavíkur.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samtölum við forsvarsmenn Frumherja og greindi frá útskýringum þeirra á stöðunni. Ákvörðun um að leggja af fyrri þjónustu við skoðanir á bifreiðum á Kópaskeri og Þórshöfn stendur. Það má þó vera ljóst að metnaður Frumherja liggur til þess að bæta þjónustu við dreifðari byggðir á norðausturhorninu, meðal annars með því að taka upp tímapöntunarkerfi í þjónustustöð á Húsavík og með árvissri heimsókn færanlegrar skoðunarstöðvar á svæðið.