Fara í efni

Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Borist hefur erindi frá Skjálftafélaginu - félagi áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri þar sem óskað er endurnýjunar á samningi um leigu á skólahúsnæðinu á Kópaskeri auk samtvinningu á starfsemi Skjálftasetursins og bókasafnsins.
Jafnframt er óskað eftir að samið verði um framlag Norðurþings til reksturs hússins og að gerð verði áætlun um lagfæringar og viðhalda á skólahúsinu.
Erindi þetta hefur, að hluta til, einnig verið til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Frestað til næsta fundar.

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Borist hefur erindi frá Skjálftafélaginu - félagi áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri þar sem óskað er endurnýjunar á samningi um leigu á skólahúsnæðinu á Kópaskeri auk samtvinningu á starfsemi Skjálftasetursins og bókasafnsins.
Jafnframt er óskað eftir að samið verði um framlag Norðurþings til reksturs hússins og að gerð verði áætlun um lagfæringar og viðhalda á skólahúsinu.
Erindi þetta hefur, að hluta til, einnig verið til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Erindinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við forsvarsmenn Skjálftafélagsins um framhald málsins.

Byggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021

Sveitarstjóri gerir grein fyrir samtali fulltrúa Skjálftasetursins og Norðurþings um framtíðaráform setursins og væntingar til samstarfs í skólabyggingunni á Kópaskeri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa minnisblað um ástand húsnæðisins og kostnaðargreina viðhaldsþörf þess. Sömuleiðis að halda samtalinu áfram um framtíð Skjálftasetursins og uppfærslu þess í húsnæðinu.

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Á 364. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa minnisblað um ástand húsnæðisins og kostnaðargreina viðhaldsþörf þess. Sömuleiðis að halda samtalinu áfram um framtíð Skjálftasetursins og uppfærslu þess í húsnæðinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á þeim nótum sem fram kemur í vinnuskjali sem liggur fyrir ráðinu.
Málinu er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs vegna þeirra hugmynda sem verið er að vinna að.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021

Til kynningar fyrir ráðinu liggur vinnuskjal sveitarstjóra um framtíðar rekstur Skjálftaseturs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Fyrir byggðarráði liggur tillaga sveitarstjóra og atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri um að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar til 6 mánaða vinnu við verkefnisstjórn um þróun samfélags- og menningarhúss á Kópaskeri.
Byggðarráð samþykkir að ráða verkefnisstjóra til þróunar á samfélags- og menningarhúsi á Kópaskeri til 6 mánaða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022

Til umræðu eru framtíðaráform um húsnæði Skjálftasetursins á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmdar- og þjónustufulltrúa að gera heildstætt kostnaðarmat vegna viðhalds hússins. Rekstur og framtíðaráform Skjálftasetursins á Kópaskeri er vísað til Byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 122. fundur - 22.03.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun og magnskrá í nauðsynlegt viðhald á Akurgerði 4, Skólahúsinu á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari útboðsgagna og bjóða fyrsta áfanga verksins út að því loknu og leggja fyrir ráðið.